Var að frétta í dag eftir ekkert svo voða áreiðanlegu heimildum,
að það væri til umfjöllunar hjá ráðuneytinu? að banna innflutning og ræktun á Dobermann og Rottweiler.
Langaði að vita hvort einhver hér viti betur.
En ef þetta er satt, er þá ekki kominn tími til að banna aðrar tegundir?
Og það á stundum verri bitvarga enn þessa tvo??
Á alltaf að þurfa að koma með bönn við öllu sem fólk, (sem þekkir rétta aðila) þolir ekki að einhver annar á. Eða hræðist.
Hræðsla!
Er það kanski nóg að t.d. ég fari niður í ráðuneyti og segi þeim að ég sé dauðhræddur við einhverja hundategund, (sem ég er alls ekki) og krefst þess að hún verði bönnuð????
Ég er alls ekki sáttur við að það sé farin þessi leið bara af því að einhverjum út í bæ er illa við þessa hunda.
Það verður fundið upp á því að gera eitthvað á móti.
T.d er fullt mögulegt að kæra úrskurð. Og það er hægt að láta málið ganga alla leið upp í Mannréttindadómstólinn.
Þeir verða að vera með andskoti góð rök fyrir banninu, ef af verður.
Mér finnst það ástæðulaust að fara út í boð og bönn með þessi mál.
Við erum ekki með svo voða margar hundategundir hér á landi.
Eigum við ekki frekar að lifa í sátt og samlyndi með þá sem við höfum.
Leyfum allavega eigendum og ræktendum þessara hunda að sanna sig.
Og þá ræktendum mest, með að þessir hundar hafni ekki í höndunum á misyndismönnum.
En, eftir allt þetta röfl núna, er einhver sem hefur heyrt af þessu???