Leveling Trick(FF-XII) Eitt af því sem mér fannst mest pirrandi við FF-XII var hvað það tók verulega langan tíma að levela sig upp, og eftir því sem maður fór hærra fór það að meira pirrandi. Hérna fyrir neðan er samt mín leið til að geta levelað sig á fljótan hátt.


Áður en hægt er að gera eitthvað í þessu þarf smá undirbúning:

Þú þarft að vera búinn með “The Mine Flayer” huntið þar sem maður berst við Mindflayer í Henne Mines, eða búinn með öll hunt frá Jahara(er ekki alveg viss hvort er rétt)

Þú þarft að hafa að minnsta kosti 10 espera.

Og ég mæli með að vera yfir level 50.Þessi hraða leið til að levela sig gerist á ákveðnu svæði í Henne Mines sem er upprunalega lokaður. Til að opna hann þarf maður að klára undirbúninginn(nema reyndar að vera yfir level 50) og fara í Lull of the Land svæðið í Jahara. Maður talar við Garif sem heitir Geomancer Yugelo. Hann mun sjá til þess að svæðið verði opnað(sem gerist strax).
Næsti staður er þar sem maður barðist við Tiamat í Henne Mines(norðan við teleport steinin). Farðu austur yfir að Phase 2 Dig sem er núna opinn.
Ég á erfitt með að lýsa hvernig á að komast á næsta svæði, en ég mæli með að flýja þangað maður kemur að rétta svæðinu. Best er að fara eins suð-austur og hægt er og maður ætti að sjá næsta svæði, sem kallast Crossover C. Næst er farið suðvestur að næsta svæði(í gegnum hlið sem á að vera opið) sem heitir Pithead Junction C. Ef vestasta hliðið á svæðinu leiðir mann að Phase 2 Shaft er hægt að komast að svæðinu með því að fara strax í vestur átt og framhjá hliðinu.

Ef erfitt er að fara eftir leiðbeiningum mínum þá er svæðið þar sem næst-syðsta tannhljólamerkið er á þessu korti(Svæðin innihalda leiðir sem sjást ekki á kortinu).

Í Pithead Junction C eru 3 hlið og tæki sem opnar og lokar hliðunum. Þegar maður skiptir um opna hliðið koma um 12 eða fleiri leðurblökur sem er ágætlega erfiðar(um 20.000 HP og eru frekar sterkar).
Gambit hjá karakterunum getur verið misjafnt en mér finnst þægilegt að hafa þetta hjá öllum, í þessari röð:

Self: MP < 10%: Charge/Ether/Hi-Ether
Self: Haste
Ally: Any: Arise
Self: Bubble
Ally: HP < 60%: Curaja
Ally: Any: Esunaga/Esuna/Poisona
Foe: Undead: Sleepga
Foe: Undead: Curaja

Ég nota samt nokkrar undantekningar. Einn í party-inu ætti að hafa þar að auki Ally: Any: Protectga, einn ætti ekki að hafa Foe: Undead: Sleepga svo að leðurblökurnar fá einhvern skaða ef það gengur illa að svæfa þær, og ef aðeins einn hefur góða vörn(defence) er fínt að láta hann/hana setja Decoy á sjálfan sig. Annars líka gott að láta alla hafa góða skildi og sleppa Decoy þar sem maður reiðir sig meira á galdra í þessu, en ekki vopn.

Þar sem leðurblökurnar eru Undead særa Cur-galdrarnir þær og sér Sleepga til þess að þær trufli þig ekki (sem getur verið hræðilega pirrandi). Þar sem maður notar galdra til að særa þau, þá vakna þær ekki við það.
Svo að þetta gangi sem hraðast er best að setja á alla í party-inu Embroidered Tippet, sem tvöfaldar EP, í accessories.
Ef þetta gengur illa(búið að missa mikið af göldrum sem voru á mann, erfitt að halda öllum lifandi, o.fl.) er best að fara á næsta svæði og laga það sem er að(kemur oft fyrir mig).

Ef allir ná að skaða leðurblökurnar þarf ekki að hafa áhyggjur af MP, þar sem það hækkar ef maður skaðar eða er skaðaður(ef maður hefur þessa eiginleika frá licence systeminu).
Það getur líka verið að það bætist við fleiri leðurblökur þegar þú nærð að drepa einhverjar, en ætti að vera auðvelt að svæfa þær líka.
Maður fær um 3000 Exp á hverja leðurblökur án Embroidered Tippet svo að maður er að fá slatta af EP í hvert skipti sem maður gerir þetta.
Best er, þegar maður er búinn að slátra þeim, að láta hliðin vera þannig að maður kemst austur svo að þú kemst á Phase 2 Shaft og strax norður að Crossover C. Þar sem maður er kominn tveimur svæðum í burtu, eru leðurblökurnar komnar aftur, og maður getur farið þangað aftur og endurtekið þetta og séð bara hversu hratt levelið hækkar.
LP hækkar þar að auki(1 LP á hverja leðurblöku) og maður fær fullt af dóti úr þessu sem hægt er að selja(þar á meðal Demon Shield). Þannig að maður fær slatta af Exp, LP og gills fyrir að gera þetta oft.

Ef ætlunin er að taka erfiðustu bossana í XII(og eru sumir með sjúklega hátt HP, hef ekki tekið nærri því alla) þarf ekki endilega að vera í level 99, 85-87 ætti að vera nógu gott til að geta tekið þá.

Vil líka sýna þetta myndband sem sýnir annan góðan stað til að gera auto-leveling þó það sé betra til að fá slatta af LP. En maður þarf ekki einu sinni að vera yfir þessu þegar maður kemst á skrið, sem getur reyndar tekið langan tíma.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=X0Q1SPj16po


Vona að þetta sé skiljanlegt og komi að notum fyrir þá sem spila Final Fantasy XII.

sabbath