Sabbath kynnir - Bestu myndir áratugarins Ég veit að ég er soldið seinn að koma með lista yfir bestu myndir áratugarins, en það voru nokkrar myndir sem ég mig langaði að sjá, eða sjá aftur, áður en ég mundi gera listann. Og nú ætti ég að vera kominn með minn lista yfir bestu myndir 1. áratugs 21. aldarinnar. Þar sem ég átti erfitt með að ákveða bara 10 myndir á þennan lista ákvað ég að vera með topp 16 lista.
Það eru samt margar myndir sem ég hef misst af svo ekki fara að væla ef einhver ákveðin mynd er ekki á listanum, eða á honum. Þetta er eingöngu mitt álit.
Ég hef myndband af uppáháldsatriðunum mínum yfir flestar myndirnar og hafa flestar af þeim spoilera.

“Honourable mentions”:
V For Vendetta
The Dark Knight
District 9
Stranger Than Fiction
Juno


16: Hot Fuzz
Það eru reyndar margar vel teknar myndir frá 2007 sem ég á eftir að sjá. Flestar myndirnar sem ég hef séð frá þessu ári voru vonbrigði. En Hot Fuzz var frábær undantekning. Frá sama leikstjóra og sömu handritshöfundum og Shaun of the Dead, þá toppuðu þeir hana með betri sögu, skemmtilegri karakterum og betri húmor, þó Shaun of the Dead var alls ekki slæm. Og já, lokaspennuatriðið er mjög gott miðað við grínmynd.

Uppáhalds atriði: The Greater Good
http://www.youtube.com/watch?v=GBnYEQ16s_k

15: Casino Royale
Besta Bond mynd sem ég hef séð fyrir utan Goldfinger. Raunhæfnin sem sett var í þessa mynd passaði algjörlega, sagan er góð og Daniel Craig kemur inn sem ferskur og ágætlega frumlegur Bond, tók ekki mikið eftir því í öðrum Bond myndum að þeir urðu jafn skítugir, sveittir, laminn, pyntaður og fleira. (Þeir urðu það nú auðvitað eitthvað, bara ekki nærri því eins mikið). Vesper Lynd er reyndar ekki það áhugaverð, en Bond stúlkur hafa ekki alltaf verið verulega áhugaverðar. Ég gef henni þó plús að að vera aðeins meira sjálfstæðari en margar aðrar og gleymdist ekki í framahaldsmyndinni (Quantum of Solace). Og að mínu mati var frammstaða Mads Mikkelsen sem Le Chiffre sú best.

Uppáhaldsatriði: Pyntingin, góð spenna en á sama tíma fyndin, en mér finnst samt fáranlegt hversu lítið kom fyrir Bond þegar bílinn valtaðist.
http://www.youtube.com/watch?v=hvYbj7FjW6g

14: Spiderman 2
Að mínu mati er þetta ein besta ofurhetjumynd allra tíma og sú besta þessa áratugs. Karakterarnir eru dýpri og betri en í fyrri myndinni, hún er betur leikin, spennuatriðin eru frábær, tæknin góð, og Alfred Molina eignar sér algjörlega Octavius. Efasemdirnar hjá Parkar að vera ofurhetja er mjög vel gert í myndinni og trúverðugt. En þrátt fyrir það eru sumir svipir hjá honum sérstakir og ein eða tvær línur sérstakar (“Punch me I’ll bleed”). Octavius var líka góður, og fannst gott að hann (Spoiler) var ekki beint illur heldur metnaðarfullur maður sem hafði misst tvennt dýrmætasta í lífinu sínu. (Spoiler búinn).
Og til að bæta allt sem ég hef sagt er J.K. Simmons stórskemmtilegur sem Jameson og tónlistin hjá Danny Elfman er góð eins og venjulega.

Uppáhalds atriði: Lestaratriðið
http://www.youtube.com/watch?v=_NLgY6f60CA

13: Fantasia 2000
Mynd með engu handriti, eingöngu tónlist og myndir, en gerð ótrúlega vel. Tilfinningin sem sýnd er með þessu tvennu er góð og á nokkrum stöðum fremur djúp. Flest atriðin á milli hefði samt mátt sleppa. Það var enginn tilgangur í þeim og voru í rauninni ófyndin, en því var bætt með öllu öðru. Skemmtilegt að þessi mynd kom þegar Disney var að gera framhaldsmyndir af mjög mörgum klassískum myndum frá þeim, en þessi er langsamlega (með Toy Story 2) sú besta. Á meðan upprunalega Fantasia er ódauðlegt verk hjá Disney, þá var þetta mjög góð tilraun að prófa þetta aftur og fyrir mig, þá virkaði það.

Uppáhalds atriði: Rhapsody In Blue
http://www.youtube.com/watch?v=jK_ShoOL2ao
http://www.youtube.com/watch?v=HDsPydW3Y54

12: The Departed
Ég er ennþá að spyrja sjálfan mig hvernig þessi mynd fékk eingöngu eina Óskarstilnefningu fyrir leik, en af þeim myndum sem eru á þessum lista er þessi sú best leikna. Ég á ennþá eftir að sjá slæma mynd frá Scorsese, þó ég á ennþá eftir að sjá nokkrar, og fyrir utan Goodfellas, er þessi sú besta. Sagan er vel sögð og allir karakterarnir eru áhugaverðir, og þá sérstaklega Frank Costello, leikinn af Jack Nicholson. Ég hef reyndar ekki séð upprunalegu myndina (Mou Gaan Dou/Internal Affairs) en ef hún er á svipuðu stigi og þessi, mun ég líklegast kíkja á hana.

Uppáhalds atriði: Atriðið fyrir lokaatriðið
http://www.youtube.com/watch?v=lak0__k8icw

11: WALL•E
Ég átti ekki von að þessi mynd væri svona. Ég bjóst við miklu gleðilegri mynd, ekki mynd sem sýndi jörðina sem ólifanlega og var þar að auki ágætlega djúp og falleg. Þessi mynd minnti mig mikið á 2001: A Space Odyssey með að hafa lítið handrit og villainin var líkur HAL 9000 (enda höfðu þeir Also Sprach Zarathustra í einu atriðinu). Þrátt fyrir fáar línur og aðeins of mikil tilfinning hjá þeim, þá fannst mér WALL•E og EVE vera fínt og trúverðugt par. Útlit og tækni myndarinnar var líka til fyrirmyndar. Frábær Sci-fi mynd.

Uppáhalds atriði: Byrjunin
http://www.youtube.com/watch?v=o1e26efPnUY

10: Phone Booth
Ég var hissa hversu góð þessi mynd var miðað við að hún gerðist nær eingöngu á einu svæði, en ég var ennþá meira hissa þegar ég uppgötvaði að Joel Schumacher leikstýrði þessari mynd. Kvikmyndatakan í þessari mynd er ótrúlega skemmtileg, oft sett annað svæði í smá hluta af myndinni (Illa orðað, ég veit það). Hún hefur líka fullt af góðum leikurum sem skila sínu vel og var líka ánægður með að þessi mynd kynnti mér fyrir Forest Whitaker. Karakterinn sem Kiefer Sutherland leikur er líka frábær villain, beitir röddinni og hlátrinum sínum mjög vel og nær auðveldlega spennunni sem er í myndinni.

Uppáhalds atriði: Játningin
http://www.youtube.com/watch?v=7BVY3AC-YeM

9: Wallace & Gromit In The Curse Of The Were-Rabbit
Það er eitthvað við þessa mynd sem ég bókstaflega dái. Ég veit ekki hvort það er notkunin á Clay-Animation, karakterarnir, húmorinn, leikurinn/leikstjórnin, sagan, umhverfið eða eitthvað annað, enda skiptir það litlu máli, því það er allt frábært. Húmorinn er alls staðar í þessari mynd, ég efast um að ég sé búinn að finna þá alla. Næstum allt virkar mjög vel í þessari mynd. Ég þarf líka að gefa góðan plús til Gromit. Andlitið hans er það eina sem hann getur leikið með (Hann segir ekki neitt), en það sem samt mjög vel gert, sérstaklega miðað við að hann er úr leir

Uppáhalds atriði: Umbreytingaratriðið, fann ekkert myndband.

8: Let The Right One In
Margir hafa verið að kalla þessa mynd Twilight fyrir fullorðna, en ég geng lengra og segi að þetta sé þroskuð útgáfa af Twilight. Sambandið milli Oskar og Eli er mjög vel gert, eitt það besta sem ég hef séð á þessum áratugi. Karakterarnir eru mjög góðir, enda finnur maður fyrir þeim í þessari mynd. Myndin er hæg en er ein af fáum þannig myndum sem mér finnst gera meira fyrir hana. Hún virðist á tímabili vera smávegis listæn. Ein af betri vampírumyndum sem ég hef séð.

Uppáhalds atriði: Þegar bekkurinn hans Oskar fer á íssvellið, fann ekkert myndband.

7: Memento
Meistarastykkið hjá Christopher Nolan. Ég veit ekki hversu algengar svona myndir eru, og miðað við hversu erfitt það hlýtur að vera að gera svona myndir, þá gerði Memento það frábærlega. Á meðan söguþráðurinn er góður, þá er gaman líka að sjá hvernig fólk rofið skammdegisminni gengur í lífinu og hvernig fólk getur nýtt sér það. Handritið og leikurinn er það góður að maður spyr sig ekki út í gallana í myndinni (Sem er síðan útskýrið í endanum á snilldarlegan hátt).

Uppáhalds atriði: Endirinn
http://www.youtube.com/watch?v=keooKeQ14Fc

6: Avatar
Ástæðan fyrir því að ég kem með listann í apríl er út af Avatar, því ég vildi bíða með hann þangað til hype-ið færi að lækka yfir þessari mynd.
Þrátt fyrir að söguþráðurinn var einfaldur sem maður séð áður, þá var hann mjög góður í þessari mynd. Fyrir utan það þá hefur aðalgagnrýni þessara mynd verið handiritið. Cameron hefur reyndar aldrei samið algjörlega frábært handrit en nær samt einhvernveginn að láta það passa og vera gott, og sama er með klisjur sem hefur sést í nokkrum af myndum hans. Tæknin er líka það besta sem ég hef séð í kvikmynd, óháð aldur myndarinnar, og heimurinn var svo raunverulegur að maður leið eins og maður var þarna. Þemur myndarinnar voru líka mjög góðar, og það er meira en anti-stríðs skilaboðin. Myndin er líka vel leikstýrð, vel gerð, vel leikin og hefur marga góða karaktera.

Uppáhalds atriði: Lokabardaginn, fann ekkert myndband.

5: Jafnt milli Harry Potter And The Sorcerer’s Stone og Harry Potter And The Chamber Of Secrets
Ég hef eingöngu fyrstu 2 Harry Potter myndirnar á þessum lista því mér finnst hinar annaðhvort sleppa of miklu (Með tilliti til lengd bókarinnar sem hún er byggð á), virkar of hröð eða hefur of mikið af pirrandi hlutum. En þessar tvær gerðu það ekki. Þessar myndir sköpaði ótrúlega sjarmerandi heim galdramanna, voru skemmtilegar, góð spennuatriði, voru líkar bókunum en þó ekki of líkar og nær allir karakterarnir sem komu fram í þessum eignuðu sér karakterinn sinn, og gera sumir leikararnir það ennþá. Þessar myndir hafa sína galla en enga of alvarlega og það sem hún gerir rétt, gerir hún mjög vel.

Uppáhalds atriði: Quidditch atriðið í fyrri myndinni og þegar Harry hittir Tom Riddle í seinni, fann ekkert myndband.

4: The Lord Of The Rings
Þríleikurinn virkaði aðeins meira á mig en fyrstu 2 Harry Potter myndirnar. Skemmtilegar með ótrúlega góð bardagaatriði og útlit, frábærlega vel gerðar og gott leikaraval. Ein af fáum skiptum þar sem allir hlutirnir í þríleik eru svipað góðir. Frammstaða Ian McKellen sem Gandalf er með þeim betri sem ég séð í fantasíu-myndum. Svo má ekki gleyma því að hún sýndi nýja tækni með Gollum. Efast um að einhver mynd á eftir að toppa þessar á epískan hátt í langan tíma.

Uppáhalds atriði: Balrog
http://www.youtube.com/watch?v=yqPX3Q9FBOw

3: The Butterfly Effect
Hver hefði trúað því fyrir 10 árum að Ashton Kutcher gæti leikið svona alvarlega, og það vel?
Pælingarnar í myndinni eru mjög vel gerðar Þrátt fyrir að myndin færist á milli tíma og svæði mikið, fór þetta aldrei í mig. Það var líka gaman að sjá alla aðra karakterana í myndinni breytast en leika það samt vel, og leikaravalið fyrir karakterana þegar þau voru ung var vel hugsað út í. Þrátt fyrir að það var ekki gert mikið úr því í myndinni, fannst mér líka gott hversu vel þeir sýndu hversu ruglað fólk getur orðið vegna einhverja hræðilegra atvika sem gerðist í æsku þess. Mjög vel gerð mynd.

Uppáhalds atriði: Bar-atriðið
http://www.youtube.com/watch?v=w5-0y8LglIE


Næstu tvær myndir eru með betri myndum sem ég heð séð frá upphafi.

2: City Of God
Þessi mynd er svo vel gerð, svo vel leikin, svo vel leikstýrð, svo flott útlitslega séð, hefur svo marga góða karaktera og svo vel tekin að það er nær ótrúlegt að þetta sé leikin mynd. Allar sögunar eru frábærar, sama hversu litlar þær eru (eins og til dæmis Otto), og þrátt fyrir hversu margar þær eru, virðist engin af þeim vera þvinguð. Þessi mynd kom líka með einn besta villain áratugarins, Li’l Zé. Maðurinn er nær eingöngu illska, en samt áhugaverður karakter eins og allir aðrir í myndinni. Mané er minn uppáhalds. Uppáhalds myndin mín sem er ekki á ensku.

Uppáhalds atriði: Þegar Lil’Zé hittir Caixa Baixa gengið í fyrsta sinn.
http://www.youtube.com/watch?v=V08I5ASAaVA

1: Donnie Darko
Ef þú ert fyrir öðruvísi myndir, þá er þessi ómissandi fyrir mann. Líkt og Butterfly Effect kemur hún með pælingar um tímaflakk, en ólíkt BE, þá hefur þessi mynd mikið af söguþráðum og karakterum sem komu aðalsögunni ekki mikið við, en passar samt. Eftir því sem maður horfir oftar á þessi mynd fer maður að skilja hana betur og sér hvernig nokkur atvik í myndinni tengjast saman. Handritið er frábært. Það eru fullt af atriðum í þessari mynd þar sem eru margar frábærar línur, og það var líka gaman af leikstjóranum, Richard Kelly, að leiðrétta misskilning sem hefur komið upp með Strumpana. Hún er vel leikstýrð, leikin, útlitið er myrkt en samt raunhæft og tónlistin passar fullkomlega. Eini gallinn sem ég sé við þessa mynd er að það er mjög erfitt að skilja hana alveg, hún kemur með nógu mikið til að koma með pælingar en ekki nógu mikið til að eyða öðrum tilgátum. Samt sem áður, að mínu mati, besta mynd áratugarins og uppáhalds mynd mín frá upphafi.
Uppáhalds atriði: Þegar Donnie og Gretchen Ross tala í fyrsta sinn. Btw, þarna kemur fyrsta línan sem Seth Rogen sagði í kvikmynd.

http://www.youtube.com/watch?v=fJglJBE3sk8
Og reyndar líka þetta
http://www.youtube.com/watch?v=yXD5ig7pqww

Takk fyrir mig.

Sabbath