The Fast and The Furious 2 Ef það er hægt að græða á kvikmynd einu sinni þá er um að gera að reyna það aftur. Búið ykkur því undir The Fast and The Furious 2. Þetta eru ekki beint nýjar fréttir því þetta er búið að liggja í loftinu síðan að myndin fór í sýningu sl sumar. Ekki skemmir svo fyrir að myndin hafi verið komin út á slétt fjárhagslega eftir fyrstu sýningarhelgi í USA og stefnir víst í að skila Universal ca 110 milljóna dollurum í hreinum gróða.

Lítið hefur heyrst um mögulegan söguþráð framhaldsins enda mun handritið vera í vinnslu þessi misserin. Reyndar skilst mér að það séu tvö teymi sem séu að skrifa sitthvort handritið og svo eigi að velja það besta úr báðum og steypa saman í eina pottþétta mynd. Þetta er allavegana orðið á götunni þar vestra.

Þeir félagar Paul Walker og Vin Diesel eru báðir taldir öruggir í framhaldið og ekki er loku fyrir það skotið að glæsikvendin Jordana Brewster og Michelle Rodriguez verði einnig með. Stóra spurningin er hinsvegar í kringum söguþráðinn. Það geta flestir viðurkennt að söguþráðurinn í fyrstu myndinni var ekki mjög beisinn enda myndinni kannski ekki beint að einhverju Shakespear markhópi en það skemmir nú ekki fyrir ef maður er ekki búinn að fatta plottið fyrir hlé.

Svona mynd gengur náttulega út á stunt atriðið og nú er talað um að auk bílaeltingaatriða verði bætti við eltingaleikjum á hraðbátum, mótorhjólum og jafnvel þyrlum. Gæti orðið athyglisverður kokteill svo ekki sé meira sagt.

Eflaust verður helmingi meira af notað af NOS og neon ljósum en hvaða bíla vilja menn sjá í The Fast and The Furious 2?. Og nú verður maður aðeins að reyna að hugsa dálítið amerískt og einnig að pæla út hvaða bílar líta vel út yfirkittaðir og í skærum litum ;)

Það er náttulega óhjákvæmilegt að nota slatta af Hondum og Eclipse og fleiru í þeim dúr en alveg mætti skera aðeins niður í Hondaflotanum.
Mætti bæta við eitthvað af 3000GT VR4.
Chevrolet Corvette Coupe og Chevrolet Corvette Z06 mættu alveg sjást.
Subaru Impreza WRX. Um að gera að nota hann nú loksins þegar hann er kominn til USA.
Mazda RX-8 ef hann verður kominn á markað
Nokkrir laglegir Dodge Viperar
Kaninn ætti ekki að vera í vanda með að redda nokkrum Mustang bílum
Og svo náttulega einn djókara. Var það ekki VW Jetta ef ég man rétt.

Þetta er svona smá upptalning í fljótheitum en menn geta svo póstað inn sínum eigin listum.

Gert er ráð fyrir að myndin verði tekin til sýningar sumarið 2003.