Ég sit inni í æfingarhúsnæðinu hjá Fræbbblunum en þar er hljómsveitin Palindrome að æfa. Hljómsveitin er skipuð þeim Guðjóni en hann spilar á gítar og syngur, Magga sem spilar á trommur og Valdísi sem er á bassa.
Þau spila eðal rokk að mínu mati, svolítið mikið í anda Placebo en í mínum heimi er það ekkert nema hrós. Palindrome hefur staðið í allnokkrum mannabreytingum síðustu mánuði, hljómsveitin byrjaði eiginlega þannig að Gunnar (söngvari og gítarleikar Coral) var á trommum, Frikki (trommuleikari hljómsveitarinnar BoB) var á bassanum en Guðjón hefur verið gítarleikar og söngvari frá upphafi, enda var það hann sem að stofnaði hljómsveitina. Fólk hefur svo verið að koma og fara út hljómsveitina síðustu mánuði eins og að ég sagði áðan.

En eins og ég sagði áðan þá er hljómsveitin núna skipuð þeim Guðjóni sem er sonur Valla í Fræbbblunum, hann er að mínu mati frábær gítarleikari með mjög skemmtilegar pælingar, hann á það líka svolítið til að koma með svona Brian Molko pælingar enda forfallinn Placebo aðdáandi. Hingað til hefur hann samið lögin en hver veit hvernig það á eftir að vera í framtíðinni.

Maggi er trommuleikarinn, hann er nemandi við F.Í.H og MH. Þetta er eina hljómsveitin sem að hann hefur verið í, sem kemur mér í rauninni mjög á óvart miða við hversu góður hann er, hann spilaði reyndar með BoB í sumar þegar að Frikki handleggsbrotnaði og fór til Englands. Hann er allavega að mínu mati krafturinn sem vantaði í hljómsveitina. Ég vona bara að honum líki vel við sig og eigi eftir að vera eins lengi í hljómsveitinni og hann getur.

Valdís er svo bassaleikarinn, hún er líka nemandi við MH. Þrátt fyrir að hún spili á bassa í þessari hljómsveit þá er hún nú samt fyrst og fremst gítarleikari. Hún tók þátt í músíktilraunum núna síðast og spilaði með hljómsveitinni Barokk. Ég ætla samt ekki að leifa henni að vera endalaust í Palindrome því að hún er mín og þarf á henni að halda í öðru verkefni ;) (ekkert kynferðislegt)

Núna er svolítið langt liðið á æfinguna, slitnaði strengur og svona.. ekkert að ganga allt of vel en því var fljótt reddað. Okkur líður samt ekkert allt of vel hérna, þetta er nebblega eitthvað skrítið æfingarhúsnæði, það er alltaf að blossa upp furðuleg lykt hérna (minnir einna helst á eitthvað grænt, wink wink) svo er svo draugalegt hérna..

Mig langar ekkert rosalega mikið að tala eitthvað meira um tónlistina þeirra því að þau verða að spila á fimmtudagsforleik núna 9.október í Hinu Húsinu og þessi grein er svolítið gerð til þess að kynna ykkur lesendur góðir fyrir þessari hljómsveit. Þetta verða án efa afskaplega skemmtilegir tónleikar og alveg þess virði að mæta. Reyndar eru þau bara búin að æfa í rúma viku eða svo og alls ekki á hverjum degi svo hver veit hvernig þetta fer en eins og ég segi þá verður þetta eflaust mjög skemmtilegt : )
Þess má geta að hljómsveitin Noisel mun einnig spila og Doddi úr Heróglym verður með sólóverkefnið sitt.

Endilega mætið og mætið?