Plötugagnrýni: Alice In Chains - Black Gives Way To Blue Núna mun ég taka í gegn nýjustu plötu grunge-hljómsveitarinnar Alice In Chains, Black Gives Way To Blue.
Ég hafði lítið hlustað á Alice In Chains enda er ég ekki mikill grunge maður. Hafði oft heyrt Them Bones og fannst það alveg vera mjög gott, og líka sérstakt að takturinn er nær allt lagið 7/4.

Hljómsveitin byrjaði þegar fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar, Layne Staley, bað gítarleikarann, Jerry Cantrell, að byrja í fönkbandi sem hann var í. Cantrell samþykkti með þeirri skilyrðingu að Staley mundi syngja fyrir bandið hans, sem hét á þeim tíma Diamond Live. Bandið innihélt líka bassaleikarann Mike Starr og trommuleikarann Sean Kinney. Eftir að fönkbandið leystist upp varð Staley fullur meðlimur bandsins sem síðar breyttu nafni sínu í Alice In Chains, en eitt af fyrrverandi böndum Staley hét reyndar Alice N’ Chainz.

Þeir fengu samning hjá Columbia Records árið 1989 eftir að þeir fengu demo-plötuna þeirra The Treehouse Tapes. Fyrsta EP-plata þeirra, We Die Young, og fyrsta LP-plata þeirra, Facelift komu báðar út 1990 (reyndar var mánuður á milli þeirra) og varð Facelift vinsæl eftir að MTV sendi út lagið “Man in the Box”. Eftir það komu plöturnar Sap, Dirt, Jar Of Flies og Alice In Chains, og fengu þær allar gull eða platínum og þar að auki góða gagnrýni. Jar Of Flies var meðal annara orða fyrsta EP plata til að ná 1 sæti á Billboard 200 listanum og hafði nýjan bassaleikara, Mike Inez.
1996 byrjaði Staley að einangra sig og gaf Cantrell út í millitíðnni sólóplötuna Boggy Depot og kom best of plata með þeim 2001. 19. apríl 2002 fannst Staley dauður í íbúð sinni og var uppgötvað að hann hefði dáið vegna blands af heróíni og kókainí 14 dögum áður en hann var fundinn.
2005 endurstofnuðu Inez, Kinney og Cantrell bandið og fundu nýjan söngvara, William DuVall, söngvari Comes With The Fall. Nýjasta plata þeirra var gefin út 29. september 2009 af Virgin/EMI.

Meðlimirnir í dag eru eftirfarandi:

William DuVall: Söngur, gítar
Jerry Cantrell:Söngur, lead-gítar
Mike Inez: Bassi
Sean Kinney: Trommur

Ég veit ekki hversu mikið Cantrell syngur á þessari plötu. Endilega látið mig vita ef þið vitið það.

1: All Secrets Known 4:43

Áður en ég tók þessa plötu fullkomlega í gegn tók ég allar hinar breiðskífur sveitarinnar (Facelift, Dirt, Alice In Chains) til að skoða aðeins hvernig þeir voru áður og hvernig Staley hljómaði. Fyrir utan aðal lagahöfundinn þá er erfiðast að finna nýjan söngvara fyrir hljómsveit en að mínu mati var DuVall frábær fyrir þetta band. Syngur vel, hefur svipaða rödd og Staley þó hann reynir ekki að vera of líkur honum, og út af því þá virðist þetta lag vera mjög svipað gamla efninu (samt auðvitað eitthvað búið að þróast)

2: Check My Brain 3:58

Ég væri ekki hissa ef byrjunarriffið hefði verið samið þegar gítar-/bassaleikarinn voru að stilla hljóðfærin sín því þetta hljómar verulega líkt því. Þegar ég hlustaði á þetta lag fyrst fannst mér það frekar lélegt, en hef síðan þá verið að fíla það meir og meir og er með betri lögum þessara plötu. Viðlagið er mjög grungelegt og grípandi.
Btw finnst einhverjum þessar línur í viðlaginu vera sérstakar?
“California, I'm fine somebody check my brain
California's all right somebody check my brain”
Ef það eru fáranlegri textar á plötunni, ekki hafa fyrir því að láta mig vita, spái allt of lítið í textum.

3: Last Of My Kind 5:53

Hvað er málið með byrjunina? Þetta minnir mig á allt of mikið af hlutum til að setja þá niður. En strax eftir kemur áreiðanlega besta riff plötunnar og fljótlega á eftir sérkennilegur söngur (eitthvað notað við hann sem ég veit ekki hvað er). Pre-chorusinn finnst mér vera frekar stolinn (eða kannski minnir hann mig á eitthvað sem ég hef samið). Sólóið í laginu finnst mér vera frekar slappt. Samt sem áður gott lag.

4: Your Decision 4:43

Ánægjulegt að hafa acoutstic lag á þessari plötu, enda eru þau lög með Alice In Chains mjög góð. Gítarhljómurinn í byrjun lagsins er mjög flottur. Ekki besta lag plötunnar þó það helst ágætlega vel út. Má eiga það að hafa flott sóló.

5: A Looking In View 7:06

Ágætlega þungt lag, bassinn hefur góða þyngt í þessu lagi. Fyrir mér er þetta ekkert sérstakt þangað til önnur mínútan kemur, þá kemur frábær söngur hjá DuVall (minnir mann frekar vel á Staley). Restin af laginu helst ágætlega vel út en er meira plötufyllir frekar en hitsong að mínu mati. Eitt riff sem mér finnst standa uppúr, ekkert meira.

6: When The Sun Rose Again 4:00

Annað acoustic lag og er þetta rólegra. Gítarspilið er mjög gott í þessu lagi og slagverkin eru mjög skemmtileg. Sólóið er gott og sömuleiðis söngur. Betra lag en síðustu 2.

7: Acid Bubble 6:56

Þetta hljómar verulega fáranlega (og ég veit það) en byrjunarriffið minnir á Bledd með Meshuggah. Þegar söngurinn byrjar eyðist samt hugsunin um það. Lagið er alveg verulega hægt og minnir takturinn vel á Doom-tónlist (ekki leikurinn). Röddunin/doublið í söngnum er vel gert, bassalínurnar eru mjög góðar í fyrri hluta lagsins. Eftir næstum 3 mínútur breytist lagið algjörlega og skiptist takturinn úr 7/4 í 6/4 oft, með betri hlutum plötunnar. Mjög fjölbreytilegt lag sem maður sér ekki oft í þessari stefnu.

8: Lesson Learned 4:17

Viðlagið og sólóið er verulega catchy, en finnst þeir vinna aðeins of mikið frá einu riffi í þessu lagi. Ég verð bara hrósa trommunum í þessu lagi, finnst áheyrslan vera mjög góð, og fyrir mig er það jafn-mikilvægt og að halda takti og vera þéttur á trommum.

9: Take Her Out 4:00

Að mínu mati er þetta versta lag plötunnar, lítið sem maður man eftir því (man ekkert eftir þessu lagi þegar ég fór yfir þetta og hafði hlustað á plötuna eitthvað í gegn. Þetta lag er samt ekki það slæmt að ég get ekki fattað af hverju fólk fílar það.

10: Private Hell 5:38

Fyrir utan Rain Will Fall með I Mother Earth og Again af titilplötu AIC er þetta uppáhalds grunge/alternative lagið mitt. Doublið í laginu virkar fullkomlega, viðlagið er frábært, gítarleikurinn og bassinn mjög góður. Allt svínvirkar í þessu lagi.

11: Black Gives Way To Blue 3:04

Enn eitt rólega lagið, sem hefur fínt píanóspil (sem er spilað af Elton John). Mjög gott lag til að enda plötuna, gítarhljómurinn er mjög góður og söngurinn fínn. Get ekki fundið meira til að segja um þetta lag.

Fyrir mér er þetta besta plata Alice In Chains með titilplötu þeirra (hún gæti reyndar allt eins verið betri, en vil ekki segja það alveg).

Einkunn: 8,5

Hérna til að kynna plötuna er Last Of My Kind
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=i0nQpduuLeY

Og hérna er Brother (Unplugged) með Staley, R.I.P.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=TD7WCfa6a7I


Og síðan spurning til ykkar: Hafið þið séð eitthvað af plötum á Íslandi með I Mother Earth eða My Morning Jacket? Og þá aðalega Dig (IMM) og Z (MMJ).



Takk fyrir

sabbath

PS: Hef verið að hlusta soldið meira á Amputechture og finnst einkunnargjöfin vera aðeins of há. Hún hefur núna 7.