Landlæknisembættið er samansafn af heiladauðum, asnalegum og tillitslausum hálfvitum. Þeir ætla að banna ræðukeppnina FB - Borgó, vegna þess að hún sníst um sjálfsvíg. Þeir segja að í hvert skipti og sjálfsvíg koma í umræðuna þá drepi einhver sjálfan sig. Kemst þetta samt ekki miklu meira í umræðuna ef að keppnin verður bönnuð? eða fer fram í lokuðu umhverfi án áhorfenda? - Það er engin að fara að sannfæra neinn um að drepa sig í þessari keppni, þetta er bara ræðukeppni og ekkert annað. Fólk fer þarna með það í huga að skemmta sér, enda er lang oftast rosalega gaman á ræðukeppni.

Landlæknisembættið er búið að vita af þessu síðan á mánudaginn, og núna er föstudagur - strákarnir í báðum liðum eru búnir að eyða allri vikunni í að æfa ræðurnar, læra þær utan að, skrifa svör og bara öll vikan er búin að snúast um þetta og þeir banna þetta núna!! þegar allt er tilbúið og sex tímar í keppni!! Það er búið að auglýsa keppnina alla vikuna í báðum skólunum, það er rosalegur áhugi fyrir Morfís. Alveg er mér ofboðið núna. Að svona háttvirt embætti hagi sér svona, alveg er ég smá saman að missa trú á þeim sem eiga að vera reynslumeiri en maður sjálfur..

Þegar ræðulið eru að semja ræðurnar sínar þá semja þau það oft þannig að salurinn verði með í ræðunum, þetta snýst nebblega svolítið um að fá salinn á sitt band. Liðin stinga inn brandörum og þvíumlíkt inn í ræðurnar sínar til þess að vekja upp hlátur meðal áhorfenda. Þannig verða ræðumennirnir öruggari og allt sem því fylgir. Núna eru strákarnir í báðum liðum búnir að semja ræðurnar sínar og það eru væntanlega nokkrir ef ekki margir svona punktar í ræðunum þeirra, þ.e.a.s. punktar sem ná til áhorfenda og auðvitað dómara. Núna verða engir áhorfendur leyfðir svo að þeir punktar sem voru skrifaðir inn í ræðurnar með þessum tilgangi verða bara tilgangslausir og asnalegir, því að það verða engir áhorfendur.

Það verður heldur ekkert þannig að þegar ræðukeppnin er búin, verður fólk svo uppfullt af svölum sjálfsmorðshugmyndum og heillað af “lífinu að handan” að það fer bara og drepur sig!
Hvað varð líka um málfrelsið? Þetta er Morfís, þetta er virt ræðukeppni, margir af bestu ræðumönnum landsins eru þarna að mínu mati. Þetta eru ekkert bara einhverjir hálfvitar að rífast um hvort sé betra coke eða pepsi. Mér finnst gott hjá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og Borgarholtsskóla að taka á svona stóru málefni sem skiptir miklu máli. Það vita allir að sjálfsvíg er ekkert til að grínast með, við vitum að þetta er alvarleg umræða og þess vegna er gott að tala um þetta. Punkturinn sem landlæknisembættið heldur áfram að hömpast á er sá að “í hvert skipti og sjálfsvíg koma í umræðuna þá drepur sig einhver”. Eru þeir þá ekki bara að forðast að tala um það slæma? Svo tala þeir um forvarnir. Ekki finnst mér þetta góðar forvarnir að leyfa ekki unglingum að tala við aðra unglinga um sjálfsvíg nema að maður sé í jafningjafræðslunni eða eitthvað. Þegar að eitthvað kemst í umræðuna þá myndar almenningur sér oftast skoðun á því sem verið er að tala um. Ef að sjálfsvíg kæmust í umræðuna þá mundi fólk mynda sér skoðun á því, og ég er viss um að skoðun langlanglangflestra væri sú að það er enginn lausn að drepa sig, það er engin lausn á vandamálunum.
Við hvað er landlæknisembættið svona hrætt? Treystir það okkur ekki? Við erum að verða fullorðin og sum okkar orðin fullorðin, að banna okkur að tala um það sem þarf að tala um er náttúrulega algjörlega fáránlegt og að gera það á sama dag og keppnin sjálf er, er ennþá fáránlegra.

Embættið virðir ekki okkar tíma né þroska.

En svona að lokum… ÁFRAM FB!! :)


Jæja núna þegar að ég er búin að skrifa greinina þá fékk ég þær fréttir að keppnin verði í Seljarskóla klukkan 20:00 og hver skóli má hafa 50 manna stuðninglið! …alveg fáránlegt, en þó smá málamiðlun..