Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Cloud Atlas - Larger Than Life (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 11 árum, 4 mánuðum
Það er ekki beint hægt að koma með staðreynd þegar kemur að skoðunum á kvikmyndum en ég efast um að það séu margir sem mundu neita því að Cloud Atlas er ein metnaðarfyllsta mynd sem hefur komið út í mörg, mörg ár, og eftir því sem les meira um þessa mynd, því sterkari verður sú skoðun. Allt sem gerist á skjánum er sýnt góða umhyggju, en þegar maður fer líta á hluti eins og hvernig myndin er sett upp, hversu rosalega fjölbreytileg hún er,  að hún er byggð á bók sem var talin af mörgum vera...

Hrafnhildur (2012) (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 11 árum, 7 mánuðum
Þegar kemur að réttindum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks þá hefur það síðastnefnda alltaf verið nokkrum skrefum á eftir, sama hvar í heiminum maður er staddur, og Ísland er því miður ekki undantekning. Ástæður geta verið margar þó ég væri sjálfur ekki hissa ef stærsta ástæðan væri ekkert annað heldur en fáfræði, að fólk veit ekki mikið um transfólk og hversu þungt það er fyrir einstakling að fæðast í röngum líkama. Sjálfur get ég lítið ímyndað mér hvernig þessi tilfinning er en...

Hálfsárslisti (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 11 árum, 8 mánuðum
  Þá er hálft ár liðið og verð ég að játa að 2012 hefur verið stórgott á þeim tíma. Þrátt fyrir að ég hef ekki séð neina mynd sem ég get kallað meistaraverk (þó ein sé ekki það langt frá því) þá hafa komið fullt af frábærum myndum, þó slöppu myndirnar séu aldrei langt undan. Á þessu ári hafa þegar komið myndir frá góðum leikstjórum á borið við Joss Whedon, Wes Anderson, Gary Ross, Andrew  Stanton, Ridley Scott, Tim Burton og hafa þar að auki nýir látið sjá sig. Og síðan eiga eftir að koma...

The Avengers (19 álit)

í Kvikmyndir fyrir 11 árum, 10 mánuðum
Það er ekki hægt að neita því að The Avengers er tímamótamynd, sama hvað manni finnst um myndina. Fimm upphitunarmyndir með mismunandi karakterum, einhver eftirvæntasta myndasögumynd sem hefur komið út og inniheldur fullt af gæðaleikurum. Jafnvel þótt þessi mynd hefði verið algjört rusl hefði ég samt sem áður virt þessa seríu fyrir það sem hún reyndi. En sem betur fer er myndin eins langt frá því að valda vonbrigðum og hægt er að hugsa sér. Myndirnar sem voru uppbyggingin fyrir þessa voru...

Bestu kvikmyndir ársins (19 álit)

í Kvikmyndir fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Annað kvikmyndár er liðið og verðlaunasýningar eru í fullum gangi núna. Þrátt fyrir að mér fannst árið ekki vera neitt sérstakt (þrjár myndir frá 2010 voru betri en allt frá þessu ári að mínu mati) þá var mikið af fínum og mjög góðum myndum – svo mikið að mér líður illa hversu lágar á listanum sumar af þessum myndum eru. Ég sá mikið af myndir frá 2011 + myndir frá 2010 sem fengu ekki heimsútgáfu fyrr en ári seinna (ein mynd komst á listann, ein önnur í topp 25). Ég sá hins vegar ekki allar...

The Adventures Of Tintin: Secret Of The Unicorn (13 álit)

í Kvikmyndir fyrir 12 árum, 4 mánuðum
Ég efast um að það hafi oft komið mynd með eins mikið af öflugu fólki á bak við myndavélina og The Adventures Of Tintin. Ekki nóg með það að Steven Spielberg sé að leikstýra myndinni, heldur framleiðir hann myndina með Peter Jackson (sem leikstýrði/framleiddi The Lord Of The Rings þríleiknum), myndin er skrifuð af Edgar Wright (Shaun Of The Dead, Hot Fuzz, Scott Pilgrim vs. The World), Joe Cornish (Attack The Block) og Steven Moffat (Sherlock, Doctor Who), inniheldur tónlist eftir John...

Harry Potter And The Deathly Hallows: Part II; Gagnrýni (65 álit)

í Harry Potter fyrir 12 árum, 8 mánuðum
Þessi gagnrýni og kveðja á stóran hluta æsku minnar inniheldur spoilera en ég reyni að hafa sem fæsta. Ég biðst afsökunar á stafsetninga og málfræðivillum. Harry Potter and the Deathly Hallows: Part II Eftir 14 ár er Harry Potter loksins opinberlega búið, eða að minnsta kosti þangað til reboot af myndunum kemur, hvenær sem það verður. Harry Potter er eitt það stærsta sem tengir mig við æsku mínu og núna loksins er ég að kveðja þetta, 21 árs gamall og verið aðdáðandi síðan ég var um 9-10 ára...

Spuni án nafn (5 álit)

í Harry Potter fyrir 12 árum, 8 mánuðum
Svona þar sem Harry Potter er að klárast þá gerði ég spuna í tilnefni þess. Þetta er framhald af fyrsta spunanum mínum One Last Time sem gerðist fljótlega eftir lokabardaga síðustu bókarinnar. Þessi gerist nokkrum mánuðum síðar. Ég afsaka stafsetninga/málfræðivillur. —– Four months have passed. All of the people who had passed at the Battle at Hogwarts have been buried. Harry met Andromeda Tonks at her daughter’s funeral and arranged to meet her and his godson, Ted, twice a week. He felt bad...

Bestu animation-myndir; síðasti hluti (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 12 árum, 9 mánuðum
Hér fyrir neðan eru 10 uppáhalds animation-myndir mínar. Njótið. 10: The Secret Of NIMH (1982); leikstýrð af Don Bluth Músin Mrs. Brisby leitar hjálpar frá rottum til að færa heimili hennar frá enginu, því sláttutíminn er að fara að byrja og yngsti sonur hennar er með lungnabólgu og má ekki fara út. Fyrsta og langbesta myndin sem Don Bluth gerði og er orðin hræðilega gleymd. Myndin er fáranlega áhugaverð með pælingum sínum um þróun, með karakterunum sínum og útliti. Karakterarnir eru margir...

Bestu animation-myndir; 2. hluti (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 12 árum, 10 mánuðum
Hér eru 30.-11. bestu animation-myndir sem ég hef séð. Njótið. 30: Wallace & Gromit: The Curse Of The Wererabbit Wallace og hundurinn hans, Gromit, leita að upptökum skemmdarverka sem hafa byrjað í bænum þeirra nokkrum dögum fyrir árlegu grænmetiskeppni bæjarins. Myndin hefur æðislega notkun á claymation og handritið er bæði þétt og hnyttið. Húmorinn er líka góður, enda mjög fjölbreytilegur. Eins og margir aðrir karakterar á þessum lista er Gromit skemmtilegur mute karakter og flestir...

Bestu animation-myndir; 1. hluti (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 12 árum, 10 mánuðum
Ég elska animation. Ég mundi kalla þetta eitthvað annað á íslensku ef ég hefði rétta orðið fyrir það, vegna þess að teiknimyndir eru einungis ein gerð af animation. Ég elska hversu skapandi myndir geta verið, hversu mikil vinna fer í þær, hversu skemmtilegar þær geta verið og þeir sem segja að þær séu bara fyrir börn þurfa að sjá nokkrar vel valdar myndir. Það eru auðvitað svartir sauðar hér og þar og mikið sem er meira ætlað börnum en af því sem ég hef séð, þá eru ekki margar myndir sem ég...

Stjórnendur kynna: Bestu myndir ársins - sabbath (73 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 2 mánuðum
Þá er 2010 loksins búið og hef ég aldrei horft á jafnmargar myndir og á þessu ári, og þá ekki eingöngu myndir sem komu út á þessu ári, heldur líka slatta af must-see myndum, nostalgia-myndum og byrjaði um sumarið að taka Disney-maraþon sem ég kláraði í desember (og ef einhver hefur áhuga á hvað ég hef að segja um þær 50 myndir, er hægt að sjá það hér) Árið byrjaði reyndar ekkert rosalega vel. Eingöngu 4 myndir af 10 bestu myndum ársins komu út fyrir júlí (og komu tvær af þeim ekki nærri því...

Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1 (79 álit)

í Harry Potter fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Að segja hvaða Harry Potter mynd er best er alveg eins og að segja hvaða Harry Potter bók er best. Þetta er algjörlega einstaklingsbundið og ekkert af þessu stendur einkennilega upp úr (eins og t.d. lokakafli Peter Jackson’s Lord of the Rings: Return of the King). Að mínu mati hefur mér alltaf fundist fyrstu tvær myndirnar verið bestar, enda þær myndir sem einkennast langmest af fantasíu. Eftir því sem nær dregur hafa myndirnar fókuserað meira á karakterana heldur en heiminn sjálfan, sem er...

Upphitun fyrir 7. myndina - síðari hluti (12 álit)

í Harry Potter fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Fyrir neðan kemur mín skoðun á fjórðu og fimmtu myndunum: Goblet of Fire, leikstýrð af Mike Newell og Order of the Phoenix, leikstýrð af David Yates. Goblet of Fire Aukaleikararnir Brendan Gleeson: Ég sá Mad-Eye alltaf fyrir mér leikinn af Danny DeVito en Brendan var samt mjög góður. Hann var alltaf kjarninn í atriðinum sem hann var í, enda talaði hann rosalega hratt og hátt, sem passar reyndar þar sem þetta var í raun ekki hann. Robert Pattinson/Cedric Diggory Ég hef nú aldrei verið mikill...

Upphitun fyrir 7. myndina - Fyrri hluti (7 álit)

í Harry Potter fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Svo að þetta áhugamál komist á smá skrið og líka til að hita mig upp fyrir næsta mynd, ákvað ég að taka Harry Potter mynda-maraþon. Ég geri tvær greinar til að tala um myndirnar og gá hvað öðrum finnst um myndirnar. Fyrir neðan skrifaði um fyrstu þrjár myndirnar: Philosopher’s Stone og Chamber of Secrets, leikstýrðar af Chris Columbus og Prisoner of Azkaban, leikstýrð af Alfonso Cuarón. Philosopher’s Stone og Chamber of Secrets Ég man ennþá eftir hversu spenntur ég var að sjá myndina í bíói...

Sabbath kynnir - Bestu myndir áratugarins (124 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Ég veit að ég er soldið seinn að koma með lista yfir bestu myndir áratugarins, en það voru nokkrar myndir sem ég mig langaði að sjá, eða sjá aftur, áður en ég mundi gera listann. Og nú ætti ég að vera kominn með minn lista yfir bestu myndir 1. áratugs 21. aldarinnar. Þar sem ég átti erfitt með að ákveða bara 10 myndir á þennan lista ákvað ég að vera með topp 16 lista. Það eru samt margar myndir sem ég hef misst af svo ekki fara að væla ef einhver ákveðin mynd er ekki á listanum, eða á honum....

Plötugagnrýni: Alice In Chains - Black Gives Way To Blue (19 álit)

í Rokk fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Núna mun ég taka í gegn nýjustu plötu grunge-hljómsveitarinnar Alice In Chains, Black Gives Way To Blue. Ég hafði lítið hlustað á Alice In Chains enda er ég ekki mikill grunge maður. Hafði oft heyrt Them Bones og fannst það alveg vera mjög gott, og líka sérstakt að takturinn er nær allt lagið 7/4. Hljómsveitin byrjaði þegar fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar, Layne Staley, bað gítarleikarann, Jerry Cantrell, að byrja í fönkbandi sem hann var í. Cantrell samþykkti með þeirri skilyrðingu...

Batman gagnrýni, 3. hluti: Christopther Nolan (45 álit)

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Þá er komin að síðasta hlutanum af Batman gagnrýninni minni og mun ég taka 2 nýjustu myndirnar: Batman Begins og The Dark Knight, báðar leikstýrðar af Christopher Nolan. Ég er nokkuð viss um að margir séu ósammála mér með ákveðna hluti en ég ætla að minni ykkur á að þetta er mitt álit og virða það. Batman Begins Leikstjóri Christopther Nolan Saga/Handrit Bob Kane David S. Goyer og Christopher Nolan Aðalhlutverk Christian Bale, Michael Cane, Liam Neeson, Katie Holmes og Gary Oldman Söguþráður...

Plötugagnrýni: Muse - The Resistance (130 álit)

í Rokk fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Núna mun ég taka nýjustu plötu Muse sem kom út í miðjan september á þessu ári sem ber nafnið The Resistance. Þetta er fyrsta platan sem ég kaupi með þeim en mér fannst þeir ekki vera mjög skemmtilegir fyrir nokkrum árum, aðalega vegna þess að mér fannst háa röddin hjá söngvaranum vera pínleg og góð vinkona mín bókstaflega elskaði þá og ég hef næstum alltaf haldið mér frá því sem 15 ára stelpur elska, þó það komi stundum fyrir að það er þess virði að skoða. Muse er gott dæmi en ég fór að fíla...

Batman gagnrýni, 2. hluti: Joel Schumacher (26 álit)

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Nú mun ég taka í gegn Batman-myndirnar sem Joel Schumacher gerði, Batman Forever og Batman & Robin. Fyrir þá sem geta vælt út í hvað sem er og finnast þessar myndir vera frábærar mæli ég með að hætta að lesa hér. Vil minnast á að allar skoðanir eru mitt álit og ég ofnota orðið villain. Batman Forever Leikstjóri Joel Schumacher Saga/Handrit Bob Kane, Lee Batchler, Janet Scott Batchler og Akiva Goldsman Aðalhlutverk Val Kilmer, Chris O’Donnel, Jim Carrey, Tommy Lee Jones og Nicole Kidman...

Plötugagnrýni: The Mars Volta - Amputechture (18 álit)

í Rokk fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Undanfarin tvö ár hef ég heyrt mikið um The Mars Volta þó ég kynnti mér þá ekki. Ég keypti síðan í sumar plötuna Amputechture og hef hlustað ágætlega á hana síðan þá, enda er þetta ekki plata sem nægir að hlusta nokkrum sinnum í gegn. The Mars Volta var stofnuð 2001 af gítarleikaranum Onar Rodriguez-Lopez og söngvaranum Cedric Bixler-Zavala í Texas. Bandið hét upprunalega De Facto og var Rodriguez-Lopez upprunalega á bassa og Bixler-Zavala á trommur, Isaiah Owens var á hljómborð og Jeremy...

Batman gagnrýni, 1. hluti: Tim Burton (25 álit)

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Er ekki kominn tími á gagnrýni sem er ekki eftir NoriGrjot? Ég tók Batman-maraþon og horfði á 6 nýjustu Batman-myndirnar (fyrir utan teiknimyndirnar) og ákvað að taka smá gagnrýni á þeim. Í þessari grein tek ég myndirnar sem voru leikstýrðar af Tim Burton: Batman og Batman Returns Ef það er tekið vel í þetta mun ég líka gera myndirnar sem voru leikstýrðar af Joel Schumacher og Christpher Nolan. Vil minnast á að allar skoðanir eru mitt álit og ég ofnota orðið villain. Batman ('89) Leikstjóri...

Nýr stjórnandi á /dyr (5 álit)

í Gæludýr fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Daginn. Ég hef verið ákveðinn til að endurvekja þetta ágæta dauða áhugamál, svo það væri frábært ef fólk væri eitthvað duglegt að vinna í því með mér. Ef þið hafið eitthvað að auglýsa tengt dýrm, sendið mér þá PM og ég set það í kubbinn “Auglýsingar” og mun halda því í allavega 2 vikur. Ef það sem þið eruð að auglýsa hefur þar að auki undiráhugamál er líka fínt að auglýsa þar. Komið með skemmtileg myndbönd og ég mun setja þau inná “Dýravideo” (bið samt bara um youtube myndbönd). Svo ætla ég...

Leveling Trick(FF-XII) (6 álit)

í Final Fantasy fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Eitt af því sem mér fannst mest pirrandi við FF-XII var hvað það tók verulega langan tíma að levela sig upp, og eftir því sem maður fór hærra fór það að meira pirrandi. Hérna fyrir neðan er samt mín leið til að geta levelað sig á fljótan hátt. Áður en hægt er að gera eitthvað í þessu þarf smá undirbúning: Þú þarft að vera búinn með “The Mine Flayer” huntið þar sem maður berst við Mindflayer í Henne Mines, eða búinn með öll hunt frá Jahara(er ekki alveg viss hvort er rétt) Þú þarft að hafa að...

Plötugagnrýni: AFI - Decemberunderground (10 álit)

í Rokk fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Ákvað að fara aðra leið núna og gagnrýna hljómsveit sem spilar hljómsveit sem höfðar lítið til mín. Að þessu sinni mun ég gagnrýna nýjustu plötu alternative/post hard-core hljómsveitarinnar AFI, sem ber nafnið Decemberunderground. AFI var stofnuð árið 1991 í California og byrjuðu sem Hard-core punk band og kom fyrsta platan þeirra, Answer That and Stay Fashionable, árið 1995, en með árunum fóru áhrifin að vera meiri frá punk rock og alternative rock, og fékk platan á undan...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok