Heyrði einhver yfirlýsingu Péturs Blöndal og co. Um daginnn?…hmmmm. Allavega þá voru þeir að alhæfa um það að það að segja að fátækt á Íslandi væri móðgun við fátækt um allan heim, þar sem allir fátæklingar á Íslandi væru rónar eða fólk sem kynni ekki að fara með peninga. Og svo sögðu þeir að ef við bærum okkur saman við Afríku, þa sæjum við að fátækt hér á landi er engin miðað við þeirra, þar sem enginn deyr úr hungri hér á landi.
Þetta finnst mér görsamlega út í hött, þ.e. að koma með þá staðhæfingu að ALLIR fátæklingar séu annaðhvort rónar eða vitleysingjar…hvað með öryrkja og fólk sem er veikt o.s.f, er það kannski ekki til?. Og að segja ð við eigum ekki við fátækt að stríða vegna þess að fólk er ekki deyjandi á götunni…segir það ekki ýmislegt um það hvenær sjálfstæðismenn líta á eytthvað sem vandamál? ,, þegar fólk fer að deyja á götunni er komið vandamál ( ekki alvöru tilvitnun hér )”….er þetta fólkið sem við sitjum uppi í stjórn, og þótt svo að þeir séu ekki alslæmir, þá er þetta nú frekar fáránlegt.
Í framhaldi af þessu þá fannst þeim afar ósanngjarnt að þeir sem vinna meira en aðrir, og hafa hærri laun þyrftu að borga skatta til að framfleyta fátæku fólki( miðað við skattaálagið hér á landi ætti fátækt kannski ekki að vera það stórt vesen ) og það að skattatekjur borga skólagöngu barna. Þeim finnst að það ætti að koma á svona ,,every-man-for-himself” kerfi á, þar sem maður þyrfti að borga allt sjálfur, og að ríkið myndi ekki styrkja neitt( þ.á.m heilsugæslu ) og allir þyrftu að vinna sér inn pening fyrir öllu, grunnskólagöngu fyrir krakkana o.s.f.
Þetta myndi auðvitað bara gera illt verra fyrir fátækt fólk, og sérstaklega börnin þeirra, þar sem þau ættu enga möguleika á að fá skólagönguna borgaða.

Allavega, mig langar til að sjá einhver viðbrögð hérna og gaman væri að sjá hvað hugurum finnst hér á deiglunni, því að fátækt er til, og hún er vandamál sem þarf að laga þótt svo að fólk sé ekki deyjandi úr hungri.