Upphitun fyrir 7. myndina - síðari hluti Fyrir neðan kemur mín skoðun á fjórðu og fimmtu myndunum: Goblet of Fire, leikstýrð af Mike Newell og Order of the Phoenix, leikstýrð af David Yates.


Goblet of Fire

Aukaleikararnir
Brendan Gleeson: Ég sá Mad-Eye alltaf fyrir mér leikinn af Danny DeVito en Brendan var samt mjög góður. Hann var alltaf kjarninn í atriðinum sem hann var í, enda talaði hann rosalega hratt og hátt, sem passar reyndar þar sem þetta var í raun ekki hann.

Robert Pattinson/Cedric Diggory
Ég hef nú aldrei verið mikill aðdáðandi hans en þetta er það langbesta sem ég hef séð með honum (þó það sé nú ekki mikið hrós). Það var gaman að sjá hann aftur sem ánægðan ungling sem hægt er að líka við og hefur eitthvern lit í andlitinu sínu.

David Tennant/Barty Crouch Jr.
Hann sökkaði, það var engann veginn hægt að taka hann alvarlega. Hvernig hann hljómaði, lét og tungukipparnir hans var hlægilegt frekar en óhugnalegt. Að mínu mati það versta sem hefur komið í Harry Potter myndunum.

Allir aukaleikararnir sem höfðu komið áður stóðu fyrir sínu, fyrir utan Michael Gambon sem Dumbledore. Af hverju var látið hann vera reiðan eða pirraðan nær alla myndina? Hef aldrei fattað það.

Flest-aðrir nýjir aukaleikarar stóðu fyrir sínu þrátt fyrir að sum voru engann veginn eins og þeim var lýst; Viktor Krum, Rita Skeeter, Barty Crouch eldri (fannst einhverjum öðrum hann vera líkur Hitler?)


Þrautirnar
Ég var ánægður að þrautirnar tóku góðann tíma af myndinni, sérstaklega önnur og þriðja. Spennan þegar þær voru í gangi var mjög vel gerð, og þetta er áreiðanlega í fyrsta skipti sem mér finnst stór breyting frá bókinni vera betri (þ.e.a.s. þriðja þrautin). Fyrsta þrautin var ekki slæm, en hefði frekar viljað sjá Quidditch-leikinn og látið þrautina standa í svona 1-2 mín.


Jólaballið
Af öllum atriðum í myndinni fannst mér þetta vera mest pirrandi. Ég var aldrei fyrir það að það var skipt danshljómsveit fyrir eina hallærislegustu rokkhljómsveit sem ég hef séð (þó hljómborðs/sekkjapípuleikarinn var svalur), tók eftir nær engri breytingu á útliti Hermione (og það var mjög mikið sett á það í myndinni sjálfri) og grátatriðið hennar var lélegt. Og á meðan ég er að tala um það, sömuleiðis voru grátatriðið hans Harry og Amos léleg.


Húmor
Það var góður húmor í þessari mynd, sá besti á eftir Half-blood Prince. Ron átti auðvitað stóran hlut í að láta mann hlægja, hvort sem hann var að máta dansfötin sín eða að reyna að útskýra drekanna fyrir Harry.


Annað
Eins og alltaf er útlitið flott (og sumir staðir færðir til, mig minnir t.d. kofinn hans Hagrid).
Þrátt fyrir lengd bókarinnar var ekki það miklu sleppt, það leit frekar út fyrir að vera minnkað (samtöl við Sirius, Quidditch-leikurinn, paranoja Karkaroff, Rita Skeeter). En frá deginum sem ég sá þessa mynd hef ég alltaf verið mjög pirraður yfir að Bill og Charlie komust ekki í myndina.
Eina atriðið í myndinni sem tók sinn tíma og var tilgangslaust (minnir mig) var þegar útlensku nemendurnir voru að sýna listir sínar fyrir nemendur Hogwarts. Þjónaði mjög litlum tilgangi (og af hverju voru þeir kynjaskiptir?).

Ég var bæði mjög ánægður en á sama tíma pirraður yfir þessari mynd. Að mínu mati er hún miðlungsmynd sem er smávegis betri en þriðja.



Order of the Phoenix



Breytingar frá bókinni
Ég gef David Yates gott hrós fyrir að breytingarnar úr bókunum tveimur sem hann hefur leikstýrt virðast virka. Hann breytti hvernig Umbridge var, hann breytti útlitinu á Vitsugunum og andlitinu í eldinum (bæði betra núna að mínu mati), breytti miklu sem kemur að DA, sleppti miklu en myndin svaraði samt flestum spurningunum. Eina vandamálið sem ég sá var að hann gaf sér ekki nógu mikinn tíma fyrir sum atriði og þannig fannst mér myndin vera of hröð, og þetta er frekar stór vandi við myndina. En áhugavert að hann náði að kremja u.m.b. 750 bls. bók í 130 mínútur.

Immelda Staunton/Umbridge
Hún lýtur ekki það mikið eins og henni var lýst og það eru breytingar á hvernig hún er, en ég er ennþá að hugsa hvor útgáfuna af Umbridge mér finnst betri. Á meðan bókin hefur miklu meiri leiðindi gagnvart Trelawney, Harry og Hagrid og reiði, þá hefur myndin miklu fleiri reglur, refsar nemendum DA og mest annað sem bókin hafði. Það er erfitt að hata ekki báðar útgáfunnar.

Útlitið
Skotin yfir Hogwarts eru ótrúlega flott en það er lítið annað sem ég get sagt um Hogwarts, það kom lítið nýtt þar. Hins vegar var allt ráðuneytið flott, allt frá innganginum að leyndarmálastofnuninni. Hroðagerði 12 var ekkert til að tala um.

Lokabardaginn
Besti hluti myndarinnar, mjög vel gerður og ekki eins hraður og mörg önnur atriði myndarinnar. Eina sem ég get kvartað yfir er leiðslan á milli sprota Voldemort og Dumbledore í byrjun einvígs þeirra (of líkt 4. myndinni) og að bæði meðlimir OotP og dráparanir gátu flogið/svifið. Annars var þetta skemmtilegt og senan þegar Voldemort brýtur flest glerin á innganinum er með því epískasta sem ég hef séð úr myndunum.

Leikurinn
Ralph Fiennes sem Voldemort var miklu betri hér heldur en í 4. myndinni og sömuleiðis Michael Gambon. Evanna Lynch náði Lunu vel, utan við sig, róleg og talandi um fáranlega hluti og Helena Bonham Carter var myrk og óhugnaleg sem Bellatrix. Bæði Matthew Lewis (Neville) og Bonnie Wright (Ginny) fengu að gera meira í þessari mynd sem ég var ánægður með og flestir aðrir stóðu sig vel, fyrir utan Harry að hluta til. Það vantaði reiðina í karakterinn sem kom mikið fram í bókinni og sambandið á milli hans og Cho hefði mátt vera betra.


Ég hef lítið annað að segja um þessa mynd. Þegar hún kom fyrst út varð ég fyrir vonbrigðum (enda er bókin mín uppáhalds úr seríunni) en eftir því sem hefur liðið, sérstaklega þegar maður skoðar hversu lélegt ár 2007 var fyrir framhaldsmyndir (T.d. Shrek 3, Pirates of the Caribbean 3, Ocean’s 13, Rush Hour 3, Spiderman 3, Saw IV) þá var hún fín.



Ég mun ekki taka 6. þar sem ég er þegar búinn að skrifa um hana sjá hér, en hún hefur ekkert lækkað í áliti hjá mér. Vel leikstýrð, best leikna myndin (Gambon verður loksins fínn) og eins og 5. þá breytir hún hlutum en lætur þá virka mjög vel.

Ég afsaka stafsetninga- og málfræðivillur og takk fyrir.

-sabbath

PS: Ég setti þessa mynd þar sem Umbridge og Nurse Ratchet (úr One Flew Over the Cuckoo's Nest) eru helvíti líkar.