Það er grein á Gullöldinni um 5 bestu rokklög allra tíma..

Tónlist er náttúrulega svo mikið smekksatriði að það er ekkert hægt að segja hvað er best og hvað ekki.. það er í rauninni bara hægt að segja til um hvað var/er vinsælast og dæmt eftir því..

Mér datt núna eftir að hafa lesið þessa grein á Gullöldinni að skrifa niður þær 5 hljómsveitir sem að mér finnst bestar, auðvitað elska ég alveg fullt af hljómsveitum ..svo að þetta er ansi erfitt.

Þetta eru svona hljómsveitir sem að hafa haft áhrif á mig og þegar ég hlusta á lög eftir þær þá líður mér alltaf eins og ég sé að hlusta á fullkomnun…

Þetta er listinn minn:

Placebo
Led Zeppelin
Bítlarnir
Sigur Rós
Godspeed you black emperor..

Ég þurfti svolítið að huxa mig þarna um.. en eins og ég segi þá líður mér svona núna.. akkúrat nákvæmlega á þessari stundu, maður fær auðvitað æði fyrir einhverju af og til en það eru þessar hljómsveitir sem að hafa verið efst á lista síðustu ár.

Ég er náttúrulega bara 19 ára gömul og þess vegna er ég að mínu mati ekki búin að vera með fullmótaðan smekk nema kannski í 3-4 ár ( ég er semsagt búin að komast að því hvaða tónlist ég hef áhuga á.. hvaða skoðanir ég hef, hvað mér líka og hvað mér líka ekki) Á þessum 3-4 árum hef ég komist yfir allt það efni sem að þessar hljómsveitir hafa spilað og þess vegna tel ég mig hæfa til þess að dæma þessar hljómsveitir sem uppáhaldið mitt..

Þið verðið vissulega ósammála mér vegna þess að tónlist er smekksatriði eins og ég segi. Það er mjöööög ólíklegt að það verði einhver sammála mér en til þess er þetta líka gert, mig langar að sjá hvaða 5 hljómsveitir eru í uppáhaldi hjá ykkur.

Mér finnst samt mjög leiðinlegt að gera svona upp á milli hljómsveita.. ég gæti nefnt svona 50 hljómsveitir í viðbót sem að ég gæti bara ekki lifað án.. en svona þarf maður að vera þegar að maður gerir svona lítinn lista.

Ég vona að ég hafi ekki gleymt neinni hljómsveit, ég á það nebblega til að gleyma stundum aðalatriðinu.. horfa framhjá því sem er svo augljóst að ég á ekki einu sinni að þurfa að huxa um það, en svona virkar mannsheilinn.. eða allavega minn :)