Colin McRae vs. M. Schumacher Hérna gæti verið ansi athyglisverður atburður í uppsiglingu fyrir mótorsportfólkið.

Málið er það að eftir að Colin McRae, sem ekur fyrir Ford, sigraði í Safarí rallinu í Kenya um sl helgi varð hann þar með sigursælasti WRC ökumaður frá upphafi með því að hafa unnið 25 WRCrallkeppnir. Eldra metið átti Tommi Makinen, sem ekur fyrir Subaru, en það setti hann í fyrstu keppni ársins í Monte Carlo.

Kvöldið eftir sigurinn birti BBC Sport fréttir af því að McRae hefði skorað M. Schumacher á hólm í einskonar “Best of the best” keppni. Fyrirkomulagið yrði einhvern veginn á þann hátt að þeir myndu fyrst keppa á F1 bíl en þar eftir á WRC bíl og svo yrði samanlagður árangur borinn saman og sigurvegari útnefndur. Ef þetta gengi eftir myndi draumur ófárra Breta rætast en margir þeirra hafa viljað sjá McRae undir stýri á F1 bíl, enda besti ökumaður í heimi, amk að þeirra mati.

Lítið heyrðist í Schumacher eftir þetta en hann var spurður út í málið á blaðamannafundi fyrir Magny-Cours kappaksturinn, sem fram fer um næstu helgi. Ekki tók kallinn vel í þessa hugmynd og benti hann McRae á að ræða við Jagúarliðið ef hann hefði áhuga að snúa sér að F1 enda stæðu þeir Ford næstir. Schumacher sagðist eitt sinn hafa haft áhuga á að aka rallýbíl en nú hefði sá áhugi minnkað til muna með árunum enda væri hugmyndin um að þeysa í gegnum skóga á rallýbíl ekki sérlega aðlaðandi enda stórhættulegt athæfi. Hann bætti nú reynda við að hann hefði kannski áhuga á að aka rallíbíl einhvern tíman seinna þegar hann hefði meiri tíma en það yrði þá gert á einhverju öruggu svæði.

Eftir þessi ummæli styrkist maður í þeirri trú um að McRae hefði tekið þessa keppni í nefið…….

BBC Sport hefur tekið saman samanburð á þeim félögum á geta þeir sem hafa áhuga kíkt á hann á heimasíðu BBC Sport sem er
http://news.bbc.co.uk/sport/
Því næst er Motorsport valið og svo svo World Rally.
Greinin sjálf heitir svo “Clash of the titans”

En þetta er reyndar ekki eina athyglisverða fréttin af Colin McRae sem BBC birti á mánudaginn því að BBC Television sagði í umfjöllun sinni um Kenýa rallið að Colin McRae hefði ekið Subaru bifreið sinni til sigur í rallinu……..

Kannski að þarna sé komin lausn við hinni dulafullu gátu um útlit Subaru Impreza MY03 :D