Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

KITT
KITT Notandi frá fornöld Karlmaður
1.656 stig

Elton John (7 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Reka menn nú upp stór augu og spyrja sig hvað grein um Elton John sé að gera hér innan um bílana. Jú, Elton John hefur nefnilega þá áráttu að safna hlutum og þar eru bílar engin undantekning en Elton safnar einnig sólgleraugum og háhælaskóm. Eitthvað er farið að harðna á dalnum hjá kallinum því að 5. júní nk verður haldið uppboð hjá Cristies í London þar sem boðnir verða upp 20 bílar úr safninu hans Eltons. Bílskúrinn hans Eltons, sem hlýtur að vera mjög stór, inniheldur margann glæsivagninn...

Rally Kýpur - Preview (3 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Rally Kýpur eða Cyprus Rally verður háð um næstu helgi og er þetta 6. umferðin í WRC rallseríunni. Ökumenn og keppnislið hafa lýst sérleiðum þessa rall með einni setningu: Hot, rough and slow test on man and machine. Cyprus Rally er yngsta rallið í WRC seríunni en það var fyrst keyrt árið 1970 og varð fljótlega þekkt sem eitt af fjórum skemmtilegustu röllunum í Evrópukeppninni í rallakstri (European Championship) og var það einkumm þekkt fyrir mjög skilvirkt skipulag ásamt erfiðum sérleiðum....

Nissan Sunny GTi-R (13 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Margir hafa haldið því fram að Nissan Skyline GT-R sé einn besti og skemmtilegasti japanski performance bíllinn sem farið hefur í framleiðslu sl 10-15 ár. Gott gengi hans á japönskum og áströlskum akstursbrautum varð til þess að þarlendir akstursunnendur gáfu honum nickið Godzilla. Hérna kemur smá umfjöllun um son Godzilla, Nissan Sunny GTi-R. Nissan Sunny GTi-R (einnig þekktur sem Nissan Pulsar GTi-R í nokkrum löndum) var fyrst framleiddur árið 1990 og var til að byrja með eingöngu...

Sportbílar uppi á jökli (11 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Dekkjaframleiðandinn Pirelli er búinn að flytja inn nokkra sportbíla til landsins og má þar ma nefna 15 Porsche og Jagúar sportbíla. Ástæðan að baki þessum innflutningi er kynning á vegum Pirelli á nýjustu tegund vetrardekkja frá fyrirtækinu sem fer fram á næstu dögum. Áætlað er að um 400 blaðamenn og dekkjakaupmenn víðsvegar frá Evrópu muni mæta á kynninguna. Svona fyrirtæki kostar nokkur hundruð milljónir og fer þannig fram að ruddar hafa verið sérstakar brautir uppi á Langjökli. Þangað...

Cyprus Rally 2001 (3 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
FIA hefur nú gefið út lista yfir þá keppendur sem munu keppa fyrir hönd bílaframleiðenda í Cyprus Rally 2001 sem fer fram, eins og nafnið bendir til, á Kýpur 1-3 júní nk. Peugeot, Ford og Subaru mæta með 3 bíla eins og venjulega en athygli vekur að Mitsubishi og Hyundai mæta nú með 3 bíla í fyrsta skiptið.3 ökumaður Mitsubishi heitir Katsuhiko Taguchi og er frá Japan en aðstoðarökumaður hans sem heitir Derek Ringer er fyrrum aðstoðarökumaður Colin McRae sem nú ekur fyrir Ford og ætti hann...

Samanburður á nokkrum dekkjategundum. (3 álit)

í Bílar fyrir 23 árum
Í tilefni af endurtekinni dekkjaumræðu hérna þá ákvað ég að taka saman smá pistil út frá grein í Automobile Magazine þar sem bornar voru saman nokkrar dekkjategundir. Prófunin fór fram á Ford Mustang SVT Cobra árgerð 1998 og var orginal dekkjastærð undir þann bíl notuð en það er 245/45ZR17. Prófið var þríþætt. Fyrst voru dekkin prófuð á malbikuðum þjóðvegi utanbæjar og þar var einkum horft á bremsuvegalengd, grip og veghljóð. Næsta próf fór fram innanbæjar á týpísku borgarmalbiki og þar...

Argentíska rallið - Samanteki (5 álit)

í Bílar fyrir 23 árum
Argentíska rallinu, sem er jafnframt 5. umferðin í Heimsmeistarakeppninni í rallakstri (WRC), lauk nú fyrr í kvöld. Úrslitin urðu á þann veg sem að margir gerðu ráð fyrir eftir að hafa fylgst með keppninni um helgina. Colin McRae á Ford varð í fyrsta sæti, Richard Burns á Subaru í öðru sæti og Carloz Sainz á Ford í þriðja sæti. Sigur McRae er honum kærkominn þar sem hann var stigalaus eftir fyrstu 4 keppnir ársins. Árangur Richard Burns hefur einnig verið rýr það sem af er ársins og koma...

Subaru XT (11 álit)

í Bílar fyrir 23 árum
Subaru XT var fyrst settur á markað í febrúar 1985 í USA en í júní sama ári í Japan. Í Japan var hann seldur undir nafninu Subaru Alcyone en Alcyone er nafn á mjög skærri stjörnu í stjörnuklasa sem heitir Subaru á japönsku en Subaru merkið er einmitt samsett úr 6 stjörnum. Subaru Alcyone var hinsvegar seldur á öllum öðrum mörkuðum undir nafninu Subaru XT. Aðalsmerki XT var straumlínulöguð hönnun á yfirbyggingu og átti bíllinn að minna á fuglategundirnar hauk eða örn í útliti. Straumlínulögðu...

Chevrolet Corvette Z06 (13 álit)

í Bílar fyrir 23 árum
Eins og áður hefur komið fram er Chevrolet Corvette Z06 hluti af 5. kynslóð Corvettu sem var kynnt til sögunnar árið 1997. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Z06 nafnið kemur á Corvettu en Z06 útgáfa var boðin sem aukapakki eða factory option á 1963 árgerðinni af Sting Ray. Einungis 199 svoleiðis útgáfur voru seldar og var ástæðan einkum sú að pakkinn hækkaði verðið á bílnum um 58% en grunntýpan kostaði 4257 dollara. Með hönnun á Z06 var ekki einblínt jafn stíft á notkun á kappakstursbraut eins...

Veðmál (6 álit)

í Bílar fyrir 23 árum
Bretar eru þekktir fyrir að veðja á úrslit í öllum mögulegum og ómögulegum íþróttum. Rallakstur er þar engin undantekning og hér eru þær tölur sem eru í boði þessa dagana tengdar WRC keppninni í ralli. Hvaða ökumaður verður heimsmeistari á þessu ári ? Tommi Makinen 14:5 Carloz Sainz 4:1 Richard Burns 5:1 Didier Auriol 7:1 Harri Rovanpera 9:1 Francis Delecour 9:1 Marcus Gronholm 11:1 Hvaða bílaframleiðandi verður heimsmeistari á þessu ári ? Mitsubishi 9:5 Ford 7:2 Peugeot 4:1 Hver vinnur...

Chrysler PT Cruiser Convertible (7 álit)

í Bílar fyrir 23 árum
Einn af bílunum sem vakti hve mesta athygli á Alþjóða Bílasýningunni í New York (New York International Auto Show) sem er haldin núna í aprílmánuði var blæjuútgáfa af Chrysler PT Cruiser sem nefnist hinu frumlega nafni Chrysler PT Cruiser Convertible. En fyrst smá preview um PT Cruiser. Bíllinn er byggður á Neon undirvagni og var hannaður með hliðsjón af svokölluðu “New Beetle/Focus” concepti sem þykir mjög nýmóðins í USA þessa dagana og er einshvers konar back to the future dæmi. Bíllinn er...

Lancia Thesis (2 álit)

í Bílar fyrir 23 árum
Ítalski bílaframleiðandinn Lancia frumsýndi nýjustu afurð sína á bílasýningunn í Genf ef ég man rétt í byrjun febrúar sl. og kallast nýji bíllinn Lancia Thesis. Þessi bíll á að keppa við S-línu Mercedes og 7-línu BMW og er að hluta til byggður á Lancia Dialogos . Bíllinn þykir hafa bæði nútímalegt og klassískt yfirbragð og inniheldur innréttingin ma við, leður og ál í bland við nýjustu græjur. Framendi bílsins þykir sérstakur en hann skartar stóru og áberandi grilli og tígullaga framljósum....

Meira rall (10 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ætla að taka saman smá statistic um 3 bestu ökumenn í WRC rallinu í dag að mínu mati og ætli maður verið ekki að hafa núverandi heimsmeistara með þannig að þeir verða allt í allt 4. Ökumennirnir eru þeir Richard Burns,Colin McRae, Tommy Makinen og Marcus Gronholm. Hérna höfum við því 2 fyrrverandi heimsmeistara, 1 núverandi og svo 1 væntanlegan. Richard Burns Fæddur 17.01.1971 og er frá Bretlandi. Burns hóf rallakstur árið 1988 en keppti í fyrsta skiptið í WRC árið 1990 og var þá á Peugeot....

Smá sögukennsla í WRC (5 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Í tilefni af umræðu á bílakorkinum um “Stöðuna í WRC” finnst mér nú ekki úr vegi að koma með smá sögukennslu í WRC. Fyrst er það spurningin um hvaða bílaframleiðandi hefur verið sigursælastur sl 10 á og þá horfi ég á tímabilið frá 1990 til 2000. Einfaldasta leiðin til að skera úr um það er að mínu mati að telja heimsmeistara titlana sem hver bílaframleiðandi hefur halaði inn á þessu tímabili. Þá kemur eftirfarandi í ljós. Subaru, Lancia og Toyota hafa unnið 3 titla hver en Peugeot og...

Nýr bíll frá Subaru (16 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég veit ekki alveg hvort taka á eftirfarandi fréttum sem tilraun til apríl gabbs en um sl helgi fór að bera á orðrómi um að verið væri að hanna nýjan Subaru Coupe og er ég amk 2x búinn að fá senda lýsingu á þessum bíl í tölvupósti. Samkvæmt þessum fréttum er Subaru að klára að hanna nýjan Subaru Coupe og á hann að fá nafnið Pulsar. Þessi bíll byggir að grunni til á Impreza undirvagni, margfrægu Subaru 4WD og 2000 cm3 vél en dýrasta útgáfan á að koma með 3000 cm3 twin turbo vél sem er sama...

Hvað segir bíllinn þinn um þig? (20 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Rakst á ansi skemmtilega síðu sem bar yfirskriftina “What your car says about you”. Tók þau comment út sem gætu passað við íslenska bílaeign Acura Integra- I have always wanted to own the Buick of sports cars Audi 90- I enjoy putting out engine fires Chevrolet Camaro- I enjoy beating up people Chevrolet Corvette- I'm in a mid-life crisis Ford Mustang- I slow down to 85 in school zones Honda Civic- I have just graduated and have no credit Honda Accord- I lack any originality and am basically...

Plymouth Prowler (20 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Plymouth Prowler er aðeins annar hugmyndabíll sem DaimlerChrysler hefur kynnt undan ár sem hefur náð að fara í framleiðslu tiltölulega lítið breyttur frá því þegar hann var fyrst kynntur til sögunnar. Hinn bíllinn er að sjálfsögðu Dodge Viper. Chrysler kynnti þennan bíl sem fyrsta verksmiðjuframleidda Hot Rod bílinn og er sagt að hann hafi upphaflega verið hannaður fyrir markhópinn “Kvenkyns kvikmyndastjörnur sem vilja blæjubíl”. Ekki voru allir Kanar sáttir við að Chrysler væri að kalla bíl...

Bílgreinasambandið (9 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Nú er nýbúið að taka í notkun stórsniðuga nýjung á heimasíðu Bílgreinasambandsins. Nú geta menn reiknað út verðið á bílnum sínum með því að slá inn gerð, árgerð og ekna kílómetra og þá fæst út hið margfræga og oft á tíðum geysilága (þegar umboðið ætlar að taka bílinn uppí) viðmiðunarverð bílaumboðanna. Hér er búið að samtengja gagnagrunna bílaumboðanna og eiga allar tegundir að vera þarna inni. Gallinn er hinsvegar sá að það er ekkert tillit tekið til aukabúnaðar sem er oft mjög loðið og...

Mitsubishi 3000GT (34 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Í tilefni umræðu um MMC 3000GT hér á bílakorkinum væri nú ekki úr vegi að rifja upp nokkrar staðreyndir í sambandi við þennan bíl sem sumir elska en aðrir hata. 3000GT var fyrst kynntur til sögunnar árið 1991 og var hann samvinnuverkefni Mitsubishi og Chrysler en Chrysler seldi þennan svipaða útgáfu af bílnum undir nafninu Stealth. 3000GT átti að vera framlag Mitsubishi í svokallaðan lúxussportbílaflokk en þar voru fyrir bílar eins og Acura NSX, Chevrolet Corvette, Mazda RX-7, Nissan 300ZX...

Fjórða umferð HM í ralli (2 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
4. umferð HM í ralli fer fram um næstu helgi og verða fyrstu bílar ræstir af stað á föstudaginn en keppni lýkur svo á sunnudag. Hún fer fram á Catalunya á Spáni. Staðan eftir 3 fyrstu keppnir ársins er eftirfarandi. MARLBORO MITSUBISHI RALLIART er í fyrst sæti eftir 3 umferðir með 33 stig. MITSUBISHI mætir með lítið breyta bíla frá Portúgal en þar lenti Freddy Loix í því að gírkassinn í bílnum hans bilaði og var það rakið til drullu sem hafði einhversstaðar troðið sér inn. FORD MOTOR COMPANY...

Aukahlutir og breytingar á Subaru Impreza WRX (8 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Margt hefur verið ritað og rætt um nýju Imprezuna og ekki eru allir sáttir við nýja lookið á henni. Sagt hefur verið að Subaru hafi ekki stórar áhyggjur af því hvað mönnum finnst um lookið á bílnum því að kaupendur Impreza Turbo (nú WRX) séu ekki beint að sækjast eftir flottu looki heldur aðallega þeim tæplega 220 hestöflum sem séu undir húddinu á bílnum. En eitt er víst að aukahlutafyrirtæki kætast því að menn láta ekki spoileraleysi og kringlótt/sporöskjulaga ljós hindra sig í kaupum á...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok