Það eru ekki allir sem vita að Bandaríkjamenn ástamt bandamönnum sínum Bretum og frökkum gerðu innrás í Rússland eftir fall Tzarsins og Boshevikar fóru að breiða út byltinguna. Þetta var aðallega gert til að verja miklar hernaðarbyrgðir sem voru ætlaðar Rússum í baráttuni við Þjóðverja, en Bolshevikar sömdu frið við þá 1918 og vildu bandamenn ekki að menn Leníns næðu þessum birgðum. Þess ber að geta að þetta var sérlega mikilvægt þar sem ekki var útséð hverjir myndu vinna Bolsar eða Hvítliðar, stuðningsmenn gömlu stjórnarháttanna.

Fyrst settu Bandaríkjamenn 55.000 manna lið á land í hafnarborginni Archangelsk sem er nokkurnveginn beint norður af Moskvu, en þessar hesveitir voru setta undir stjórn Breta sem voru með enn fleiri hermenn á svæðinu. Svo illa vildi til að lítið var eftir af þessum birgðum sem átti að vernda svo Bretar fengu Kanana þá í lið með sér að berjast við byltingarmennina í kring. Wilson forseti Bandaríkjanna vildi ekki blanda sér of mikið í stjórnmál Rússa og vildi fá mennina heim, en það reyndist ekki gerlegt vegna þess að öll skip frusu í höfninni. En þeir urðu fyrir litlu sem engu mannfalli þrátt fyrir erfiðan vetur og komust heim með skipum vorið 1919.

Kyrrahafsmegin í Rússlandi við Vladivostok settu Bandaríkjamenn 10.000 hermenn í land sem áttu að vera undir stjórn Japana, eins furðulega og það hljómar nú, en foringi þeirra Graves hershöfðingi harðneitaði því. Þarna drógust Kanarnir líka inn í átök við byltingarmenn, aðallega við að verja járnbrautarleiðir við Vladivostok svæðið. Í verstu skjærunum féllu 25 Bandaríkjamenn og fleiri særðust. 1 Apríl 1920 fóru Bandaríkjamenn alfarið frá Rússlandi með her sinn væntanlega búnir að fá sig sadda af því sem virtust óendaleg átök í “Gamla heiminum”.