Nýr stjórnandi á /dyr Daginn.Ég hef verið ákveðinn til að endurvekja þetta ágæta dauða áhugamál, svo það væri frábært ef fólk væri eitthvað duglegt að vinna í því með mér.
Ef þið hafið eitthvað að auglýsa tengt dýrm, sendið mér þá PM og ég set það í kubbinn “Auglýsingar” og mun halda því í allavega 2 vikur. Ef það sem þið eruð að auglýsa hefur þar að auki undiráhugamál er líka fínt að auglýsa þar.

Komið með skemmtileg myndbönd og ég mun setja þau inná “Dýravideo” (bið samt bara um youtube myndbönd).

Svo ætla ég líka að koma nýju lífi í “Gæludýr vikunnar”. Sendið mér PM með link af mynd af dýrinu ykkar og svör við þessum 10 spurningum:

1. Nafn gæludýrsins:
2. Aldur:
3. Afmælisdagur:
4. Kyn:
5. Heldurðu upp á afmæli gæludýrsins þíns?
6. Fær dýrið pakka á jólunum?
7. Hvenær fékkstu dýrið og hvernig?
8. Kann dýrið einhver trikk?
9. Ef dýrið þitt kynni að tala, hvað myndi það segja?
10. Segðu okkur skemmtilega sögu af dýrinu þínu:


Myndin má ekki vera stærri en 350*263 pixlar.

Ég set það síðan inn með bestu getu(kann ekki 100% á html).

Komið líka með kannanir og myndir, hvað sem er til að láta þetta áhugamál ekki vera dautt lengur.

sabbath kveður.