Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

KITT
KITT Notandi frá fornöld Karlmaður
1.656 stig

Subaru SVX (33 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Subaru XT Coupe var fyrsta tilraun Subaru til að framleiða 2 dyra sportbíl. Bíllinn kom fyrst á markað í USA í febrúar árið 1985 en í júní sama ár í Japan. Í Japan var hann seldur undir nafninu Subaru Alcyone en Alcyone er nafn á mjög skærri stjörnu í stjörnuklasa sem heitir Subaru á japönsku en Subaru merkið er einmitt samsett úr 6 stjörnum. Subaru Alcyone var hinsvegar seldur á öllum öðrum mörkuðum undir nafninu Subaru XT. Ekki hefur fengist staðfest hvort XT standi fyrir eitthvað ákveðið...

Sala nýrra bíla það sem af er árinu 2002 (12 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Í marsmánuði fyrr á þessu ári var sett frekar vafasamt met í sölu nýrra bíla hér á landi. Þurfti þá að fara ein 25 ár aftur í tíman til að finna jafn lélegan bílasölumánuð. Á þessum tímapunkti höfðu selst eitthvað á milli 1200-1300 nýjir bílar (sem sagt í jan-mars 2002) og væru þær tölur framreiknaðar út árið ætti heildarsala nýrra bíla á árinu 2002 rétt að losa um 5000 eintök. Ekki þótti bílaumboðunum það vænlegar horfur. En Eyjólfur hefur heldur hresst eftir því sem liðið hefur á árið því...

Colin McRae vs. M. Schumacher (41 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hérna gæti verið ansi athyglisverður atburður í uppsiglingu fyrir mótorsportfólkið. Málið er það að eftir að Colin McRae, sem ekur fyrir Ford, sigraði í Safarí rallinu í Kenya um sl helgi varð hann þar með sigursælasti WRC ökumaður frá upphafi með því að hafa unnið 25 WRCrallkeppnir. Eldra metið átti Tommi Makinen, sem ekur fyrir Subaru, en það setti hann í fyrstu keppni ársins í Monte Carlo. Kvöldið eftir sigurinn birti BBC Sport fréttir af því að McRae hefði skorað M. Schumacher á hólm í...

VW Golf GTi 337 Edition (32 álit)

í Bílar fyrir 22 árum
“Once upon a time there was a little car that went really fast”. Með þessum orðum kynnir Volkswagen of America sérstaka útgáfu af Golf GTi sem fer fljótlega á markað þar vestra en bíllinn var kynntur á New York Auto Show í mars sl. Bíllinn er byggður á 25 ára afmælisútgáfu af Golf GTi sem var framleiddur til að fagna 25 ára afmæli Golf GTi í Evrópu árið 2002. VW Golf 25th Anniversary GTi var eingöngu ætlaður til sölu í Evrópu. Volkswagen of America fengu talsvert margar fyrirspurnir um hvort...

Bílasala það sem af er árinu 2002 (47 álit)

í Bílar fyrir 22 árum
Hafi bílaumboðin einhverntímann haft ástæðu til að kvarta, þá er það núna. Ástæðan er sú að það þarf að fara ein 25 ár aftur í tímann til að finna jafn lélegan bílasölumánuð og nýliðinn marsmánuð. Og þá er verið að tala um sölu á nýjum bílum. Enda hafa næstum öll bílaumboðin á Íslandi undanfarin misseri verið tengd við sögur um að þau sé að fara á hausinn. Það er kannski helst P.Samúelsson sem hefur verið laus við slíkar sögusagnir enda virðast Íslendingar ekki láta efnahagsþrengingar hindra...

WRC: Algjörir yfirburður Peugeot (6 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það verður að seigjast eins og er að það er langt síðan undirritaður hefur orðið vitni að öðrum eins yfirburðum hjá einum bílaframleiðanda eins raunin var hjá Peugeot í 3. umferð HM í ralli sem fram fór um helgina á Korsíka. Það má í raun segja að Peugeot hafi þar malbikað yfir hin keppnisliðin enda var niðurstaðan sú að Peugeot bílar röðuðu sér í 3 efstu sætin. Undirrituðum minnir að slíkt hafi ekki gerst sl. 6 ár og þá í Bretlandi ef rétt er munað og það var þá Subaru sem afrekaði það....

The Fast and The Furious 2 (43 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ef það er hægt að græða á kvikmynd einu sinni þá er um að gera að reyna það aftur. Búið ykkur því undir The Fast and The Furious 2. Þetta eru ekki beint nýjar fréttir því þetta er búið að liggja í loftinu síðan að myndin fór í sýningu sl sumar. Ekki skemmir svo fyrir að myndin hafi verið komin út á slétt fjárhagslega eftir fyrstu sýningarhelgi í USA og stefnir víst í að skila Universal ca 110 milljóna dollurum í hreinum gróða. Lítið hefur heyrst um mögulegan söguþráð framhaldsins enda mun...

Subaru Impreza 22B STi Type R (31 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það var löngu komin tími til að setja saman grein um einn mesta extreme fjöldaframleidda bíl sem Subaru hefur sett á markað. Subaru Impreza 22B STi Type R. Subaru verksmiðjurnar höfðu hug á að framleiða sérstaka útgáfu af Subaru í tilefni af 40 ára afmæli verksmiðjanna en þær voru stofnaðar árið 1958. Á Bílasýningunni í Tokyo árið 1997 var því tilkynnt að Subaru hyggðist setja á markað einskonar götuútgáfu af Subaru Impreza bílnum sem notaður var í WRC. Engar upplýsingar um bílinn höfðu...

Mercedes Benz SL 500 (21 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
SL sportbílarnir eiga ættir sína að rekja allt aftur til ársins 1957 til 300 SL Roadster, oft nefndur Gullwing Coupé sem var þýtt sem mávavængir á íslensku, en svo var fyrsti SL bíllinn nefndur vegna hurðanna sem opnuðustu upp eins og vængir. Alls hafa verið framleiddir um 490.000 eintök af bílunum sem hafa oft verið nefndir bílar sem láta drauminn rætast. Hvernig svo sem menn skilja það. Á 59. Alþjóðabílasýningunni í Frankfurt sem haldin var í september sl. var 5. kynslóð bílsins kynnt...

Þriggja milljóna króna draumabíll (172 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þér áskotnuðust nýlega þrjár milljónir ISK og eins og sönnum bílaáhugamanni áformar þú að eyða aurunum í nýjan bíl. Og eins gott að gera það fljótt áður en íslenska krónan verður verðlaus. Stóra spurning er svo auðvitað: Hvað skal kaupa? Hverjir eru draumabílarnir í þessum flokki? Svipað topic hefur komið upp hér áður, reyndar fyrir dágóðum tíma síðan, en ennþá hef ég ekki hitt þann bílaáhugamann sem hefur ekki viljað spekúlegar um draumabíla sína þannig að það ætti að vera óhætt að...

Network Q Rally Great Britain (25 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það fór eins og margir Bretar höfðu vonað að úrslit HM í ralli myndu ráðast í lokaumferðinni, Network Q Rally Great Britain, en keppnin hófst fyrr í kvöld og stendur fram á seinnipart sunnudags. Hinsvegar áttu fáir von á að jafnmikilli spennu fyrir lokaumferðina og raun varð á og má segja að þetta sé ein mest spennandi keppni sem um getur í 23 ára sögu HM-rallsins. Í fyrsta sinn hefja 4 ökumenn lokakeppnina með möguleika á heimsmeistaratitli, þar sem aðeins munar 2 stigum á þrem efstu...

Nissan Z 350 (12 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Nissan, 3. stærsti bílaframleiðandi Japans, kynnti ýmsa athyglisverða bíla á Bílasýningunni í Tokyo. Alls sýndi Nissan 7 nýja hugmyndabíla og eiga þeir að endurspegla þá hönnunarstefnu sem Nissan ætlar að fylgja á næstu árum. Carlos Chosn, sem er tiltölulega nýtekinn við starfi sem stjórnarformaður Nissan, tilkynnti á sýningunni að Nissan hygðist setja 13 nýja bíla á markað á næsta ári og þar að auki 7 nýja bíla á hverju ári á árunum 2003 - 2006. Það er því greinilegt að það blása ferskir...

Nýr Subaru SVX á leiðinni? (14 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Í apríl sl birti undirritaður hér fréttir af nýjum coupe bíl sem Subaru átti að vera að byrja að hanna. Bíllinn átti samkvæmt fréttum að byggja á undirvagni Subaru Impreza og bera nafni Subaru Pulsar. Nokkuð athyglisverðar fréttir þar sem Subaru hefur einungis sett á markað 2 coupe bíla ef coupe útgáfur Impreza og 1800 eru undanskildar. Lítið sem ekkert hefur heyrst af þessum bíl síðan í apríl og voru flestir því búnir að afgreiða hann sem aprílgabb. En svipaður orðrómur tók sig aftur upp nú...

Yugo (16 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þetta er bara snilld Why were sidewalks invented? So Yugo owners would have a safe place to walk home. How do you make a Yugo go fast? Push it out of an airplane. How do you double the value of a Yugo? Fill the gas tank. What do you call the passengers in a Yugo? Shock absorbers. What do you call a Yugo at the top of a hill? A miracle. Why do Yugos have heated rear windows? To keep your hands warm while you are pushing them in the winter. Why are all Yugo owners going to heaven? Because they...

WRC: Hverjir verða hvar keppnistímabilið 2002? (22 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Nú þegar farið er að síga á seinni hluta WRC keppnistímabilisins í ár þá eru línur nokkuð farnar að skýrast í ökumannsmálum keppnisliðanna fyrir 2002. Þó eru enn nokkur sæti laus hjá flestum liðunum og bíða menn spenntir eftir að sjá hvaða bílum menn eins og Tommy Makinen, Richard Burns og Carloz Sainz muni aka á næsta ári því þeir verða allir samningslausir eftir þetta keppnistímabil. Hér á eftir fer stutt umfjöllun um ökumannastöðu WRC liðanna fyrir næsta ár. Peugeot: Markus Grönholm er...

Subaru Impreza WRX STi - European Spec (18 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Eins og menn hafa eflaust tekið eftir þá var tilkynnt á Bílasýningunni í Frankfurt að sérstök útgáfa af Subaru Impreza WRX STi yrði framleidd fyrir Evrópumarkað. Þetta kom nú reyndar ekkert mjög á óvart en menn höfðu áttu von á Evrópuútgáfu af WRX STi og jafnvel sérstakri USA útgáfu en spurning var bara hvenær hún kæmi á markað. Nú er það komið á hreint og því geta STi aðdáendur í Evrópu tekið gleði sína en hingað til hafa menn orðið að taka svona bíl í gegnum grey import. Mörg Subaru...

Buick Bengal (27 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
GM hefur lengi haft áhuga á því að hressa upp á Buick merkið sem er hluti af GM fjölskyldunni en menn innan GM hafa ekki verið á eitt sáttir hvernig fara ætti að því. Nú virðist lausnin vera fundin því nýjasti concept bíllinn frá Buick hefur vakið nokkra athygli. Bíllinn ber nafnið Buick Bengal og er einskonar framhald af Buick LaCrosse conceptinu sem var kynnt í fyrra. Þetta er 2+2 roadster, sem verður búinn 3400 cm3 V6 vél með forþjöppu og á hún að skila bílnum 250 hestöflum. Vélin er...

Stórfréttir úr WRC heiminum (7 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Hver stórfréttin á eftir annarri hafa komið fram í WRC heiminum sl. viku. Fyrst ber þar að nefna niðurfellingu á Rally Portúgal og í staðinn hefur rall í Þýskalandi verið tekið inn í WRC seríuna og ber það hið frumlega nafn Rally Deutschland. Önnur frétt tengist stigakerfinu í WRC en því var breytt árið 1997 ef ég man rétt og Formula 1 stigakerfið tekið upp sem tryggir 6 efstu bílum stig á bilinu 10 til 1 eftir árangri. Skoda og Hyundai hafa mikið kvartað yfir þessu kerfi í ár og einhvað...

Samvinna GM við aðra bílaframleiðendur (10 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Eins og menn muna eflaust keypti GM 20% hlut í Fuji Heavey Industries framleiðanda Subaru fyrir nokkrum misserum. Bæði fyrirtækin þóttu sjá sér hag í þessum viðskiptum og horfði GM þar einkum til yfirgripsmikillar fjórhjóladrifsþekkingar Subaru en Subaru hafði aftur á móti hug á að komast inn í hið gríðarstóra og öfluga sölu- og dreifikerfi GM til að auka sölu á Subaru utan Japan. Menn hafa hingað til lítið orðið varir við afleiðingar þessara kaupa en nú fer að verða breyting á því. Fyrst...

Skoda Superb (7 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Á Alþjóðabílasýningunni í Frankfurt (IAA), sem haldin verður í september næstkomandi, verða ýmsir nýji og athyglisverðir bílar frumsýndir. Sem dæmi mun 4. kynslóð VW Polo verða kynnt til sögunnar en bíllinn hefur verið endurhannaður frá toppi til táar. Þar vekja ný framljós sérstaka athygli en þau eru 4 talsins og öll kringlótt. Núverandi útgáfa af Polo er einungis búin að vera á markaðnum í rúm 2 ár og vekur það því talsverða furðu að strax skuli vera komin ný útgáfa. Nýr VW Polo kemur til...

Skoda Octavia RS WRC Edition (5 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Í tilefni af 100 ára afmæli sínu í mótorsport hefur Skoda ákveðið að framleiða Special Edition útgáfu af Octavia RS og verða einungis 100 eintök framleidd af bílnum. Bíllinn verður með sömu boddýhlutum og venjulegur Octavia RS en allir verða bílarnar sprautaðir hvítir með grænum og rauðum röndum í sama lit og er á bílnum sem Skoda notar í WRC rallið. Vélbúnaður verður einnig sá sami og í RS en hann kemur með 1800 cm3, 20 ventla túrbóvél sem skilar 180 hö. Staðalbúnaður í RS WRC Edition verða...

Nissan Z (4 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Fyrsti Z bíllinn var Datsun 240Z árgerð 1970 og var fyrst kynntur í USA í október 1969 í New York. Datsun áætlaði að selja um 1600 stk af 240Z á mánuði og stóðust þær áætlanir og gott betur því seinni parts árs 1971 var 240Z seldur í um 2000 eintökum á mánuði. Bíllinn var búinn 150 hö, 6 strokka línuvél sem gaf hröðun 0-100 km/klst á tæpum 8 sek og var hámarkshraði um 210 km/klst. Innréttingin í bílnum þótti skemmtileg þrátt fyrir að vera frekar mögur en þó alls ekki hrá og passaði vel við...

Sektir við umferðalagabrotum hækka (6 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Þá er ný reglugerð í sambandi við umferðalagabrotasektir komin í gagnið og leiðir hún til að meðaltali 50% hækkunar á sektum. Nú fer að vera ansi dýrt að vera nappaður fyrir of hraðan akstur og kæmi ekki á óvart ef sala á radarvörum tæki kipp næstum vikurnar. Hérna kemur svo fréttatilkynningin sem hefur verið birt og lesin upp á flestum fjölmiðlum í dag: Dómsmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um sektir við brotum á umferðarlögum og hækka þær að jafnaði um 50%. Framvegis verður ekki...

Renault í WRC (7 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Renault hefur nú tilkynnt að þeir séu á fullu að hanna bíl sem þeir ætli að mæta með í Super 1600 grúpuna sem er einskonar “Junior Class” af WRC seríunni en þar mega bílar ekki skila meira en 220 hö, verða að vera þyngri en 1000 kg, ekki vera með stærri en 1600 cm3 vél og ef ég man rétt drif á einum öxli. David Richards, stjórnarformaður Prodrive og eigandi sjónvarpsréttar að WRC seríunni, spáði því að Super 1600 grúpan yrði strax vinsæl og myndi fljótlega útrýma Group N flokknum. Þetta...

Nissan Sunny GTi-R (Full version) (11 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Margir hafa haldið því fram að Nissan Skyline GT-R sé einn besti og skemmtilegasti japanski performance bíllinn sem farið hefur í framleiðslu sl 10-15 ár. Gott gengi hans á japönskum og áströlskum akstursbrautum varð til þess að þarlendir akstursunnendur gáfu honum nickið Godzilla. Hérna kemur umfjöllun um son Godzilla, Nissan Sunny GTi-R. Nissan Sunny GTi-R var framleiddur í 4 útgáfum Nissan Sunny GTi-R (UK spec) Nissan Sunny GTi-R (Jap spec) Nissan Sunny GTi-R Dakar Nissan Sunny GTi-R WRC...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok