Skoda Octavia RS WRC Edition Í tilefni af 100 ára afmæli sínu í mótorsport hefur Skoda ákveðið að framleiða Special Edition útgáfu af Octavia RS og verða einungis 100 eintök framleidd af bílnum.

Bíllinn verður með sömu boddýhlutum og venjulegur Octavia RS en allir verða bílarnar sprautaðir hvítir með grænum og rauðum röndum í sama lit og er á bílnum sem Skoda notar í WRC rallið. Vélbúnaður verður einnig sá sami og í RS en hann kemur með 1800 cm3, 20 ventla túrbóvél sem skilar 180 hö. Staðalbúnaður í RS WRC Edition verða hvítar, 10 arma, 17“ ”Spider“ álfelgur og eru þær í stíl við litinn á bílnum. Skoda Octavia RS, sem er framhjóladrifinn, hefur fengið credit hjá gagnrýnendum bílablaða fyrir gott performance og handling og á fyrrum Formula 1 ökumaðurinn John Watson að hafa sagt eftirfarandi eftir reynsluakstur: ”Damned good drive".

Flest eintökin verða seld í Tékklandi en þó er smá smuga að nokkur sérvalin umboð í Evrópu verði látin hafa 1 eintak hvert sem er einhvað sem Skoda aðdáendur á Íslandi ættu að hafa auga með.

Uppsett verð fyrir gripinn mun vera 895.000 Czech Koruna, sem er tékkníski gjaldmiðillinn og reyndist snúið að finna upplýsingar um hversu margar íslenskar krónu það væru.