Hæj, ég er 14 ára,mamma mín er 34 ára,pabbi minn er 38 ára, næst elsta systir mín 10 ára, næst yngsta systir mín 1 og 1 1/2 árs og eitt á leiðinni!
Okey þegar að ég fékk systur mína sem er 10 ára þá fannst mér ég orðin ýkta stór, ég man enn eftir tilfinninguni, en þegar að systir mín sem að er 1 og 1/2 árs fæddist var ég ekkert spes ánægð, því að hin fór svo mikið í taugarnar á mér, en hún vandist fljótt! Núna fyrir rúmri viku þá tilkynntu mamma og pabbi mér að það væri enn eitt barnið á leiðinni, þau voru ekkert búin að koma spes fram við mig áður en að ég frétti þetta ég meina ég þurfti að passa systir mína og keppa, þau komu einu sinni ekki að horfa á (sjá fyrri grein) svo að þetta fór rosalega í taugarnar á mér, ég meina ég reyndi að segja mömmu að það væri kominn tími á að stoppa þessar barnseignir, núna er hún búin að vera ófrísk í 2 mánuði og 7 mánuðir eftir sem betur fer, en eini gallinn er hún vill ekki fara í fóstureyðingu því að henni finnst það vera jafn allvarlegt og að drepa mann í allvörunni, svo er það eflaust orðið alltof seint, ég og Tinna (1 og 1/2 árs) erum báðar fyrirburar, Tinna er allveg 2 mánuðum fyrir tímann en ég 3 vikum, samt er allt í lagi með okkur, en ég meina að taka 4 áhættuna á heilbrygðu barni!
Okey ég veit ekkert hvort að ég hugsi þetta eitthvað út í hött en allavega þá er ég náttúrulega að hugsa þetta út frá reiðri systir, ég hef ekki hugmynd um hvort þetta sé strákur eða stelpa, en amma heldur að þetta séu tvíburar, en ég vona ekki,fffffffff! Hvernig haldið þið að mér líði að sitja uppi með systir mína sípassandi og þurfa að vita að það sé eitt annað á leiðinni! Ég meina besta vinkona mín hún er yngs´t, ég öfunda hana geðveikt! Hún segist öfunda mig að eiga lítil systkini,ég meina það er einu sinni ekki gaman! Ég myndi helst vilja rífa kúluna af mömmu minni, þótt hún sé pínuponsu lítil bara útaf því hvað ég er reið!

Sorry stafsetningavillurnar ég er bara svo reið og síðan getur fólk ekki hætt að tala um þetta pirrandi barn eða fótur!

Hvað á ég að gera?
-Það er ljótt fólk sem heldur fram að fegurðin komi innan frá