Hann Pétur Blöndal er þó nokkuð sérstakur karakter. Fyrir honum er ekki til neitt sem heitir skemmtun, nema þá helst að telja peninga. Hans hugsun er þessi: ,,Ef þú ferð ekki í bíó í kvöld, áttu þúsundkall á morgun.“” Satt og rétt. Samkvæmt þessu þá ætti maður helst ekki að eyða peningum í neitt annað en brýnustu nauðsynjar svo sem dósamat og strigapoka til að gera sér föt úr. Það væri vel hægt að lifa þannig. Snæða fyrsta flokks Heinz gular baunir úr dós og skera ónýta hjólbarða í sundur og...