Þá er ný reglugerð í sambandi við umferðalagabrotasektir komin í gagnið og leiðir hún til að meðaltali 50% hækkunar á sektum. Nú fer að vera ansi dýrt að vera nappaður fyrir of hraðan akstur og kæmi ekki á óvart ef sala á radarvörum tæki kipp næstum vikurnar.

Hérna kemur svo fréttatilkynningin sem hefur verið birt og lesin upp á flestum fjölmiðlum í dag:

Dómsmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um sektir við brotum á umferðarlögum og hækka þær að jafnaði um 50%. Framvegis verður ekki heimilt að ljúka málum vegna ýmissa alvarlegra brota með sektargerð heldur munu þau leiða til ákæru og höfðunar refismáls fyrir dómstólum.

Reglurnar gilda um sektir við brotum á umferðarlögum. Sektarfjárhæðir standa hér eftir annað hvort á heilum eða hálfum tug þúsunda. Svo dæmi sé tekið hækkar sekt fyrir að aka á 150 til 160 kílómetra hraða, á vegi þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund, úr 25.000 í 60.000 krónur.