Já, ég er svo sannarlega búin að fá nóg af þessum öfgakenndu feministum sem eru gjörsamlega að kaffæra þjóðfélaginu í sjó reiðinnar. Þessir ögakenndu feministar eru að taka burtu málfrelsi og skoðanafrelsi okkar hinna sem trúum á jafnrétti og viljum beita okkur á baráttu milli kynjana.

Mér finnst þetta rosalega óþolandi því að sjá er ég feministi, ég er hinsvegar feministi sem að hlustar á og virðir skoðanir annarra. Vegna aukinnar feminista-umræðu í þjóðfélaginu á síðustu vikum þá get ég ekki lengur tjáð mig um jafnréttisskoðanir mínar, einfaldlega af því að það eru allir búnir að fá nóg af þessari umræðu. En hverjum er það eiginleg aða kenna? Er það kosningunum að kenna? Er það karlmönnum að kenna? Er það kannski mér að kenna? Nei, það er þessum öfgakenndu feministum að kenna. Það nennir nebblega enginn að hlusta á öfgafólk, fólk sem að hlusta ekki á skoðanir annara og sem finnst að allt sem að það segir sjálft sé það eina rétta en allt annað sé bara bull.

Ég held að vegna þessara öfgafeminista sé jafnréttisbaráttan að stíga mörg skref aftur á bak, við erum ekki að ná neinum árangri svona. Það er farið svo vitlaus að í þessum málum að ég hálf skammast mín nú orðið fyrir það eitt að vera feministi. Þessar kynsystur mínar eru því núna í dag orðnir mínir helstu óvinir… sem mér finnst mjög leiðinlegt.

Þegar fólk ímyndar sér feminista þá sér það fyrir sér stóra, feita, illa lyktandi, háruga, sveitta, dónalega og öskrandi belju. Er það skref í rétta átt mínir kæru feministar og kæra fólk?

Það að vera feminist er jákvætt, það er að berjast fyrir frelsi og jafnrétti er jákvætt. Við þurfum að taka höndum saman og breyta þessari leiðinlegu ímynd sem er föst í hausnum á svo mörgum.


Konur fá að meðaltali 15% lægri laun..
Konur hlusta ekki á rokktónlist og kunna ekki á hljóðfæri (í mesta lagi bassa) í augum margra..
Konur eru allar lélegar í íþróttum í augum margra..
Konur fljóta skoðunarlausar áfram í lífinu í augum margra..

Þessu þurfum við að breyta, ásamt fleiru auðvitað.

Feminismi snýst ekki um karlhatur, þvert á móti. Ég er sjálf feministi og ég hef ekkert á móti karlmönnum. Við eigum að vinna með karlmönnum, við þurfum að standa saman. Við þurfum ekki að sannfæra konur um að kjör okkar séu ekki jafn góð og karla, það veit hver kona það. Við þurfum hins vegar að sýna körlunum hvað okkur finnst vanta upp á svo að málin komist í gott lag án þess að vera með læti, karlmennirnir verða líka að vera opnir fyrir því og koma á móts við okkur. Þroskumst aðeins og reynum að horfa á heildarmyndina.

Karlmenn horfa margir hverjir illum augum á feminista í dag. Þeir dæma feminista út frá öfgafeminstunum, en mig langar að biðja ykkur kæri karlpeningur að gera það ekki. Ef að þið gerið það þá er það ekkert nema þröngsýni. Þetta er svipað eins og dæma kristina trú út frá Gunnari í Krossinum. Semsagt, fókusa bara á öfgarnar.

Mér finnst alveg rosalega leiðinlegt að vegna öfgafeministana þá get ég ekki tjáð mig, það halda bara allir að ég sé að fara að öskra og skammast og tala um hvað karlþjóðin er ömurleg. Er það ekki ósanngjarnt gagnvart mér?

Feministar eiga að berjast fyrir jafnrétti með því að sýna stillingu og þroska, með því að vinna með karlkyninu og það veit það hver maður að samvinna gengur ekki nema að gagnkvæm viðring sé til staðar. Ég legg því til að við hættum að skammast út í hvort annað því að við eigum og við þurfum að standa saman. Saman erum við sterk og í rauninni fær um allt en í sundur erum við að skapa óþarfa vandamál og spennu sem gerir okkur öllum lífið leitt.

Berið því virðingu fyrir hvort öðru, berið virðingu fyrir sjálfum ykkur og vinnum saman að jafnrétti í landinu.