Þetta á kannski meira heima sem svar við Sigur rósar greininni.. en mig langaði frekar að búa til nýja grein til þess að fleiri myndu lesa þetta..

Það eru ógeðslega margir sem eru ekkert að fíla það að þeir séu ekkert að kynna diskinn sinn, það er að segja koma ekkert fram í viðtölum og voru bara með eina útgáfu tónleika og búið..

Fólk er að segja að þetta sé líka bara leti í þeim að “nenna” ekki að leggja meiri vinnu í útlit disksins og finna nöfn á lögin.. (lögin hafa nú samt öll nöfn..bara ekki á disknum..)


En allavega, man enginn eftir því þegar að það koma í fréttirnar þegar Jónsi var búinn að teikna myndir um allan bæ…?

Sigur rós eru að gera það nákvæmlega sama og Portishead gerðu þegar að þau gáfu út diskinn Dummy.. Þau vildu ekki fara í viðtöl en dreifðu dúkkum sem á stóð “dummy” um alla London.. þetta skapaði vissa stemmningu og fólk varð spennt fyrir disknum..

Mér fannst þetta krot hjá jónsa gera diskinn miklu meira spennandi og þetta skapaði svona “dularfulla” stemmningu.. allavega fyrir mig :P Mér finnst líka að við ættum að leyfa listamönnum að gera nákvæmlega það sem að þeir vilja til þess að kynna sín verk..

Annars finnst mér þessi diskur alveg ótrúlega góður og mér er alveg sama þótt að það sé ekki þakkir frá hljómsveitinni til þeirra sem stóðu að disknum og myndir af hljómsveitinni eða einhverju öðru með disknum.. mér finnst bara fínt að hafa hann með svona hálfósýninlegum trjám :P

En þetta var bara það sem að ég vildi segja.. og núna er ég ánægð..bæbæ