Bestu animation-myndir; 1. hluti Ég elska animation. Ég mundi kalla þetta eitthvað annað á íslensku ef ég hefði rétta orðið fyrir það, vegna þess að teiknimyndir eru einungis ein gerð af animation. Ég elska hversu skapandi myndir geta verið, hversu mikil vinna fer í þær, hversu skemmtilegar þær geta verið og þeir sem segja að þær séu bara fyrir börn þurfa að sjá nokkrar vel valdar myndir. Það eru auðvitað svartir sauðar hér og þar og mikið sem er meira ætlað börnum en af því sem ég hef séð, þá eru ekki margar myndir sem ég get kallað leiðinlegar. Ég hef undanfarið verið að taka maraþon á þessum myndum í atvinnuleysinu og núna loksins get ég komið með nógu góðan lista. Og þar sem ég vildi ekki skilja mikið af þessum myndum útundan, þá eru hér 50 bestu animation myndir sem ég hef séð.

Ég vil samt biðjast afsökunar á hversu nýlegar margar af myndirnar eru. Flestar þeirra koma frá síðustu fjórum áratugum (þ.e.a.s. ef áratugir byrja á 0), en þeir áratugar hafa verið frekar góðir og sömuleiðis er miklu auðveldara að finna myndir sem eru yngri. Það kemur samt að minnsta kosti ein mynd frá hverjum áratugi síðan þann 4. Þar að auki er auðvitað gefið að sum fyrirtæki hafa fleiri myndir á þessum lista heldur en aðrar, bæði vegna fjölda mynda og hversu góðar myndirnar eru frá þeim (Pixar, Disney, Ghibli, o.s.frv.).

Ég hef einungis tvær reglur fyrir að mynd geti komist á listann minn: Hún þarf að vera lengri en klukkutími að lengd (þannig að stuttmyndir komast ekki hingað) og ef hún er blanda af animation og live-action, þarf hún að vera skráð á Internet Movie Database sem animation, svo myndir eins og Pink Floyd: The Wall (sem hefði komist hátt á listann) kemst því miður ekki.
Út af því hversu langur þessi listi er, ákvað ég að skipta honum í þrennt. Hér eru 50.-31. bestu animation-myndir sem ég hef séð.


50: Yellow Submarine
Gerð er árás á Pepperland af Blue Meanies sem hata tónlist. Einn af íbúum Pepperland, Fred, leitar hjálpar og fær The Beatles til að fara með sér á gula kafbátnum sínum.
Ein súrasta kvikmynd sem ég hef séð. Farið er á milli staða og er hver og einn þeirra fullur af súru, afbrigðilegu útliti en það er einmitt það sem gerir myndina svo eftirminnilega. Auk þess hefur myndin frábæra tónlist (sem er auðvitað samin af The Beatles), random súran húmor og er ótrúlega litrík í útliti sínu.

PS: Hvað finnst fólki um það sé verið að endurgera myndina?


49: Heavy Metal
Gljáandi hnöttur drepur föður stelpu og sýnir henni síðan hvað áhrif hann hefur haft á líf fólks hvar sem er, hvenær sem er.
Heavy Metal er svipuð Yellow Submarine að vissu leyti. Hún hefur hreyfimyndagerð sem hefur ekki elst vel, súran húmor og æðislegt tónlistarval. Það sem lætur Heavy Metal vera betri er að nokkrir hlutar úr henni eru miklu áhugaverðari (t.d. var Film-noir fílingurinn í Harry Canion drullugóður) og illmennið er mjög gott. Þessi hnöttur finnur ekki tilgang í neinu nema morðum, eyðileggingum og fokka í fólki eins og sést vel í myndinni. Heavy Metal er samt engan veginn fyrir alla, engan veginn.


48: An American Tail
Músafjölskylda flýr Rússland til að búa í Bandaríkjunum en sonurinn, Fievel, týnist á leiðinni og endar inn í miðjum áætlunum um að losna við ketti á svæðinu sem hann endar á.
Myndin er á tímabili kjánaleg og inniheldur að minnsta kosti eitt lag sem var hræðilega illa sungið (og var samt tilnefnt til Óskars) en hún er mest allan tímann bæði alvarleg og þunglyndisleg. Fievel missir oft rétt af fjölskyldu sinni og hvert skipti sem hann fær von um að hafa fundið þau er henni fleygt strax í burtu. Ég væri ekki hissa ef þunglyndistíðni hjá börnum hafi hækkað eftir að þessi mynd kom út. En þetta er það sem ég fíla við hana. Alvarleg, þung og aldrei langt í spennuna á milli músanna og kattanna.


47: Snoopy Come Home
Hundurinn Snoppy fer að heiman til að hitta fyrrverandi eiganda sinn sem er veik og er í vafa hvort hann ætti að flytja aftur til hennar eða vera ennþá hjá Charlie Brown.
Raddleikurinn er frekar bland í Snoopy Come Home en sjarmurinn sem einkennir Peanuts seríuna er í hápunkti þarna, sérstaklega í tónlistaratriðunum, sem eru reyndar tilgangslaus, en mjög grípandi á sama tíma. Eins og An American Tail er þessi mynd ekki alltaf með létt andrúmsloft. Það er haldið kveðjupartý í myndinni sem er frekar óþægilegt að horfa á því enginn hættir að grenja og Charlie syngur síðan strax á eftir hvernig honum líður. Samt sem áður er sjarminn nógu góður til að ég get sagt að þetta er 47. besta animation mynd sem ég hef séð.


46: The Aristocats/Lion King
Ég get ekki ákveðið hvor af þessum myndum var betri og þar sem ég vildi ekki taka tvær neðstu myndirnar af listanum, ákvað ég að leyfa þessum tveimur að deila sæti (það er annað sæti sem gerir það líka).

The Aristocats:
Þrír kettlingar og móðir þeirra villast úti í sveit eftir að þjónn eiganda þeirra rænir þeim svo hann verði gerður að aðalerfingja hennar.
Að mínu mati er The Aristocats besta myndin frá Disney í næstum því 50 ár, en mér fannst tímabilið milli gullaldarinnar (1937 - 1942) og endurkomunar (1989 – 1999) ekki vera neitt sérstakt. En það sem ég elska við þessa mynd er að næstum allir karakterarnir skilja eitthvað eftirminnilegt eftir sig, hún hefur frábæra tónlist, fína rómantík og eitt ógleymanlegasta atriði sem ég hef séð í animation, Everybody Wants To Be A Cat. Verst er að illmennið, Edgar, er með þeim heimskustu frá Disney, sem eru oftast mjög góðir þegar kemur að illmennum.

Lion King:
Ungur ljónsungi heldur að hann sé sökin á því að faðir hans dó og flýr frá heimili sínu og örlögum að verða konungur.
Ég veit að ég á eftir að fá eitthvað væl fyrir að hafa þessa mynd svona lágt á listanum, en hey, ég hafði allavega myndina á listanum. Hún hefur vel skrifaða karaktera, góðan húmor (þó hann hefur áhrif á hversu gott dramað er) og eina best sömdu tónlist sem ég hef séð í kvikmynd, punktur. Og já, Elton John lögin eru flest mjög góð.


45: Brave Little Toaster
Brauðrist, rafmagnsteppi, ryksuga, lampi og útvarp fara frá sveitinni til borgarinnar til að leita að eiganda sínum sem þau hafa ekki séð í mörg ár.
Mér líkaði vel við þessa karaktera sem eru í þessari mynd, þó þeir fá ekki allir þróun eða mikla dýpt. Ég vildi sjá þá koma heim til eiganda síns og ég hafði gaman af því að sjá hverju þeir lentu í á leiðinni, sem var bæði skemmtilegt og frekar ógnvekjandi. Myndin flæðir líka mjög vel. Og með 80’s lög undir er ekki hægt að segja nei við þessari mynd.


44: The Land Before Time
Fimm risaeðluungar ferðast um jörðina í von um betra heimili á meðan þeir syrgja missi við fjölskydur sínar og lifa af grameðluárásir.
Af þessum fimm karakterum eru aðeins tveir sem fá bæði vel settan karakter og þróun, en fyrir mynd sem er aðeins einn klukkutími að lengd gat ég ekki beðið um meira. The Land Before Time er leikstýrð af þeim sama og gerði An American Tail, Don Bluth, og hans lógík við teiknimyndir var að börn gætu þolað hvað sem er í sambandi við þunglyndi og alvarleika svo fremi sem allt endar vel. Og það sést í þessari mynd, ég held að ég hafi aldrei séð sorglegt atriði koma eins fljótt í animation og það er aldrei langt á milli hitting við grameðluna. Því miður náði þessi formúla hjá honum ekki að haldast lengi, því þegar kom á 10. áratuginn fóru myndirnar hans að vera kjánalegri, minna alvarlegri og formúlukenndari. Hann á samt sem áður tvær myndir sem hafa fullkominn alvarleika (eða eru þær fleiri?)

PS: Þessi mynd hlýtur að hafa met fyrir flest framhöld af animation mynd, eða 12 framhöld.


43: Tenkû no shiro Rapyuta (Laputa, The Castle In The Sky)
Ung stelpa með galdrastein og strákur sem hún kynnist hefja ferð til að leita að goðsagnakenndri fljótandi höll á meðan þau eru á flótta undir flugræningum og hermönnum sem leitast líka að henni.
Hayao Miyazaki á án efa langbesta feril í teiknimyndum sem ég hef séð. Sú versta er líklegast Ponyo og ég gat samt sem áður haft gaman af henni.
Ég ákvað að hafa Laputa, The Castle In The Sky neðarlega því ég hef bara haft tíma til að sjá Disney-dubbaða útgáfuna af myndinni, sem var, í besta falli, meðalgóð. Myndin hefur samt sem áður drulluflottar flugsenur (eins og nær allar myndir frá Miyazaki), skemmtilega karaktera (ég elskaði flugræningjana, þetta var eins og japönsk útgáfa af Bjarnabófunum/Beagle Boys) og áreiðanlega illsta illmenni frá Studio Ghibli, sem hefur ekki stærra motivation heldur en vald.


42: Pafekuto Buru (Perfect Blue)
Poppstjarna ákveður að breyta ímynd sinni og byrjar í leiklist. Á endanum fer hún að vera hrellt af brjáluðum aðdáðanda, fólk í kringum hana er myrt og hún fer að missa tökin á því hvað er raunverulegt og hvað ekki.
Ég hafði aldrei heyrt um þessa mynd fyrr en ég fór að heyra að hún eigi marga hluti sameiginlega við Black Swan (sem er ein af mínum uppáhalds myndum). Og á meðan myndirnar eru líkar með þemur á borð við hvað er raunverulegt og hvað ekki, og gefa sig allan fram fyrir listina, þá fannst mér myndirnar ekki vera það líkar. Allavega;
Ég held að þessi mynd sýnir verstu martröð stjörnu, brjálaður aðdáðandi sem vill að hún breytist ekkert og gerir hvað sem er til að halda því þannig. Það kemur líka oft fyrir að maður veit nákvæmlega ekkert hvort það sem er að gerast sé raunverulegt eða ekki. Spennan verður betri eftir því sem líður á myndina og hún hefur eitt besta tvist sem ég hef séð í animation (en það er ekki beint hrós því þeir eru fáir).

PS: Perfect Blue hefur óþægilegustu “leikna” nauðgunarsenu sem ég hef séð.


41: Ghost In The Shell 2: Innocence
Batô, 2032. Vélmennalögreglur eru fengnar til að rannsaka mál um kynlífsvélmenni sem drepa eiganda sinna.
Þessi mynd bókstaflega kaffærir sér í pælingar um lífið, eiginlega svo mikið að ég klóra mér ennþá í hausnum yfir nokkrum atriðum. Pælingarnar, útlitið, andrúmsloftið og hasarinn er samt frábært til enda, þrátt fyrir smá langdregni á köflum. Þetta er mynd sem þarf að horfa á að minnsta kosti tvisvar (og oftar fyrir mig þar sem það eru ennþá ákveðnir hlutir sem ég þarf að fara betur í) til að skilja hvað er í gangi og hvað er meint með pælingunum.


40: How To Train Your Dragon
Ungur víkingur, Hiccup, ákveður að temja dreka sem hann nefnir Toothless eftir að hann missir part af stélinu sínu.
Ég held að þetta sé í fyrsta skipti síðan Antz sem DreamWorks einbeita sér frekar að sögunni og karakterum heldur en “pop culture referance” og húmor, og þeir ættu að gera það oftar því How To Train Your Dragon er ekki bara næst besta mynd DreamWorks, heldur er hún líka ein flottasta teiknimynd sem ég hef séð og hefur næst bestu þrívíddartækni sem ég hef séð (sú sem hafði betri tækni var auðvitað Avatar). Myndin er hefðbundin en gerir flest allt svo vel að klisjurnar fóru ekki í mig. Svo er Toothless líka með eftirminnugustu mute-um sem ég hef séð í animation. Myndin er vel skrifuð, hefur mikla dýpt og er mjög flott.

PS: Ég er búinn að heyra að DreamWorks ætla að gera allavega tvær framhaldsmyndir. Ég hef smávegis áhyggjur af því.


39: Kaze no tani no Naushika (Nausicaä Of The Valley Of The Wind)
Lítill bær verður miðbaugur í stríði milli tveggja konungsríkja á meðan prinsessa bæjarins, Nausicaä, leitar að útskýringu á eitri sem umkringur mest alla jörðina og reynir að bjarga öllum frá því að vera drepnir af verjendum skógarins.
Ég segi það bara hreint úr, byrjunin sökkar. Hún hefur illa skrifað exposition (útskýring aðstæðna) og Nausicaä lítur út fyrir að vera Mary-Sue. Sem betur fer verður karakterinn flóknari og viðkunnalegri eftir því sem líður á myndina. Flæðið er að mestu leiti mjög gott, útlitslega séð er ótrúlegt að myndin sé frá 1984 (sérstaklega bakgrunnarnir) og bardagsenurnar eru eins epískar og Ghibli myndir geta verið, þó þetta sé tæknilega séð ekki Ghibli mynd.

PS: Myndin er byggt á Manga sem er eftir þann sama og leikstýrði/skrifaði myndina, engan annan en Hayao Miyazaki.


38: The Nightmare Before Christmas
Jack Skellington, íbúi Halloweentown, endar fyrir slysni í Christmastown og reynir að koma með jólin heim til sín.
Þegar ég horfði á þessa mynd var ég hissa hversu kunnugleg mörg af lögunum í þessari mynd eru. Öll lögin eru minnug og stop-motion tæknin er frábær, sérstaklega fyrir sinn tíma. Karakterarnir eru fínir og húmorinn líka en mér fannst eins myndin var að flýta sér of mikið, enda er myndin einungis 76 mínútur, sem er, að mínu mati, allt of stutt fyrir þessa mynd. Þetta er samt næst besta animation mynd sem er á sama tíma jólamynd sem ég hef séð.


37: Fantastic Mr. Fox
Eftir að hafa hætt að ræna í nokkur ár, ákveður Mr. Fox að stela frá þremur hættulegustu bóndabæjum héraðsins. En bændurnir reyna að hefna sín og enda fleiri en fjölskylda Mr. Fox í hættu.
Þessi mynd inniheldur einn best valda raddleik sem ég veit um og sömuleiðis er mjög vel unnið að handritinu, hvort sem er verið að tala um samræður, karaktersköpun eða flæði. Wes Anderson er einn sinnar tegunda og sést það vel í þessari mynd, því ég hef séð fáar animation myndir svipaðar þessari, sérstaklega í tóni. Stop-motion-ið er frábært, svo gott að ég fór að gleyma fljótlega að ég var að horfa á þannig tegund af mynd. Myndin hefur líka vel gerðar þróanir og karaktera sem auðvelt er að tengja sig við.


36: Watership Down
Eftir að kanínan Fiver fær hræðilegar fyrirsjár ákveða nokkrar kanínur að yfirgefa heimili sín og leita að nýju.
Ég lýg ekki þegar ég kalla þessa mynd fullorðnustu vestrænu teiknimynd sem ég hef séð. Ég man ekki eftir því að hafa hlegið mikið yfir Watership Down en alvaran sem myndin hafði hélt henni uppi. Hún inniheldur þemur á borð við óréttlæti og það er ágæt allegória í myndinni um herfangelsi. Ég efast um að ég geti litið á kanínur með sömu augum eftir að hafa séð myndina því hún er ofbeldisfull, hræðileg og blóðug. Kíkið á hana ef þið viljið eitthvað fullorðinslegt.


35: Finding Nemo
Eftir að syni trúðfisksins Marlin, Nemo, er rænt, fer hann að leita að honum með fiskinum Dory.
Finding Nemo lýtur æðislega vel út, eins og allar aðrar Pixar myndir. Að sjá öll smáatriðin neðansjávar er næstum því það gott að ég hefði getað notið þessara mynd jafnvel þótt söguþráðurinn hefði sökkað. En myndin hefur mjög gott hjarta, litríkar persónur, mjög vel skrifað handrit, æðislegan húmor (þarf ég að minnast á meira en Dory, sem hefur ekki eitt ófyndið atriði, og mávana?) og það er gaman að sjá að mikið af raddleikurunum hafa ástralskan hreim. Hún hefur líka mjög öfluga byrjun.


34: Aladdin
Aladdin, götudrengur, finnur töfralampa með anda inn í og biður hann um að breyta sér í prins svo hann geti hitt prinsessuna, Jasmine, í Agrabah.
Myndin hefur illmenni sem vill meira vald, söngnúmer, prinsessu/unga konu sem vill meira úr lífinu, comic-relief og þekkta leikarar sem tala fyrir aðalpersónurnar. Hljómar eins og næstum allar myndir Disney frá þessum áratugi.
Þrátt fyrir að Disney hafi verið ágætlega einhæfir með nokkrar af myndunum sínum á þessum tíma voru nokkrar myndir sem skáru fram úr. Aladdin hefur þrennt sem mér fannst standa upp úr: Hún er með fyndnustu og skemmtilegustu myndum sem Disney hefur gert (og eru þær talsverðar), lögin eru mjög grípandi og hún einbeitir sér jafn mikið að sambandi Aladdin og andans og að rómantíkinni. Ég held að engin önnur mynd frá Disney á þessum tíma gerði það líka (kannski einbeitti hún sér líka að öðru, en aldrei mikið að vinskap).

PS: Framhöldin eru með þeim bestu frá Disney, en það segir ekki mikið.


33: The Iron Giant
Strákur sem heitir Hogarth vingast við vélmenni og þarf að fela það frá ofsóknarkenndum útsendara sem gerir hvað sem er til að finna og eyðileggja það.
Þetta er ein af mjög fáum vestrænum teiknimyndum frá 10. áratugnum sem hefur hvorki comic-relief né söngatriði. Húmorinn byggist mikið á aðstæðum og getur verið mjög fyndinn á tímabili (eins og atriðið þegar Hogarth reynir að fela 50 metra vélmenni í bakgarðinum sínum). Myndin inniheldur líka mjög vel samsett sambönd út um allt og ekkert af þeim er ofnotað, þetta virðist vera raunhæf samskipti á milli fólksins. Vélmennið sjálft er líka skemmtilegt, og svo er líka æðislegt að Vin Diesel talar fyrir hann.


32: Mulan
Húnar ráðast inn í Kína og til að bjarga pabba hennar frá því að vera drepinn, fer Mulan í staðinn fyrir hann í herinn, dulbúin sem strákur.
Klárlega með þroskuðustu myndum Disney, og þar að auki með einn besta aðalkarakter fyrirtækisins. Eins og flestar myndirnar frá þessu tímabili eru lögin skemmtileg, húmorinn er góður og karakterarnir eru skemmtilegir. Myndin er líka með þeim epískustu sem Disney hafa gert. Frá því þegar hópur Mulan finnur húnanna til enda climaxins er allt sem hún gerir stórt og epískt og ég algjörlega elska það, sem er ein af ástæðunum fyrir því ég algjörlega hata síðustu mínútu myndarinnar. Hún eyðilaggði algjörlega tóninn sem myndin hafði haft í langan tíma.

PS: Jackie Chan talar í kínversku útgáfunni.


31: Up
Carl Fredricksen ákveður að fylgja draum sínum og flytur húsið sitt (með blöðrum) til frumskóga Suður-Ameríku en uppgötvar að skátadrengur, Russel, fór óvart með honum.
Þetta er án efa með fyndnustu og frumlegustu myndum sem Pixar hefur gert. Það tekur ekki langan tíma að komast tilfinningalega inn í þessa mynd (ég held svona…10 mínútur), hún lítur mjög vel út og eins og flestar myndir frá þeim, hún er vel skrifuð, mjög fyndin, hefur litríkar persónur og missir nær aldrei dampinn. Hún gerði það því miður aðeins í climaxi myndarinnar en mér fannst smávegis af því koma frekar kjánalega út. Næst besta animation mynd 2009.

Þá er fyrsti hlutinn komið. Endilega kommentið, jafnvel þótt þið hafið einungis séð eina af þessum myndum. Þetta tók alveg sinn tíma svo það væri frábært ef það mundi koma einhver umræða í gegnum þetta.