Plötugagnrýni: The Mars Volta - Amputechture Undanfarin tvö ár hef ég heyrt mikið um The Mars Volta þó ég kynnti mér þá ekki. Ég keypti síðan í sumar plötuna Amputechture og hef hlustað ágætlega á hana síðan þá, enda er þetta ekki plata sem nægir að hlusta nokkrum sinnum í gegn.


The Mars Volta var stofnuð 2001 af gítarleikaranum Onar Rodriguez-Lopez og söngvaranum Cedric Bixler-Zavala í Texas. Bandið hét upprunalega De Facto og var Rodriguez-Lopez upprunalega á bassa og Bixler-Zavala á trommur, Isaiah Owens var á hljómborð og Jeremy Michael Ward söng. En eftir að Eva Gardner gekk í liðs við þá sem bassaleikari var nafninu breytt í The Mars Volta. Bixler-Zavala hefur sagt í viðtali hvernig nafnið varð til að er þetta bein tilvísun:

The Volta is taken from a Federico Fellini book about his films, what he characterizes as a changing of scene, or a turnaround; a new scene to him is called Volta. Y'know, changing of time and the changeover. And Mars, we're just fascinated by science fiction so and it's something that ultimately looked as in anything I write, its meaning is always up to the listener. As the way we write songs and words, if it looks great on paper then to us it's like painting, so if it looks good meaning the second then people usually have a better interpretation than we ever would.
Þeir bættu við The til að vera ekki ruglaðir saman við Evrópskt teknó band sem hafði áður nafnið Mars Volta.

Á milli þess tíma og tímann þegar Amputechture kom út hafði hljómsveitin gefið út 2 plötur, hafið fullt af gestaspilurum á plötunum (De-Loused in the Comatorium hefði fáa en Frances the Mute hafði miklu fleiri), og skipt um meðlimi og voru eftirfarandi sem spiluðu á Amputechture:


Omar Rodriguez-Lopez: Lead gítar
Cedric Bixler-Zavala: Söngur
Jon Theodore: Trommur
Isaiah “Ikey” Owens: Hljómborð
Juan Alderete: Bassi
Marcel Rodriguez-Lopez: Slagverk

Paul Hinojos: Hljóðstjórnun (Sound manipulation)
Adrián Terrazas-González: Flauta, tenórsaxafónn, bassaklarinet
John Frusciante: Gítar
Sara Christina Gross: Saxafónn í Meccamputechture


Síðan ég heyrði þessa plötu fyrst ákvað ég að taka hana, en þar mér finnst erfiðara að koma með mitt álit á þessari plötu en hinum sem ég hef tekið og líka að ég hef verið ágætlega upptekinn síðustu mánuði hef ég ekki haft í tíma í þetta fyrr en nú.1: Vicarious Atonement7:20
Platan byrjar mjög rólega, með gítarspili, píanói, söngi og fullt af fáranlegum hljóðum. Þetta hljómar svipað og Pink Floyd…ef þeir höfðu helíum. Annars finnst mér að þeir hefðu mátt stytta lagið aðeins en samt sem áður dreifist þetta lag inn í þig og maður gleymir hversu lengi það hefur staðið. Þegar hálf mínúta er eftir að laginu kemur saxafónsóló sem fer beint í mann og næsta lag byrjar allt í einu.

2: Tetragrammaton 16:42
Miða við hversu langt þetta lag er, hvernig það breytist næstum því upp úr engu, hversu mikill munur er á breytingunum hefðu þeir auðveldlega getað skipt þessu og lagi og gefið það út sem EP. Samt sem áður eru flestir hlutnarnir mjög góðir, þó nokkrir eru jafnruglandi og þetta.
Trommarinn spilar fyrst í þessu lagi og gerir það ljómandi vel og eins bæta söngvarinn og gítarleikarinn sig frá síðasta lagi.

3: Varmicide 4:16
Eftir tvo ágætlega progguð lög kemur eitt sem miklu venjulegra og stysta lagið á plötunni, en er samt með betri lögunum. Í þessu lagi kemur viðlag sem er ekki hægt að skilgreina oft á þessari plötu og er það verulega grípandi. Nokkrar línur hjá söngvaranum minnir mig á Geddy Lee, en það er alls ekki slæmur hlutur.

4: Meccamputechture 11:03
Mjög gott lag. Viðlag sem er topnotch, mjög groovy trommur, grípandi saxafónn og ekki langdregið þótt að það sé langt og breytist ekki eins mikið og Tetragrammaton. En eins og flest lögin hefur hún ruglandi kafla.

5: Asilos Magdalena 6:34
Verulega mikil latin áhrif á þessu lagi. Nær eingöngu kassagítar og söngur þó það komi gítarhljómar í endanum. Ég hef lítið að segja um þetta lag. Söngurinn og gítarspilið er gott en finnst þetta samt vera slakasta lag plötunnar.

6: Viscera Eyes 9:23
Byrjunin minnir mig á eitthvað en ég get engann veginn sagt hvernig, hverju eða af hverju. Sólókaflinn í lagi er mjög góður og sýna ágæta hæfileika gítarleikarans og bassalínan er mjög góð.

7: Day Of Baphomets 11:57
Þetta lag hefur líka fínan latin áhrif og fær núna bassaleikarinn að sýna hvað í sér býr. Annars hef ég lítið að segja um þetta lag. Það er fínt og meira en bara lag til að fylla upp plötunna (en þessi plata þarf þess engan veginn) en er samt bara þarna. Endirinn bætar samt þetta lag.

8: El Ciervo Vulnerado 8:50
Eins og með Viscera Eyes minnir byrjunin mig á eitthvað en get ekki tengt það við neitt eða útskýrt það. Og eins og fyrsta lagið finnst mér þetta hafa smávegis Pink Floyd fíling með miklu gítarspili. En af plötum sem ég hef heyrt eru fáar sem geta toppað hversu slæmur endingin var á þessari, því hún endar allt í einu, upp úr þurru sem maður tekur vel eftir. Annars rólegt og fínt lag til að enda plötuna.


Í heildina litið leist mér vel á þessa plötu, enda er ég stór aðdáðandi progtónlistar, og finnst áhrif þeirra í marga aðra tónlist (Latin/salsa, jazz fusion og exeriment rock) vera mjög skemmtilegt. Þótt mér finnst hún vera góð mæli ég ekki fullkomlega með henni fyrir hvern sem er, enda eru lögin löng og geta orðið ágætlega langdregin, söngurinn er sérstakur á góðan hátt og rugluðu kaflarnir geta ekki farið vel í alla. Lengd laganna og rugluðu kaflanna er samt vel bætt fyrir með góðum söng, fína hljóðfæraspili og groovum töktum.
Þrjú ár eru liðin síðan þessi plata kom út hafa aðeins einar meðlimaskiptingar orðið síðan þá, en Jon Theodore er ekki lengur í bandinu og í staðinn er kominn Thomas Pridgen.
Nýjasta plata þeirra, Octahedron, kom út síðasta júni.

Hér fyrir neðan er síðan lögin Varmicide og Asilos Magdalena

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=srtZvL9CkyM
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=NbbuZpHDYgk

8/10

2 spurningar að lokum. Hvaða plötu utan þessa mælið þið mest með?
Og ég er að hugsa um að taka Muse næst. Hver er besta plata þeirra?sabbath