Nú hef ég verið að lesa greinar hérna sem koma nálægt kárahnúka og allar fjalla þær um það hve mikla náttúruauðlind við séum að missa og hrekja í burtu varplendi gæsa og nú hafi hreindýrin enga staði til að vera á. Þetta er náttúrulega bara almúga-sefjun eins og Jón Gnarr orðar það svo vél.

Sjaldan eða aldrei hefur verið fjallað um góður hliðarnar á þessu máli. Eins og flestir vita eru mjög slæm atvinnuskylirðí á austurlandinu eða mestallri landsbyggðinni. Þó sérstaklega á aust- og vesturlandi. Þetta álver mun bæta atvinnuþrónun á byggðunum í kringum reyðarfjörð s.s. Fáskrúðsfjörð, eskifjörð, neskaupstað og fleirum. Ekki bara með atvinnunni sem mun skapast við byggingu virkjunar og álvers og áframhaldandi vinnu með framleiðslu ál í álverinu held með aukinni þjónustu sem mun myndast með aukinni íbúatölu.

Það er alveg órtrúlegt hvað er búið að ljúga og rugla í fólki. Ég las grein áðann þar sem var verið að segja að þessi framkvæmd mundi kosta 200milljarða og muni þeim bara verið kastað á glæ og ekki koma að neinu gangi. Eftir minni besti vitneskju (og leyðréttið mig ef ég hef vitlaust fyrir mér) þá mun þessi framkvæmd kosta 90milljarða og eru 1% að virkjunin muni ekki borga sig. Þá spyr ég, þarf hún að borga sig? Það er mikill miskilningur að þessi virkjana framkvæmd sé til að borg asig. Það er bráðnauðsynlegt að gera eitthvað í sambandi við versandi atvinnu veg á austurlandinu.

Það er ótrúlegt hvað fólk heldur að allur gæsastofninn eins og hann leggur sig á Íslandi mundi deyja út og hafa víðræn áhrif á stofninn í Skotlandi og um allann heim. Þetta er tekið af www.karahnjukar.is

“Umhverfisráðuneytið segir að ekki standist sú fullyrðing Lloyd Austin, framkvæmdastjóra Konunglega breska fuglaverndarfélagsins í Skotlandi, að Kárahnjúkavirkjun muni hafa áhrif á eina af hverjum 7 heiðagæsum sem koma til Skotlands standist ekki. Austin var hér á landi í vikunni og fjallaði í fjölmiðlaviðtölum um meint áhrif Kárahnjúkavirkjunar á heiðagæsina.

Í yfirlýsingu umhverfisráðuneytis segir að heildarstofn heiðargæsar sé að mati Náttúrufræðistofnunar um 225.000 gæsir að hausti. Þessi tala sé byggð á talningum í Skotlandi. Yfir 90% varpstofns er á Íslandi en flestar geldgæsir fara um Ísland til Grænlands og eru þar yfir sumarið.

Varpstofn heiðagæsar er að mati Náttúrufræðistofnunar 40.000 pör samkvæmt nýjustu gögnum vísindamanna stofnunarinnar. Um 2.200 heiðagæsapör verpi á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar, þ.e. á Snæfellsöræfum. Af þessu leiði að Kárahnjúkavirkjun muni hugsanlega hafa áhrif á eina gæs af hverjum 100 sé litið til heildarstofns en á eina gæs af hverjum 18 sé horft til varpstofnsins sérstaklega.”

Svo fóru nú 2 ungar stúlkur að sunnan alveg með það um daginn í svæðisútvarpinu (greinilega að mamma þeirra hefur heilaþvoð þær með þessu kárahnjúka máli) Þær sögðu að mamma einnar hafði sagt henni að þær gætu ekki farið að austuröræfum að dást að náttúrufegurðinni vegna þess að rafstöðin af kárahnúkavirkjunum mundi vera með svo mikinn hávaða… Smá komment: Rafstöðin er 30km í burtu frá kárahnjúkavirkjuninni sjálfri og hún er grafin inní fjall! þú mundir ekki heyra í henni í 100metra fjarlægð.

Mikið er búið að tala um það hvað þetta muni menga mikið. Fólk heldur bara að allur reyðarfjörðurinn muni leggjast undir 1 mengunarskýar hulu, allur hreinsunarbúnaður mun vera af bestu gerð og er alltsaman vökvahreinsað áður en það fer út. Það er mun betra heldur en að lofthreinsa. Þess má geta að álverið-grundartanga er með lofthreynsibúnað.

Talað er um þennslu í samfélaginu og þennslu í gjaldreyinum. Samkvæmt yfirlýsingu Samtaka Atvinnulífsins er svo ekki rétt, muni þetta ekki hafa áhrif. Þetta mun hinsvegar koma meira af erlendum gjaldreyri í ríkiskassann og getum við þá byrjað að borga eitthvað af þessum gífurlegu erlendu skuldum okkar.

Svo spyr ég nú bara? hefur einhver farið þangað? fannst ykkkur þetta alveg gífurlega fallegt og gætir aldrey ímyndað þér að missa þetta?