Sveitin var stofnuð árið 1994, meðlimir hljómsveitarinnar var þá skipuð þeim Jónsa (söngur og gítar), Ágúst (trommur) og Gorge (bassi), þetta var um það leyti sem að systir Jónsa, Sigurrós fæddist - og skírðu þeir hljómsveitina sína Victory Rose. Þeir spiluðu hippasýru tónlist þar sem að söngur Jónsa var í aðalhlutverki.
Smekkleysa tók þá upp á sína arma eftir að hafa heyrt einhverja upptöku frá þeim, nokrru seinna breyttu þeir svo nafninu í Sigur rós og hófu svo upptökur á fyrstu breiðskífu sinni. Það er erfitt að vera ungur, fátækur í nýrri hljómsveit og þess vegna gengu upptökurnar kannski ekkert of vel fyrir sig, það vantaði fjármagn. Á endanum náðu þeir samt að koma saman plötunni Von. Gagnrýnendur tóku vel í plötuna enda var ekki mikið um svona tilraunakennda tónlist á íslandi á þessum árum, það má segja að þetta hafi verið frumraun “artífartí” menningarinnar eins og við þekkjum hana á Íslandi í dag :) Þrátt fyrir góða dóma þá seldist platan ekkert sérstaklega vel, bara svona í meðallagi en þeir fengu samt þá athygli sem að þeir þurftu til þess að geta verið bjartsýnir á framhaldið.
Þeir ákváðu að nýta sér umfjöllunina sem að þeir fengu og slá járnið meðan það var heitt (segir maður það?) Það sem ég er að reyna að segja að þeir ákváðu að gefa út nýja plötu, en þegar að átti að gefa hana út voru meðlimir sigur rósar ekkert sáttir og ákváðu að fresta þessu aðeins. Í staðin kom þá platan Von brigði, en hún inniheldur endurhljóðblandanir á lögunum á fyrstu plötunni, þar á meðal laginu sem að örugglega allir þekkja “leit að lífi” en það var fyrsta lagið sem að náði vinsældum almennings. Þeir fengi líka til liðs við sig á þessum tíma hann Kjartan Sveinsson sem að leikur aðalega á hljómborð en er líka vel að sér í öðrum hljóðfæraleik.

Eftir vinsældir Leit að lífi varð ljóst að Sigur Rós gat náð til mun fleiri tónlistaráhugamanna en aðrar sveitir. Þegar Ágætis byrjun kom í búðir þá var gjörsamlega slegist um hvert eitt og einasta eintak (það eiga líka allir þessa plötu) Og hún er örugglega ennþá í fyrsta sæti yfir söluhæstu plötur á íslandi.

Vinsældir hljómsveitarinnar spurðust fljótt út til erlendra plötuútgefanda og það komu ótal margir hingað á frónið til þess að verða vitni af stórkostlegum sigur rósar tóleikum. Trommuleikarinn Ágúst hætti um svipað leiti og platan kom út og þurftu því sigur rósar meðlimir að fara á stjá og finna sér trommuleikara sem stóð undir væntingum þeirra. Orri Páll Dýrason var fyrir valinu og hefur hann staðið sig með prýði (eins og ég sé í einhverri stöðu til þess að segja það tíhí..) En eftir að Orri kom til liðs við sveitina ákváðu þeir að vera miklu duglegri við tónleikahald.

Já en allavega ég var að tala um að erlendir tónlistar stórlaxar hefðu komið til landsins, já og ok, þeir “Fitu kattar” menn voru fyrstir til þess að bjóða Sigur rós samning og auðvitað skrifuðu þeir undir. Í framhaldi af því gáfu þeir út fyrstu smáskífuna sína “svefn-G-englar” og það sem er merkilegast við það.. er að Sigur rós hélt sig við þann titil en þýddu hann ekki.

Það virtist samt ekkert skipta neinu máli því að Sigur rós fékk frábæra dóma alls staðar og NME valdi hana smáskífu vikunnar. Erlenda pressan segir að þó að Jónsi syngi ekki á ensku þá geri það ekkert til því að þetta væri svo falleg tónlist að það þurfi engin orð. Við íslendingar erum að já.. aha.. já.. einmitt.. en skiljum sjálf valla neitt af því sem að jónsi segir, ástæðan fyrir því er að hann syngur á máli sem hann kýs að kalla “vonlensku” og það gengur þannig fyrir sig að hann syngur bara nákvæmlega það sem að honum dettur í hug (afar þægilegt og skemmtilegt tíhí)
Sumir segja að “guðirnir séu að tala í gegnum hann og þess vegna hafi hann vald á vonlenskunni” svo hefur tónlist Sigur rósar verið líkt við það þegar guðirnir gráta gulli Þó svo að Jón Þór búi yfir hálfgerðri englarödd og tónlistin sé vissulega himnesk er það kannski einum of langt gengið að blanda æðri máttarvöldum inn í málið. Hins vegar er Sigur Rós eins guðdómleg og mannleg hljómsveit getur einhver tímann orðið og það er svo sannarlega unaðslegt að hlýða á rödd Jónsa leiða mann inn í draumaheim uppfullan af fegurð og sætum hvolpum.

Núna vissu allir hverjir Sigur Rós voru. Lang flestir biður spenntir eftir nýju plötunni.
Ágætis byrjun var í rauninni gefin út þrisvar sinnum, hún var gefin út á íslandi árið 1999 og í Evrópu 2000 og í Bandaríkjunum 2001. Í millitíðinni kom út eins stuttplata með ljóðagúrúinu Steindóri Anderseni. Titill nýju plötunnar vakti mikla athygli, en lögin voru líka nafnlaus og sungin á vonlensku. Þetta fór og fer í taugarnar á sumum, sem að ég skil ekki því að það er tónlistin sem að skiptir máli en ekki textar og nöfn.

Sigur Rós er svo sannarlega ein frábærasta hljómsveit sem uppi hefur verið, hún nær til mín á svo mörgum sviðum að ég get bara ekki lýst því. Sigur Rós hefur átt mikinn þátt í lífinu mínu síðustu svona 4 - 5 árin og mér þykir vænt um hana. Ágætis byrjun og ( ) haldast kannski hönd í hönd enda líkar plötur miða við Von og Vonbrigði sem eru auðvitað líkar. Ég verð að viðurkenna það að ég var svolítið lengi að venjast ( ) en núna þá get ég varla huxað mér að vera á hennar :)

Ég vil biðja þá sem að hafa ekkert skemmtilegt að segja um Sigur rós að vera ekkert að tjá sig hérna, ég leita einungis eftir svörum frá aðdáendum eða öðrum sem að eru ekki með skítkast.

(ég vil biðjast afsökunar á því ef að þessi grein er eitthvað skrítin, ég missti oft þráðin.. og stóð upp nokkrum sinnum, gæti velverið að ég tali um sömu hlutina tvisvar.. en ég nenni ekki að lesa hana yfir því að ég er orðin svo þreytt í augunum, vona að þið verðið ekki of gagnrýnin)

kv.dóra