Það er allt að drukkna í svona greinum hérna á tónlistaráhugamálinu.. en ég hef gaman af þeim svo að ég ákvað að skrifa aðra :)

Það er grein á www.hugi.is/tonlist þar sem greinahöfundurinn talar umm uppáhalds lögin sín og biður aðra um að gera slíkt hið sama.. ég hins vegar lagði ekki í það að gera lista um uppáhalds lögin mín, ég hef það bara fyrir mig því að mér finnst það of stórt verk að koma því frá mér á einhvern lista.. ég geri það eflaust einhverntíman en ekki núna.


Mig langaði samt að spurja ykkur kæru hugarar..

1. Hvaða lög þið eruð mest að hlusta á í dag?
2. Hvaða diskur er mest spilaður þessa dagana?
3. Er einhver hérna með nýkomin/nn með æði fyrir einhverri
hljómsveit? (ef svo er..hvaða?)



Ég er mjög mikið að hlusta á eftirfarandi lög þessa dagana:

Dead Kennedys - Too drunk to fuck

The Clash - Rock the casbar

Ringo Starr - no no no I don´t smoke it no more.. o.s.frv. mjög fyndið lag :)



Diskurinn sem að er mest spilaður hjá mér þessa dagana.. er skrifaður diskur sem vinkona mín hún AbbeyRoad (efast um að hún vilji láta nafngreina sig hérna) á. Það er fátt skemmtilegra en að hlusta á þennan disk..lagaúrvalið er þvílíkt, lögin þrjú sem að ég nefndi hér að ofan eru meðal annars á disknum.. :)

En ég hlusta líka mjög mikið á nýja Placebo diskinn “sleeping with ghosts”, hann er alveg rosalega flottur að mínu mati.. allt annar stíll á þeim í rauninni en samt ná þeir að halda í gamla Placebo-rokkið :)


Svo til þess að svara síðustu spurningunni minni (sorgleg ég.. sit klukkan hálf níu að morgni á frídegi að svara mínum eigin spurningum..jæja) Þá er ég held ég bara með The Clash æði þessa dagana og Dead Kennedys.. það er einhver pönkari komin í mig, ég sem taldi mig alltaf vera blómabarn :P


Endilega komið með ykkar svör.. bíð spennt :)