Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

plone
plone Notandi frá fornöld 142 stig

Re: Rokkárið 2003

í Rokk fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Fleiri skemmtilegar útgáfur 2003: Bonnie ‘Prince’ Billy, Sea & Cake, Yo La Tengo, Calexico, Songs:Ohia, Tortoise, Album Leaf, American Analog Set, Sackville og fleiri sem ég man ekki eftir í fljótu bragði… vonandi kemur líka eitthvað frá Sodastream, New Year, Modest Mouse, Blonde Redhead og isan…..þá yrði ég afar sæll. svo eru það náttúrulega Kimono, Náttfari, Maus, Botnleðja, Hudson Wayne og vonandi Ókind og Isidor líka. Já, það er gott ár framundan…..

Re: Jólalög sem...

í Rokk fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Low platan fæst því miður ekki lengur á Íslandi og ég veit ekki hvort það sé enn verið að framleiða hana….ekki að það böggi mig því ég á mitt eintak á öruggum stað. rúnk gaf út fína jólaplötu í fyrra sem fæst í hljómalind og svo var að koma ný jólaplata með lögum frá Low, St.Etienne, Badly Drawn Boy, Opiate, Hermann & Kleine, Future 3, Erland Oye (Kings of Convinience) og fleirum. monika enterprises útgáfan gaf út afar steikta jólaplötu fyrir nokkrum árum sem heitir Santa Monika og ég mæli...

Re: Van Halen

í Rokk fyrir 21 árum, 6 mánuðum
svo má bæta við að Eddie van Halen spilaði einmitt á gítar í laginu Beat it með Michael Jackson….hann reiknaði reyndar ekki með að nokkur sála myndi heyra það eða taka eftir að þetta væri hann en annað kom á daginn

Re: Geisladiskabúð Valda

í Rokk fyrir 21 árum, 6 mánuðum
konan er dönsk en ekki norsk og það sem meira er þá er hún mamma hans Valda….þess vegna fer hann stundum til danmerkur. allavega, snilldarbúð rekin af snilling. Valda sem forseta!

Re: Tónleikahald: Kimono og Maus

í Rokk fyrir 21 árum, 7 mánuðum
líkast til í lok október eða byrjun nóvember. það á bara eftir að mixa eitthvað.

Re: Tónleikahald: Kimono og Maus

í Rokk fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hvað er þetta? Skilur enginn brandarana hans Alex? Þeir virka kannski alveg á prenti en ef þið veltið því fyrir ykkur að orðin pause og paws hljóma alveg eins þá skiljiðið kannski brandarann um kóalabjörninn. En, en frábærir tónleikar. Kimono jafn góðir og venjulega og Maus í rosalegu stuði. Þó einhverjum finnist þeir ekki skemmtilegir er ekki hægt að neita því að þeir eru drulluþéttir og ég gekk út mjög sáttur með suð í eyrunum :)

Re: Godspeed you black emperor

í Rokk fyrir 21 árum, 8 mánuðum
stórtíðindi: ný Godspeed plata í nóvembe. Hún heitir yanqui u.x.o. og inniheldur meðal annars nokkur lög sem fengu að hljóma í Íslensku óperunni í mars s.l. All Lights Fucked…telst ekki til eiginlegra platna því eintökin voru bara 33. Á þeim tíma voru líka þrír í bandinu Efrim, Mauro og Moya (hættur) en þess má til gamans geta að aðrir núverandi meðlimir GYBE hafa hvorki heyrt né séð eintak af þessari frægu kassettu. En, jólin nálgast. Sigur Rós 28. október og Godspeed 4. nóvember….tilviljun?

Re: Sokkurinn hans Skurken...

í Raftónlist fyrir 21 árum, 8 mánuðum
væri ekki tilvalið að ramma sokkinn inn og hengja hann upp á vegg á hard rock? þá gætu útlendingar farið í pílagrímsferðir til okkar litla lands og sagt barnabörnum söguna sína er þeir sáu sokkinn hans skurken.

Re: Tónlistin í FF

í Final Fantasy fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Nobuo er snillingur! Soundtrackið er úr FFVII er t.d. alveg æðislegt og mjög gaman að hlusta á alla fjóra diskana hvern á eftir öðrum. Svoldið tímafrekt reyndar en maður hefur jú alltaf tíma fyrir Nobuo og raunar japanska tölvuleikjatónlist almennt.

Re: Yo La Tengo

í Rokk fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Jebb, á www.yolatengo.com. jafnframt getur þú setið klukkutímunum saman og leikið þér Yo La Tengo Pez leiknum. Góða skemmtun.

Re: Yo La Tengo

í Rokk fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Tæknilega séð er þetta ekki “alvöru” plata heldur tónlist sem þau gerðu við bíómynd. Hljómsveitin túraði t.d. um daginn og lék þá tónlistina við bíómyndina og væntanlega hafa allir verið obboslega glaðir. Áfram Yo La Tengo! Það er samt ekki vitað hvenær næsta Yo La Tengo breiðskífa kemur út en hins vegar má ég til með að nefna að nýja Low platan, ‘Trust’, kemur út í haust.

Re: Samstarf á netinu

í Raftónlist fyrir 21 árum, 10 mánuðum
kíkið líka á www.8bitpeoples.com. ég verð þreyttur á að tala um þá fjölskyldu enda með fallegustu hugmyndafræði í heimi að leiðarljósi.

Re: algjör nýliði

í Danstónlist fyrir 21 árum, 10 mánuðum
það er eitt sem þú þarft að hafa í huga: þú ættir aldrei að setjast niður til að gera tónlist EINS OG þessi eða hinn. það endar yfirleitt með ósköpunum, sérstaklega þegar um jafn fræga og virta tónlistarmenn er að ræða. Aphex eftirapanir eru oftast leiðinlegar og þess vegna skora ég á þig að sýna smá frumleika því þá nærðu miklu lengra. Aphex Twin náði til dæmis ekki svona langt með því að gera tónlist eins og einhver annar. Hann hafði vissulega sína áhrifavalda en galdurinn er að kunna að...

Re: rafrovision 2002

í Raftónlist fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Munum mottóið góða: AUXPAN Í EUROVISION! þá verður allt betra.

Re: Hvernig eigum við að lýta á Falun Gong???

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég og vinir mínir vorum nú hvorki fullir né þunnir í þessum mótmælum en vissulega voru einhverjir það. Þetta snýst samt ekki bara um Falun Gong heldur um brot á mannréttindum, bæði í Kína og á Íslandi. Hafði löggan heimild til að banna mér að koma nálægt Austurvelli? Hefði ég verið með læti þá hefði ég skilið það en mér finnst það ekki vera læti að standa þegjandi með svartan borða og hendur upp í loft. Ég styð samt ekki að spjaldinu hafi verið kastað í fjallkonuna þó ég efa stórlega að um...

Re: Hvernig eigum við að lýta á Falun Gong???

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Falun Gong er EKKI sértrúarsöfnuður og hefur í raun ekkert með trú að gera og telur fólk frá fjölmörgum þjóðlöndum sem aðhyllist ólík trúarbrögð. Auðvitað segir sendiherra Kína að Falun Gong sé illt. Þeir sem eru á annarri skoðun en stjórnvöld í Kína eru allir illir. Það er ekkert tjáningarfrelsi, bara annað hvort eða - svart eða hvítt. Íslendingar höfðu engan rétt til að vísa fólkinu úr landi eða hefta för þeirra. Þetta er gróft brot á Schengen sáttmálanum og má ríkisstjórnin nú búast við...

Re: Harðstjórar og friðarhreyfingar

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Að þú skulir ekki skammast þín fyrir að líkja Falun Gong við K.K.K. - Ekki gera fórnarlömbin að gerendum. Það er stjórn Kína sem er að myrða fólk en ekki öfugt. Ég er ekki að segja að ég leggi stund á Falun Gong eða hyggist gera það en ég styð allavega almenn mannréttindi og blöskrar framkoma íslenskra stjórnvalda. Ekki var samt nóg með það, íslenskum mótmælendum var einnig meinað að tjá sig á meðan Davíð Oddsson gerði lítið úr þeim sem eru honum ósammála. Valdahrokinn í þessum manni er að...

Re: Barcelona í sumar

í Danstónlist fyrir 21 árum, 10 mánuðum
ég las einhvers staðar að isan ætluðu að spila á þessari hátíð. Fyrir utan það að vera ein besta hljómsveitin á sínu sviði í heiminum þá kemur hún aldrei fram á tónleikunum þannig að þetta verður eitthvað sögulegt ef það er rétt að þeir muni spila.

Re: HJÁLP !

í Rokk fyrir 21 árum, 10 mánuðum
síðan Different Class kom út hefur Pulp gefið út tvær plötur sem seldust víst ekkert of vel…..ég veit til dæmis ekki betur en að það hafi komið út plata með þeim í lok síðasta árs. annars var/er Pulp alltaf svoldið fyndin hljómsveit. Jarvis Cocker er lúmskur snillingur og leikstýrði til dæmis einu Aphex Twin myndbandi auk þess að ráðast á Michael Jackson og gera myndband með fólki sem lítur út EINS og frægar poppstjörnur en skortir kannski sönghæfileikana…..mjög fyndið.

Re: Boards of Canda

í Raftónlist fyrir 21 árum, 11 mánuðum
jebb, tók til dæmis einhver eftir því að Leslie Nielsen kemur fyrir á Geogaddi?

Re: Hvað er að verða um Metallica?

í Metall fyrir 21 árum, 11 mánuðum
ef plötufyrirtækin fara á hausinn þá er það ekki vegna internetsins heldur of hás verðlags. Ég meina, það kostar 20 cent að framleiða þetta plastdrasl…… annars mega metallica alveg gera það sem þeir vilja, mér gæti ekki staðið meira á sama. síður eins og Napster eru hins vegar mjög mikilvægar fyrir óþekktari hljómsveitir….t.d. hjálpaði Napster Sigur Rós mikið og ég get sagt með vissu að plötur Sigur Rósar hefðu ekki selst jafn vel í Bandaríkjunum ef ekki væri fyrir Napster….. En, fyrirgefið....

Re: Hvað er að verða um Metallica?

í Metall fyrir 21 árum, 11 mánuðum
smá um Napster-málið: - Hvort ætli sé mikilvægara fyrir tónlistarmenn; að láta tónlist sína heyrast eða græða pening. Annað hvort ertu hóra eða ekki og Metallica eru hórur…..það myndi samt kannski ekki skipta neinu rosalegu máli ef þeir gætu eitthvað á annað borð. Þeir eiga eftir að verða eins og Rolling Stones; sorglegir gamlir kallar sem eltast við tískubylgjur. Því miður, segi ég nú bara þó að ég hafi nú aldrei litið á mig sem Metallica aðdáanda.

Re: Hvað er að verða um Metallica?

í Metall fyrir 21 árum, 11 mánuðum
p.s. Aerosmith, góð hljómsveit? ég myndi nú frekar kalla hana rót alls ills í heiminum en það er náttúrulega bara mín skoðun. Persónulega sé ég engan mun á Aerosmith og t.d. Michael Bolton. Metallica eru þó aðeins skárri en samt ekki mikið og af hverju endar hver einasta setning í seinni tíma Metallica lögum á AAHHH? Turn the page-aahh og svo framveigis. Talar maðurinn virkilega svona eða er hann bara á kamrinum þegar hann er að gaula þetta?

Re: ...um isan

í Raftónlist fyrir 21 árum, 11 mánuðum
bæði Aphex Twin og Howie B. hafa reyndar spilað hér…… en það kemur nú Board of Canada lítið við. þess vegna segi ég bara að þeir séu æðislegir og læt þar við sitja.

Re: ...um isan

í Raftónlist fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Mouse on Mars eru nú töluvert súrari og ekki alveg fyrsta hljómsveitin sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um Boc en hvað um það….. ég væri samt alveg til í að sjá Mouse on Mars læv því það er sjaldgæft að sjá raftónlistarmenn sem eru góðir á sviði. flestir sitja bara við tölvuna sína og leyfa fólki að heyra nákvæmlega það sama og er á plötunni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok