WRC: Algjörir yfirburður Peugeot Það verður að seigjast eins og er að það er langt síðan undirritaður hefur orðið vitni að öðrum eins yfirburðum hjá einum bílaframleiðanda eins raunin var hjá Peugeot í 3. umferð HM í ralli sem fram fór um helgina á Korsíka. Það má í raun segja að Peugeot hafi þar malbikað yfir hin keppnisliðin enda var niðurstaðan sú að Peugeot bílar röðuðu sér í 3 efstu sætin. Undirrituðum minnir að slíkt hafi ekki gerst sl. 6 ár og þá í Bretlandi ef rétt er munað og það var þá Subaru sem afrekaði það.

Panizzibræðurnir voru í sérflokki eins og gert hafði verið ráð fyrir en þeim þó aðeins ógnað af liðsfélaga sínum Marcus Grönholm þegar tók að rigna á föstudaginn en það stóð þó stutt fyrir. Tommi Makinen hékk þó í Grönholm til að byrja með en hann missit svo bílinn út af þegar það fór að rigna en hann hafði ekki áður ekið Subaru bíl sínum í rigningu.

Nú eftir það var einstefna Peugeot algjör og var topp 3 staðan óbreytt út keppnina eða Panizzi-Grönholm-Burns og skipti engu máli þó að Burns æki eitthvað um með bilaðar bremsur.

Colin McRae beit þó í skjaldarendur á seinasta degi rallsins og sótti á en það sem háir honum helst er að þyndarpunkur Fordsins er nokkuð hár miða við keppinautana og skiptir litlu þó sæti aðstoðarökumanns hans hafi verið lækkað um eina 4 cm svo að Nicky Grist kallinn er hættur að sjá út um framrúðuna. Á 15. og næst síðustu sérleið var McRae búinn að koma sér upp í 4. sæti og hafði mikinn hug á að ná Richard Burns sem var í 3. sæti en þeir félagar hafa löngum eldað saman grátt silfur. Sú atlaga endaði þó með því að McRae missti grip og rann út af veginum vinstra megin og endaði á tré. Tóm óheppni því að gripleysi er ekki mikið vandamál á Korsíku og svo þarf maður víst að leggja talsvert á sig til að finna tré á Korsíku. Höggið var það mikið að McRae sat fastur í bílnum og svo kom ljós að hann er með brotinn litla fingur á vinstri hendi og eitthvað af brákuðum rifbeinum. Samkvæmt fréttum var höggið það mikið að búrið utan um pedalana gekk saman um amk 50% og var McRae í raun heppinn að meiðast ekki meir. Hann var þó ekki í verra ástandi en það að hann var strax farinn að gefa út yfirlýsingar í sambandi við næsta rall þegar hann var rétt lentur á spítalanum.

Næsta rall fer fram á Spáni eftir hálfan mánuð og það er einnig malbiksrall eins og það sem fór fram á Korsíka núna um helgina og er því alveg ljóst að aðrir bílaframleiðendur vera verulega að fara að hysja upp um sig brækurnar ætli þeir ekki að láta Peugeot valta yfir sig aftur.