Það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur verið kærulaust í umferðinni.
Ég var að fara inn í hringtorg í gær, var að fara frá norðri til suðurs og var komin inn í það þegar að kona kom frá hægri og ætlaði að fara inn í hringtogið.
Nema hvað hún hægir ekkert á sér og svo virðist sem hún fatti ekki að hún á ekki réttinn, því að ég er komin inní hringtorgið, hún hægir á sér, en ekkert meira en það þ.a. ég gef bara í til að sleppa við árekstur
Vinkona mín sat við hliða á mér og var búin að búa sig undir árekstur. Þetta var svo tæpt.
EN hérna kemur það sem að mér finnst mest að (því að maður hefur svo sem lennt í þessu áður)
bílstjórinn í hinum bílnum var að þvælast með hund í fanginu og var það svona meðalstór hundur sem að stakk hausnum upp á milli handa hennar þar sem að hun hélt um stýrið!!! Er það furða að hun hafi keyrt eins og hún gerði??
Fólk er að gera furðulegustu hluti þegar að það á að vera að keyra!
Hafið þið lennt í einhverju svona?
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making