Upphitun fyrir 7. myndina - Fyrri hluti Svo að þetta áhugamál komist á smá skrið og líka til að hita mig upp fyrir næsta mynd, ákvað ég að taka Harry Potter mynda-maraþon. Ég geri tvær greinar til að tala um myndirnar og gá hvað öðrum finnst um myndirnar. Fyrir neðan skrifaði um fyrstu þrjár myndirnar: Philosopher’s Stone og Chamber of Secrets, leikstýrðar af Chris Columbus og Prisoner of Azkaban, leikstýrð af Alfonso Cuarón.


Philosopher’s Stone og Chamber of Secrets

Ég man ennþá eftir hversu spenntur ég var að sjá myndina í bíói fyrir 9 árum að sjá fyrstu myndina og á þeim árum hefur hún lítið lækkað í áliti hjá mér, og sömuleiðis önnur myndin. Það eru margir hlutir við þessar myndir sem mér líkar vel við svo ég ætla að reyna að koma með þá á skipulagðan hátt.

- Leikurinn

Eitt af því sem ég elska mest við Columbus myndirnar eru leikaravalið. Allir skila sýnu og það eru verulega margir sem eigna sér algjörlega hlutverkið. Maggie Smith sem McGonnagal, Alan Rickman sem Snape, Robbie Coltrane sem Hagrid, Richard Harris sem Dumbledore, Kenneth Brannagh sem Lockhart, Christian Coulson sem Tom Marvolo Riddle og margir aðrir hafa útlitið, fötin og leikinn nógu góðann og get ekki séð neinn annan fara í staðinn fyrir þau.
Margir hafa samt pælt í því hvort Lucius Malfoy (Jason Issacs) var að fara að segja Avada Kadavra við Harry í endanum á CoS en ég tók aldrei eftir því að þetta hljómaði það líkt. Finnst líka sérstakt að þetta er það sem fólk talar um miðað við hversu over the top maðurinn var í þessu atriði, annars var hann góður í hlutverkinu sínu.
Þegar kemur að barnaleikurum þá lækka ég hversu góða ég vil hafa þá, samanborið við fullorðna leikara. Þríleikurinn var fínn, bað ekkert endilega um betra en það sem kom. Þau náðu samt að bæta sig í annarri myndinni.
Til að ljúka að tala um leikaranna fannst mér líka gott að margir aukakarakterar komu fram í myndunum, sama hversu mikilvægir þau voru (T.d hefur Prof. Sprout bara verið í annarri myndinni, veit ekki alveg hvort hún verður í 8. myndinni).

- Útlitið

Ég get næstum því kallað útlitið gallalaust í myndunum, myndirnar komast miklu meira á lífi með listrænu stjórnuninni. Kastalinn og skógurinn eru þá sérstaklega vel gerðir. Ég er ennþá að pæla í því hvernig 1. myndin vann ekki Óskarinn fyrir listrænu stjórnunina. 2. myndin hafði ekki beint mikið í viðbót, en Leyniklefinn var samt með því flottasta í þessum heimi.

- Sagan/handritið

Hversu vel myndirnar fylgja bókunum er bæði kostir og galli við myndina. Það er auðvitað kostur yfir að hafa allan söguþráðinn svo að ekkert gleymist og líka svo að það pirri ekki aðdáðendur bókanna. En myndirnar geta líka verið langdregnar og bæta ekki miklu sem kom ekki í bókinni. Þótt einhverjir hafa kvartað undir þessu, gerði ég það ekki. Útlitið, tónlistin (sem átti líka skilið Óskar, jafnvel þótt Fellowship of the Ring kom út sama ár) og það sem Columbus hafði var alveg nógu vel gert að ég get ekki kvartað undan þessu, og mér fannst myndirnar ekki vera langdregnar, þótt ég vissi allt sem mundi gerast.

Ég dái þessar myndir, einar af bestu myndum síðasta áratugs að mínu mati.


Prisoner of Azkaban

Síðan kom þriðja myndin, Prisoner of Azkaban. Ég mun ekki tala eins jákvæðilega um hana þó ég reyni að halda því meira heldur en neikvæðlega.

- Byrjunin (Þ.e.a.s. þegar Harry er hjá Durlsey)

Hún var helvíti góð, vel leikin skemmtileg, og það var skemmtilegt útlit á Marge þegar hún fylltist mikið af lofti. Ekkert sem ég gat kvartað út í þarna, enda byrjr hún betri en flestar hinar.

- Leikurinn

Eins og hinar myndirnar var hún vel leikin og nýja leikaravalið var að hluta til mjög gott. Emma Thompson var frábær sem Trelawney, Remus var góður (þó hann var soldið of gamall), og Gary Oldman er sá síðasti úr seríunni sem mér finnst algjörlega eigna sér hlutverkið. En það var samt smávegis sem fór í mig. Michael Gambon reyndi eins og hann gat en gat bara ekki komið í staðinn fyrir Richard Harris (sem hafði dáið áður), hann var of kröftugur sem Dumbledore, þótt hann lék ágætlega. Þríleikurinn bætti sig eins og í fyrstu myndinni, þó Radcliffe var engann veginn tilbúinn í að gera eitthvað erfitt. Grátatriðið lætur mig alltaf hlægja.

- Handritið

Ég segi eingöngu handritið því plotið var ekki nógu vel gert. En flestar línurnar voru góðar og bornar vel fram, fyrir utan nokkrar. Af því sem myndin útskýrði vel, gerði hún vel. Samtölin milli Harry og Lupin voru mjög góð, og það var ánægjulegt að sjá að þau voru mörg og ekki það stutt.

- Breytingar

Þetta er það sem pirraði við svakalega þegar ég horfði á þessa mynd. Staðsetningum á ákveðnum svæðum er breytt (til dæmis Fat Lady (inngangurinn í Gryffindor heimavistina), kofinn hans Hagrid), útlitum karaktera er breytt (Tom frá Leaky Couldon, Dumbledore og Flitwick – hvað í fjandanum kom fyrir hann), útlitið er myrkara (þótt bókin sé nú ekki það myrkari).

- Smáatriðin

Það voru fullt af atriðum í þessari mynd sem voru tilgangslaus, óskemmtileg, ófyndin og komu hvergi fram í bókinni. Ég fatta ekki af hverju það var ákveðið að hafa nemendakór með froskum, jamaískur haus sem talar endalaust í 5 mínútur og mörg atriði sem sýna heimskulegt CGI í staðinn fyrir að útskýra meira hvað var í gangi (Hvernig Sirius slapp frá Azkaban, forsaga fjórmenningana, og svo framvegis).
CGI-ið sem hafði einhvern tilgang var samt gott og tónlistin var eins og í hinum tveimur mjög góð. Hámarkið af því náðist í Quidditchleiknum. Mjög flott atriði.
Hvernig Harry og Hermione hjálpa sjálfum sér og hinum þegar þau fara aftur í tímann er það snjallasta sem myndin gerði. Sniðugt og á sama tíma gaman að sjá þau gera hlutina sem var ekki sýnd nein útskýring áður. Góður plús fyrir það.

Eitt annað því ég hef aldrei heyrt neinn annan spurt út í það. Þegar Parvati breytir því sem hræðir hana mest, fannst einhverjum öðrum trúðurinn vera meira ógnvekjandi heldur en snákurinn? Hverjum finnst trúðar jafn ógnvekjandi og It vera fyndið?


Ég gæti kvartað yfir meiru en ég vil það ekki, ég gæti farið að taka gallana of alvarlega og gleymt hvernig mér finnst þessi mynd. Hún er í lagi, ekkert meira en það. Þetta er versta Harry Potter myndin en ég get samt horft á hana eins og hinar myndirnar (og þá sérstaklega á íslensku því hún er hræðilega talsett á köflum).


En hvernig fannst ykkur fyrstu þrjár myndirnar?

-sabbath

Myndin tekin héðan