Batman gagnrýni, 2. hluti: Joel Schumacher Nú mun ég taka í gegn Batman-myndirnar sem Joel Schumacher gerði, Batman Forever og Batman & Robin.
Fyrir þá sem geta vælt út í hvað sem er og finnast þessar myndir vera frábærar mæli ég með að hætta að lesa hér.
Vil minnast á að allar skoðanir eru mitt álit og ég ofnota orðið villain.


Batman Forever

Leikstjóri
Joel Schumacher

Saga/Handrit
Bob Kane, Lee Batchler, Janet Scott Batchler og Akiva Goldsman

Aðalhlutverk
Val Kilmer, Chris O’Donnel, Jim Carrey, Tommy Lee Jones og Nicole Kidman

Söguþráður
Í þessari mynd eru tveir villainar.
Harvey Dent (Tommy Lee Jones) eða Two-Face kemur aftur í þessari mynd en er núna orðinn Two-Face, en hann fékk útlitið eftir að glæpamaður hendir sýru á helminginn af andlitinu hans í réttarhöldum. Hann telur að Batman séu orsökin að þessu og leitar hefndar að honum
Edward (Jim Carrey) er vísindamaður sem vinnur fyrir Bruce sem hefur fundið upp tæki sem geislar sjónvarpi beint í heila manns, en Bruce hafnar að vinna meira með það. Edward uppgötvar síðar að hann getur notað tækið til að sjúga greindarvísina úr þeim, sem lætur hann verða gáfaðri en á sama tíma verður hann geðbilaðri. Hann gerist glæpamaður með nafnið The Riddler og gengur í liðs við Two-Face.
Robin (Chris O’Donnel) er kynntur í þessari mynd en Two-Face drap fjölskyldu hans til að reyna að fá Batman til að segja hver hann væri. Bruce tekur hann heim til sín og Dick Grayson (Robin) uppgötvar fljótlega að Bruce er Batman og vill ganga í liðs við hann, en Bruce er verulega tregur út í það.
Önnur “love interest” kemur í þessari mynd að nafni Chase Meridan (Nicole Kidman) sem er nýkomin til Gotham. Hún hittir Bruce bæði sem hann og Batman og veit ekki hvor hún sé hrifin af, enda veit hún ekkert hver Batman er.

Gagnrýni
Eftir Batman Returns var ákveðið að næsta mynd mundi vera meira “mainstream” en hinar. Og út af því var næstum því öllu skipt út, Tim Burton leikstýrði myndinni ekki, Michael Keaton lék ekki Batman, þemi gömlu myndanna var farinn, tónlist Danny Elfman var farin, svarti húmorinn var farinn. Í staðinn kom mynd sem var leikstýrt að Joel Schumacher, Batman leikinn af Val Kilmer, tónlist eftir Elliot Goldenthal, sett Jim Carrey í myndina (en á þeim tíma var hann í sínum bestu myndum að mínu mati) og komin húmor og þema sem var miklu meira fyrir börn. Því miður var það ekki góð hugmynd enda er þessi mynd alls ekki það góð.

Byrjum á Batman/Bruce. Val Kilmer er að mínu mati sá versti. Hann er ekki áhugaverður sem Bruce (hvað var málið með að láta hann hafa gleraugu), en er samt skárri sem Batman. Val Kilmer er samt alls ekki slæmur leikari, bara ekki hlutverk sem passar fyrir hann (Hann átti til dæmis Jim Morrison í The Doors). En það sem virkilega lætur hann vera sá versti er að hann eyðileggur brosið sem Keaton gerði svo vel í fyrri myndunum. Bókstaflega hræðilegt.
Nicole Kidman leikur vel í myndinni er karakterinn hennar er pirrandi. Byrjar á því verða hrifin af Batman en ekki Bruce, en þegar hann kemur sem Batman að henni naktri segir hún að hún vilji Bruce frekar (sem lætur Kilmer kom með “brosið”). Og með öðrum atriðum í myndinni hefði mér fundist vera betra að hafa hana ekki í myndinni.

Þótt sagan hans Robin er áreiðanlega það besta við þessa mynd, finnst mér Chris O’Donnel væla soldið mikið. Þetta er þrátt fyrir það augljóslega bæting á leik síðan ’66 þáttaröðin með Adam West (Fötin í byrjunaratriði Robin er áreiðanlega tribute til þáttana) og sambandið milli hans og Two-Face sé fín (þó hún minnir mig allt of mikið á fyrstu myndina með Joker og Batman). Þetta stoppar samt ekki hversu hataður Robin er.

Ég held að enginn fari að segja að Two-Face sé betri villaininn í þessari mynd, enda er Two-Face ekki það góður í myndinni. Ekki nóg með það að hann hefur minnstu baksögu í sögu Batman myndanna, þá er líka eitthvað sem er óáhugavert við hann (kannski það að allt sem hann gerir og planar hefur að gera með peninginn sinn, fötin hans, útlitið hans, eða að mér finnst hann haga sér of mikið eins og Jack Nicholson í Batman). Þegar Riddler kemur síðan fellur hann algjörlega í skuggan á honum.

Jim Carrey er senuþjófurinn, enda er öll athyglin að honum þegar hann kemur fram. Ég hef lítið að segja um baksögu hans, hún er allavega betri en Two-Face, þótt Burton-myndirnar höfðu miklu betri. Þótt hann sé fínn er tvennt sem fer algjörlega í taugarnar á mér:

1: Jim Carrey sem Riddler. Ég á mjög erfitt að aðskilja Jim Carrey frá Riddler. Það er auðvitað augljóst að hann var í þessari mynd vegna aðra mynda sem hann hafði gert á þessum tíma (Dumb and Dumber, The Mask og Ace Ventura), og væri ég ekki hissa að Joel Schumacher bað hann bara um að vera hann sjálfur. Hann segir það meira að segja sjálfur í myndinni hveru Jim Carrey hann er (“Was that over the top? I can never tell”).

2: Útlitið hans. Þegar Riddler kom fram í fyrsta sinn var hann með fullkomið útlit, fyrir utan hárið hans, sem var hræðilegt. Næstu fötin hans er í svipuðum lit og útliti fyrir utan að þetta er ágætlega þröngur samfestingur, fannst hann ekki það góður. Hann kemur í einhverjum búning siðan sem ég man ekkert eftir. Í endanum kemur hann svo í búning sem er svo glansandi að Haffi Haff getur sagt að hann sé hommalegur,
Þrátt fyrir þetta var ég sáttur með Riddler.

Það er þrennt í viðbót sem ég vil bæta við.
Ég vil líka bæta við að skotin að rassinum og bringunni (sem hafa geirvörtur) af Batman var hræðilegt.

Tónlistin í myndinni er ekki nærri því eins góð og í fyrri myndunum en er fín, þótt hún æpi aðeins of mikið á mann.

Ég hef margskonar álit á myndum og eru þær allar venjulegar eins og t.d. hræðileg, góð, frábær, meistaraverk, í lagi, sérstök, frumleg o.s.frv. Þetta er áreiðanlega eina myndin í heiminum sem fyrsta álit mitt á henni sé grænt, enda er nánast ekkert atriði án þess að eitthvað sé grænt. Og eftir því sem lengur kemur á myndina verður það meira. Og þetta er bara einn hlutur af mörgum breytingum frá Burton myndunum hvernig Gotham var útlitslega séð, bókstaflega hræðilegt.

Myndin í heild var í lagi, en ekkert til að vera stoltur af.

5/10



Batman & Robin

Leikstjóri
Joel Schumacher

Saga/Handrit
Bob Kane og Akiva Goldsman

Aðalhlutverk
Arnold Schwarzenegger, Chris O’Donnel, George Clooney, Uma Thurman og Alicia Silverstone

Söguþráður
Í þessari eru líka tveir villainar. Fyrst er það Mr. Freeze (Arnold Schwarzenegger) sem stelur demöntum fyrir búninginn sinn og áætlar að halda Gotham gíslingu svo hann fær nógu mikinn pening til að halda áfram rannsóknum sínum við veikindi sem konan hans er með. Næst er það Poison Ivy (Uma Thurman), en hún breyttist í hana eftir að hafa verið ýtt í ýmiskonar eiturefni og getur kallað fram plöntur, getur komið með lykt sem lætur folk vera hrifin af henni og drepur hvern þann sem hún kyssir.
Spenna byrjar á milli Bruce/Batman (George Clooney) og Dick/Robin (Chris O’Donnel) en Robin telur að Batman treystir honum ekki nógu mikið og líður eins og hann sé bara sidekick.
Frænka Albert (Michael Gough), Barbara (Alicia Silverstone) kemur í heimsókn á meðan Albert verður veikari og veikari. Hún kemst að því að Bruce og Dick séu Batman og Robin og frændi hennnar hefur þegar gert búning fyrir hana svo hún getur farið að hjálpa þeim sem Batgirl.

Gagnrýni
Þessi mynd er af mörgum talið veru sú alversta, og ég er sammála þeim, enda finnst mér þessi mynd vera hræðileg. Batman Forever fór skrefi til baka varðandi myrka sögu og alvarleika, en þessi tekur það langt skref að hún er meira goofy en 60’s þættirnir og það er bara kjánalegt.
Ég skal lýsa fyrir ykkur kjánalegasta atriðinu fyrir þá sem ekki hafa séð þessa mynd:
Mr. Freeze er í bækistöðu sinni (sem lítur út eins og höfuð á snjákarl) í bláum, köldum slopp og ísbjarnainniskóm að láta undirmenn sína (sem eru eskimóar að sleikja stóra ísklaka) syngja “I’m mister White Christmas. I’m mister Snow” á meðan hann reykir vindil. Þarf ég virkilega að tala meira um myndina?

Ef maður lítur bara á baksögu og hluta af áætlanir Mr. Freeze, þá gæti hann hafa verið áhugaverður villain, og mér er sama að hann hefur austurískan hreim. En vegna þessa hræðilega línur sem hann hefur og hvernig hann er í heildina, er eyðilagt þennan villain. Næstum því allar línurnar sem hann hefur tengjast ís, frost, kalt eða eitthvað þannig og ég er ekki að ýkja (Þetta er eingöngu hluti af því).
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=SRH-Ywpz1_I

Alicia Silverstone og Chris O’Donnel gera lítið til að skilja eftir áhrif, sérstaklega Chris sem gerir ekkert annað en væla alla þessa mynd, eða glápa á Poison Ivy.

George Clooney sem Batman/Bruce var skárri en Val Kilmer. Og sem Bruce var hann nokkuð góður (hann á einu kærustuna sem tekur meira en nokkrar vikur að uppgötva að hann sé Batman), en eins og næstum allt í myndinni, þá sökkar hann sem Batman, enginn alvarleiki á bakvið hann.

Af öllum leikurunum í þessari mynd held ég að Uma Thurman skammist sín mest. Hún fékk tilnefningu að Óskarsverðlauna þremur árum áður, og svo Razzie-tilnefningu fyrir þessa. Ég er ekki hissa, enda leikur hún hræðilega í þessari mynd.

Jeep Swenson sem Bane (fylgismaður Poison Ivy) hefði getað verið góður, en í staðinn er hann kjánalegur, hann gerir næstum ekkert annað en að væla og líta út eins og mexíkanskur glímumaður á massífum sterum.

Þetta er mynd sem á ekki að vera hægt að taka alvarlega, og það er hræðilegt fyrir Batman-mynd. Gotham lítur hálfvitalega út, allt of mikið af söguþráðum og næstum ekkert unnið úr þeim, hún tekur skrefi lengra í kjánalegheitum en 60’s þættirnir, maður fær þrefaldan skammt af nærmyndum af rössum og geirvörtum frá Batman Forever, hasaratriðin eru hálfvitaleg, hún hefur sögulega vitleysu (“What killed the dinasaurs? The Ice Age!”) og það er reynt að koma með tilfinningar í þessari mynd en vegna þess hversu hálfvitaleg hún er þá er erfitt að trúa þeim.

Þessi mynd er svo slæm að Joel Schumacher hefur beðist afsökunar á henni.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=r6epsGrcuTs

Ég tók eina helgi að horfa á þessar tvær myndir og Twilight, og hefur mér sjaldan liðið eins illa um helgi.

2,5/10

Það sem Joel Schumacher myndirnar hefur umfram hinar myndirnar: Ehh…hmm…öhm…teh…hún hefur Robin.

sabbath