Yfirskriftin:
20.9. í Norðurkjallaranum
MAUS + KIMONO + DJ KGB

Í gær 20. September var Maus að halda sína fyrstu tónleika frá Þýskalandsferð sinni. Þeir eru með nýja plötu í ferðatöskunni sinni og tóku nokkur lög af plötunni fyrir NFMHinga og aðrar pjöllur utan nemendafélagsins. Maus eru að mínu mati ekkert sérstakt band og þeir spiluðu bara eitt gott lag þetta kvöldið af nýju plötunni sinni. En highlight kvöldsins var pottþétt Kimono. Ég verð að viðurkenna að ég hafði aldrei heyrt um þessa hljómsveit áður en þeir eru allir íslenskir nema söngvarinn sem leikur einnig á gítar. Tónlistin þeirra var það sem bjargaði mínu kvöldi gjörsamlega. Spilið er ekki svo ólíkt Mogwai á köflum þarsem gítarinn fær að njóta sín hátt uppi en ekki alltaf í drop D riffum. Gítarleikarinn kandíski var alveg frábær og lifði sig ekkert smá inn í þetta allt saman. Lögin byggjast hægt upp og enda svo í villtu reivi og svita. Virkilega tilfinningarþrungin tónlist sem nýtur sín allra best á tónleikum. Trommarinn fær stórann plús fyrir flottasta skegg sem ég hef séð og gítarleikarinn/vókalisti fyrir steiktasta brandara sem ég hef heyrt. Eitthvað sem virkar hreint ekki á prenti en hann var um tvo MHinga og einn MRing.

Ef þú villt ná í lög með hljómsveitinni þá bendi ég á rokk.is og heimasíðu útgefandans www.mineur-aggressif.com.


Grein þessi byrtist á <a href="http://www.heilabu.com“ alt=”Heilabú Galtarins">www.heilabu.com</a>.