Nýji Placebo diskurinn “Sleeping With Ghosts” kom út 24.mars. Hann er pródúseraður af Jim Abbiss (UNKLE & DJ SHADOW). Ég er svo ótrúlega heppin að vera búin að verða mér út um þennan disk og ég get sagt ykkur það kæru hugarar að þetta er einn frábærasti diskur sem að ég hef hlustað á. Reyndar finnst mér Without you I´m nothing ennþá besti Placebo diskurinn.. en samt ég er ekki alveg viss, ég hef náttúrlega hlustað á Without you I´m nothing miklu lengur þannig að ég veit alveg hvað mér finnst...