Það er mikið hægt að deila um hvaða bardagaíþrótt virki best í slagsmálum. Sumir segja Mhai Thai, aðrir Karate og enn aðrir Jiu-Jitsu og sumir jafnvel Tae Kwon Do og margt annað. Muah Thai virkar vel með þessi ruddalegu hnéspörk og olbogaskot, Karate svona all-around með varnir spörk og högg og Tae Kwon Do getur virkað vel úr löngu færi ef maður nær föstum spörkum. En það sem ég held að virki langbest eru bardagalistir eins og Jiu-jitsu, þar sem í raunini er fókúserað á allt. Högg, spörk, throws og lásar og gífurlega nákvæm tækni sem tekur mörg ár að ná vel. Það eru margir sem telja Judo, Tae Kwon Do, box og svoleiðis íþróttir virka best því að það er mikið barist við aðrar manneskjur í því og reynir það á viðbrögð og lærir maður betur að berjast við hreifandi hlut enn púða. En hvað ætlar Tae Kwon Do maður að gera þegar Jiu-Jitsu maðurinn fer í návígi? Ég æfði TKD í meira en 2 ár og það voru aldrei kennd nein brögð í návígi, 90% af æfingunum voru spörk 10% högg (mjög asnaleg hálf gagnlaus högg í fáránlegri stöðu). Í Jiu-jitsu er það kannski 25% spörk, 25% högg, 25% lásar og 25% throws eða eitthvað álíka. TKD maðurinn myndi kannski ná einu-tvem spörkum í Jiu-Jitsu mannin en svo myndi hann bara fara inní hann og taka hann í hip-throw eða og síðan lás eða eitthvað og færi létt með það þar sem TKD er nánast gangslaust í návígi. Og sama með Boxarann þó svo hann gæti kannski hamrað nokkrum sinnum í JJ manninn þá eru svo margar varnir og Counters sem verja gegn höggum að hann væri farinn í jörðina áður en hann vissi að. En ef Aikido maður færi á móti jiu-Jitsu manni? Hvað myndi þá gerast? Nú hef ég ekkert vit á Aikido en ég veit að það er mikið um lása og soldið ruddaleg og sársaukafull brögð þannig ég get ekki sagt til um hvernig það færi.

Komið endilega með ykkar álit á þessum málum þá getum við kannski skapað skemmtilega umræðu um þetta.