Já, hann er sannkallaður gítarsnillingur, hann var samt svo þrjóskur og sjálfhverfur að það var víst stundum mjög erfitt að vinna með honum. Hann einangraði sig mikið.. en þegar hann kom svo úr skelinni var honum fagnað ákaft…

Hann varð fyrst frægur í hljómsveitinni yndislegu og frábæru Yardbirds en seinna meir stofnaði hann sína eigin hljómsveit og þar söng aparassinn Rod Stewart með honum… sú hljómsveit splundaðist og þá myndaði Beck kröftugt tríó með þeim Tim Bogert og Carmine Appice, kallað BBA. Hann hvarf svo þaðan en skaut svo kollinum upp með ungum tónlistarmönnum í Blow by blow 1975. Næstu árin starfaði hann með svona.. samruna-jassistum eins og Jan Hammer, en undi sér æ verr í hljómleikaferðum sem fóru saman við breiðskífurnar og dró hann sig inn í hálflokaða skel, þangað til að hann gaf út nýtt umslag “There and Back” árið 1980.

Þrátt fyrir einfarahneigð sína er hann eins og margar dugandi og einbeittar rokkstjörunur góðlindur, kurteis og vel að máli farinn..


jahá..hann er líka bara svo sexy :P