Subaru Impreza WRX STi - European Spec Eins og menn hafa eflaust tekið eftir þá var tilkynnt á Bílasýningunni í Frankfurt að sérstök útgáfa af Subaru Impreza WRX STi yrði framleidd fyrir Evrópumarkað. Þetta kom nú reyndar ekkert mjög á óvart en menn höfðu áttu von á Evrópuútgáfu af WRX STi og jafnvel sérstakri USA útgáfu en spurning var bara hvenær hún kæmi á markað. Nú er það komið á hreint og því geta STi aðdáendur í Evrópu tekið gleði sína en hingað til hafa menn orðið að taka svona bíl í gegnum grey import. Mörg Subaru umboðin í Evrópu, og þá sérstaklega í UK, eru ekkert sérstaklega hrifin af þessum grey import bílum og hafa mörg hver neitað að servica þá.

Fyrir þá sem vilja kynna sér búnaðinn í nýja bílnum má td lesa fréttatilkynningu Subaru á www.subaru.co.uk

Bílinn er boðinn í 2 útgáfum, Standard STi og STi Prodrive Style. Eini munurinn er útlitslegur og felst í stórum spoiler, WRC style grilli/framstuðara/þokuljósahlífum, nýjum svuntum að framan og á hliðum og svo er lýsingin í mælaborðinu öðruvísi. Exterior hlutir eru hannaðir af Peter Stevens og enginn munur á performance. Reyndar hefur því verið hvíslað að Prodrive hafa geysilegan áhuga á því að gera Prodrive Style bílinn enn kraftmeiri. Bíllinn kemur á markað í byrjun árs 2002 en verðið á honum verður tilkynnt núna í desember nk.

En hvað eru menn að fá þarna umfram venjulegan WRX fyrir utan útlitsbreytingu?

Í stuttu máli sagt:

Kraftmeiri vél
6 gíra gírkassa
“Suretrac” LSD að framan og aftan
Betri bremsur hannaðar af Brembo
Stærri álfelgur
Betri fjöðrun
Betri innréttingu

Sem sagt allt annan bíl.

En nú er spurningin hvaða útgáfu af Impreza er gáfulegast að kaupa?
Eftir áramót verða eftirfarandi 4 kostir í stöðunni:

WRX
WRX með Prodrive Performance Pack (hér eftir kallaður PPP)
WRX STi Euro
WRX STi grey import(japanska útgáfan)

Kíkjum á muninn á performance.

WRX:
218 hö @ 5600 rpm og torkar 215.4 lb-ft @ 3600 rpm

WRX með PPP:
245 hö @ 5600 rpm og torkar 261.0 lb-ft @ 4000 rpm

WRX STi Euro:
262 hö @ 6000 rpm og torkar 253.0 lb-ft @ 4000 rpm

WRX STi grey import:
280 hö @ 6400 rpm og torkar 275.0 lb-ft @ 4000 rpm

Niðurstaðan er því sú að WRX STi Euro er mun kraftmeiri bíll heldur en WRX en bilið minnkar mikið um leið og PPP er settur í WRX. Hinsvegar er talsverður munur á WRX STi grey import og WRX STi Euro. Og það er einmitt sagt að Prodrive hafi áhuga á að minnka eða eyða þeim mun með sérhönnuðum PPP í WRX STi Euro. Tölurnar miða við WRX STi grey import miðast við japansk bensín en mér skilst að það sé með hærri oktantölu heldur en bensínið hér í Evrópu. WRX STi Euro er einnig hannaður með það að markmiði að standast strangar mengunareglur í Evrópu, svokallaðan Euro3 staðal, og því er hann búinn mjög öflugum hvarfakúti. Það er því nokkuð ljóst að nokkur hestöfl gufa upp í pústkerfinu og því mætti ná betra performance út úr bílnum með nýju pústi

Brembo bremsurnar eru mjög góð viðbót við bílinn en orginal Subaru bremsurnar eru framarlega á listanum yfir vinsælustu breytingar á Impreza. Þó að fréttatilkynningin frá Subaru segi að bíllinn sé búinn 17“ bremsum frá Brembo má ekki taka þá tölu sem stærðina á bremsudisknum. Þetta þýðir einugis að bremsurnar passa við 17” Subaru felgur. Svipuð lýsing hefur verið notuð á eldri Imprezum með 16“ felgum þar sem bremsurnar hafa verið sagðar 16” þó að þvermál bremsudiskanna hafi í raun verið 295 mm.

Það vakti nokkra furðu að bíllinn kemur aðeins á 17“ felgum. Það þótti það sérstaklega skrýtið á Prodrive Style bílnum þar sem UK300 bíllinn, sem Prodrive tók þátt í að hanna, var á 18” felgum. Ástæðan að baki þessu mun vera sú að það er búið að vera ákveðið vandamál með sum af 18“ Pirelli dekkjunum sem UK300 kom á. Því var ákveðið að halda tryggð við 17” felgustærðina.

Á sama tíma á WRX STi Euro var kynntur í Frankfurt var Impreza WRX STi 8 kynntur í Japan og verður hann fáanlegur í 2 útgáfum, Standard og Prodrive Style.

Euro og japanska útgáfan líta nokkurn vegin eins út fyrir utan eftirtöld atriðið sem japanska útgáfan hefur umfram þá evrópsku:

Prodrive Style fær Rally Style loftinntak á þakið
Báðar útgáfur fá afturrúðuþurrku
Báðar útgáfur fá sérstakt strut brace að framan
Báðar útgáfur fá litaðar afturrúður í afturrúður
Báðar útgáfur fá HID ljós (HID = High Intensity Discharge)

Svo er bara spurningin hversu mikið við Evrópubúar þurfum að borga fyrir gripinn en eflaust verður það öfugu megin við 4 milljónirnar hérna á Íslandi.