Bestu animation-myndir; síðasti hluti Hér fyrir neðan eru 10 uppáhalds animation-myndir mínar. Njótið.


10: The Secret Of NIMH (1982); leikstýrð af Don Bluth
Músin Mrs. Brisby leitar hjálpar frá rottum til að færa heimili hennar frá enginu, því sláttutíminn er að fara að byrja og yngsti sonur hennar er með lungnabólgu og má ekki fara út.
Fyrsta og langbesta myndin sem Don Bluth gerði og er orðin hræðilega gleymd. Myndin er fáranlega áhugaverð með pælingum sínum um þróun, með karakterunum sínum og útliti. Karakterarnir eru margir eftirminnilegir, og nær Mrs. Brisby að halda myndinni vel uppi sem móðir sem gerir hvað sem er til að bjarga lífi sonar síns. Útlitið er fallegt, myrkt og dularfullt og passar fullkomlega við aðstæður myndarinnar. Myndin er kraftmikil, alvarleg, spennuþrungin og oft mjög myrk en vonin og fágunin sem myndin hefur byggt upp er enn sýnileg.


Uppáhalds atriði: Climax-inn, hluti af atriðinu:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=mu4BkrUHQv4&


9: Who Framed Roger Rabbit (1988); leikstýrð af Robert Zemeckis
Í heimi þar sem teiknimyndapersónur eru raunverulegar, er kanínan Roger grunaður fyrir morð. Hans eina hjálp er fyrrverandi lögreglumaður sem hatar teiknimyndapersónur.
Ég mundi segja að þetta væri ein frumlegasta animation-mynd sem ég hef séð, en margar af frumlegustu myndunum eru í topp tíu. Þessi er að minnsta kosti með þeim ferskustu. Stíllinn er frumlegur, en myndir blandar saman teiknimyndum og film-noir fíling sem passar fullkomlega saman. Húmorinn er æðislegur og fer frá slapstick húmor að fullorðinshúmor og er aldrei langt í hann. Aðalkarakterarnir fjórir (Roger, Jessica, Eddie Valiant og Judge Doom) skilja líka mikið eftir sig. Þetta er líka mynd þar sem ég spurði sjálfan mig oft „Hvernig gátu þau gert þetta?“. Myndin lítur nær alltaf út eins og að teiknimyndapersónurnar séu í rauninni þarna, bæði með framistöðum Bob Hoskins og Christopher Lloyd og með smáatriðunum sem hreyfast þegar persónurnar snerta þau. Æðisleg mynd.

PS: Það er að koma framhaldsmynd og leikstjórinn Robert Zemeckis og Bob Hoskins munu snúa aftur.


Uppáhalds atriði: Donald Vs. Daffy
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=6H9f8qUrF6w


8: Sen to Chihiro no Kamikakushi (Spirited Away) (2001); leikstýrð af Hayao Miyazaki
Í miðjum flutningi endar 10 ára stelpan Chihiro í heimi þar sem draumar, galdrafólk alls konar verur búa og þarf að leita að foreldrum sínum sem hurfu á svæðinu, sem er baðhús.
Hér kemur mynd sem er sönnun þess að animation getur verið hugmyndaríkara heldur en venjulegar leiknar kvikmyndir, því Spirited Away hefði aldrei getað virkað eins vel þannig. Hugmyndaflugið er ótrúlegt, og það er vægast sagt. Það er eins og Ghibli hafi sett allar verur og bakgrunn sem þeim datt í hug í myndina og ég lýg ekki þegar ég segi að þetta er flottasta hefðbundna teiknimynd sem ég hef séð. Hayao Miyazaki kemur líka með það vel skapaða þroskasögu yfir aðalkarakternum að það er næstum því ógerlegt að ná ekki að tengjast Chihiro. Sagan er skapandi, karakterarnir eru eftirminnilegir, myndin er ófyrirsjáanleg og andrúmsloftið er ótrúlegt.


Uppáhalds atriði: Lestaratriðið. Fann ekki myndband. Hér er lagið:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=aj6FFKiLs50&feature=related


7: WALL-E (2008); leikstýrð af Andrew Stanton
Í framtíðinni, þegar mannfólk hefur yfirgefið jörðina og vélmenni hafa verið gerð til að þrífa hana, leggur eitt vélmenni, WALL-E í ferðalag sem mun ákveða örlög jarðarinnar.
Besta animation og Sci-Fi mynd síðasta áratugs. WALL-E er besta mynd Pixar og langbest leikstýrða myndin þeirra, en myndin notast mikið við andrúmsloft og handritið er eins lítið og hægt er, og nýstist miklu meira við að sýna frekar en að segja. Samband WALL-E við vélmennið EVE er ótrúlega sætt og WALL-E er einhver eftirminnilegasta animation-persóna sem ég hef séð. Myndin er fyndin og mér líkar við hvað hún hefur að segja. Og til að toppa allt þá tel ég þetta vera flottustu tölvugerðu mynd sem ég hef séð (en miðað við hversu hröð tækniþróunin er á því, þá efast ég um að þetta álit mun vera lengi í viðbót) og hljóðhönnunin er ótrúleg.


Uppáhalds atriði: WALL-E og EVE í geimnum. Æðislega fallegt atriði.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=dRHBmOSbEtM


6: Hotaru No Haka (Grave Of The Fireflies) (1988); leikstýrð af Isao Takahata
Tvö systkini, Seita og Setsuko, reyna að þrauka út í Japan í seinni heimsstyrjöldinni.
Einhver óþæginlegasta og kraftmesta stríðsmynd sem hefur verið gerð. Fyrir utan fá atriði þá hefur myndin lítið sem ekkert jákvætt við hana. Strax í byrjun verður hún sorgleg og verður erfiðara og erfiðara að fylgjast með henni, sérstaklega ef maður nær að tengast Seita og Setsuko. Hún er mannlegt, kröftug, sorgleg og á vissan hátt, falleg.

PS: Það er hægt að sjá alla myndina á youtube, á japönsku:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ae9t8_xsTfQ&feature=related


Uppáhalds atriði: Hef ekkert.


5: Beauty And The Beast (1991); leikstýrð af Kirk Wise og Gary Trousdale
Eftir að faðir hennar týnist leitar Belle að honum og finnur hann dýflissu í kastala sem skrímsli og lifandi húsgögn lifa í. Hún biður um að skipta á sér og honum og byrjar að kynnast húsgögnunum og skrímslinu betur.
Beauty And The Beast hefur margt sameiginlegt við margar aðrar myndir Disney frá endurkomutímabilinu (1989-1999). Það sem gerir Beauty And The Beast betri en hinar myndirnar er að hún gerir næstum allt betra en hinar. Hún hefur best samda aðalkarakter
fyrirtækisins, LANG bestu rómantíkina á milli Belle og Beast (sem heitir víst Adam), skemmtilega aukakarktera, frábæra tónlist, eftirminnileg lög (aukalagið, Human Again, er betra en mörg önnur lög frá tímabilinu) og eitt mannlegasta og best skapaða illmenni Disney, Gaston, sem er æðislegur. Myndin hefur undanfarið fengið orðstýr fyrir að hafa Stockholm Syndrome (þegar gíslinn fer að heillast að/verður ástfanginn af þeim sem heldur honum gíslingu) sem ég gæti ekki verið meira ósammála. Must-see mynd.


Uppáhalds atriði: No one sings like Gaston [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=zDMfpbdbHWg

Og þetta:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=5yJnvv_R2rk&feature=related


4: Kokaku Kidotai (Ghost In The Shell) (1995); leikstýrð af Mamoru Oshii
Lögreglukonan Motoko sem er hefur hluta af vélmenni í sér leitar að dularfullum hakkara sem er einungis þekktur undir nafninu The Puppet Master.
Fyrir mynd sem er aðeins 83 mínútur, þá er Ghost In The Shell risastór mynd þegar kemur að söguþræði, karakterum og pælingum. Sögurþráðurinn er flókinn en vel settur, karakterarnir eru vel skrifaðir, Motoko sjálf er áhugaverð og flókin og ég elska pælingar sem myndin hefur yfir hvað merkir að lifa og hvað merkir í rauninni að vera mennskur. Hasaratriðin eru vel gerð og þung, útlitið er flott, andrúmsloftið er frábært og tónlistin er einkennileg og vel gerð.

PS: Þetta er einn stærsti áhrifavaldur The Matrix.


Uppáhalds atriði: Credit-listinn
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=iA0EVZbnOW4

Og samtal Motoko við Puppet Master
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=EJkxQkGxAsE


3: Animal Farm (1954); leikstýrð af John Halas og Joy Batchelor
Dýr á sveitabæ gera uppreisn gegn eiganda sínum sem kemur illa fram við þau og hugsar nær ekkert um þau. Uppreisnin endar hræðilega þegar svínin fara að taka yfir bænum og verða aðstæðurnar verri en áður fyrir dýrin.
Animal Farm (byggð á samnefndri bók eftir George Orwell) nær að halda tóninum, karakterum, söguþræði og andrúmslofti svipuðum bókinni, fyrir utan endinn. Andrúmsloftið er þungt allan tímann, myndin er mjög alvarleg og er, eins og bókin, ljóðræn og vel gerð allegoría frá Rússnesku byltingunni og spillingu leiðtoga byltinga. Myndin kemur líka sjálf með sínar samlíkingar og tákn, eins og t.d. hvernig krákan merkir dauða og hversu hringóttar byltingar geta verið. Maurice Denham fær líka hrós fyrir að tala fyrir hvern einasta karakter í myndinni. Ég er þar að auki einn af þeim fáu sem líkar betur við endirinn á myndinni heldur en bókinni, án þess segja neitt.


Uppáhalds atriði: Hænsin yfirheyrð. Byrjar í kringum 8:00 til endar. Myndin er í rauninni ekki svona dökk.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=sTDx6S-QbvE&feature=related


2: Mononoke Hime (Princess Mononoke) (1997); leikstýrð af Hayao Miyazaki
Á leið sinni til að finna lækningu við bölvun verður Ashitaka miðpunktur í stríði á milli skógarguða og járnverksmiðju. Hann hittir líka San, stundum kölluð Mononoke, sem hefur allt sitt líf alist upp í skóginum.
Af öllum myndum sem ég hef sem hafa sinn svokallaða „man vs. nature“ söguþráð, þegar menn eru í stríði á móti öðru fólki/lífverum sem hafa meiri tengsl við náttúrunna (t.d. Ferngully, Avatar, Dances With Wolves, Pocahontas og The Last Samurai), þá er Princess Mononoke minnst einhliða. Ashitaka heimsækir báða staðina í stríðinu og neitar hann að berjast með öðru hvorum hópnum og endurspeglar hann álit áhorfandans. Ég gat til dæmis ekki ákveðið hver er í rauninni illmennið í myndinni. Báðar hliðar hafa kosti og galla yfir því sem þau eru að sýna. Myndin sjálf er ein mest epískasta sem ég hef séð, með útliti sínu, hugmyndarflugi sínu og söguþræði. Hún er kröftug, óhefðbundin, eftirminnileg, falleg og heillandi.


Uppáhalds atriði: Hef ekkert, fann ekkert.


1: Pinocchio (1940); leikstýrð af Norman Ferguson, T. Hee, Wilfred Jackson, Jack Kinney, Hamilton Luske, Bill Roberts og Ben Sharpsteen
Brúðan Pinocchio (Gosi) lifnar við að þarf að sýna hugrekki, ósjálfselsku og hreinskilni, með hjálp engisprettunnar/samviskunnar Jiminy Cricket, til að verða að raunverulegum strák.
Aldrei hef ég séð mynd með eins mikinn sjarma á bak við hana. Allir karakterarnir eru eftirminnilegir og ég meina allir. Pinocchio og skapari hans, Geppetto, eru vel skapaðir karakterar og þroskasaga Pinocchio er frábærlega vel unnin. Ég elska líka hversu mikið myndin breytist. Fyrri helmingurinn er sjarmerandi, skemmtilegur, fyndinn og bjartur á meðan hinn er óhugnalegur, myrkur og spennandi. Sem betur fer gefur myndin sér tíma í að breytast. Smáatriðin sem myndin hefur er líka stór kostur. The Coachman er með vanmetnustu illmennum frá Disney.
PS: Þetta er eina Disney-myndin sem Mel Blanc, sem talaði fyrir flesta Looney Tunes karakteranna, talaði fyrir. Línurnar hans voru því miður teknar úr myndinni fyrir utan hiksta.


Uppáhalds atriði: Pleasure Island, hluti af atriðinu:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=tgmfV5VLHvs&feature=related

Þetta líka:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=SI9joVXW3DE


Þá er ég búinn með listann yfir topp 50 animation-myndir sem ég hef séð. Takk fyrir.

- sabbath