Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

plone
plone Notandi frá fornöld 142 stig

Re: MOUNT EERIE MINI-TOUR

í Músík almennt fyrir 19 árum, 1 mánuði
takk til allra sem mættu á einhverja af þessum tónleikum. við vorum öll mjög ánægð og þau koma vonandi aftur í framtíðinni. fleiri tónleikar í (hægum) undirbúningi…. árni viða

Re: Kommúnismi ríkir á Huga!

í Tilveran fyrir 19 árum, 2 mánuðum
já, þú meinar líklega FASISMI. Kommúnismi er andstæðan við fasisma og gengur út á að allir séu jafnir….hins vegar hafa kommúnistaríki gjarnan þróast yfir í fasistaríki þegar völdin byrja að spilla. þess vegna er oft talað um að kommúnismi sé til í orði en ekki á borði. en ég skil alveg hvað þú ert að tala um. mikið af fólki finnst fínt ef aðrir hafa skoðanir…svo lengi sem þeir samræmast þeirra eigin!

Re: Tónlistadómasíða

í Músík almennt fyrir 19 árum, 4 mánuðum
www.pitchforkmedia.com (daglega) www.brainwashed.com (vikulega) www.fakejazz.com (einhvern tíma og einhvern tíma) + fullt af fleiri síðum. ágætis hugmynd að fara á heimsíður hljómsveita og finna þaðan tengla á síður þar sem plötur eru dæmdar (gott fyrir egó hljómsveita að hafa tengil á síðu þar sem hún fær góða dóma!)

Re: Hlustar einhver hér á Cat Power

í Músík almennt fyrir 19 árum, 4 mánuðum
því miður fást þessar plötur hvergi hér á landi. prófaðu insound.com eða aðrar vefverslanir. mér hefur alltaf fundist cat power hafa hæfileikana til að verða ótrúlega stórt nafn en manneskjan er náttúrulega kex-rugluð og gerir meira að segja svolítið mikið í því að virka rugluð. öll lyfin sem hún er á hjálpa reyndar ekki. ég sá hana hita upp fyrir dirty three fyrir ca. 1 og 1/2 ári og þá var hún skelfileg. kláraði ekki 1 einasta lag og var bara að fíflast. tónleikar með henni er annað hvort...

Re: Mugison - Mugimama: Is this monkeymusic

í Rokk fyrir 19 árum, 4 mánuðum
ég býst við að hann láti litlu flipplögin, sem eru mjög stutt og fá bara eina stjörnu, ekki draga plötuna í niður….góðu lögin hafa meira vægi, býst ég við. svo þarf ég vart að taka fram að platan er framúrskarandi þó að dómurinn í mogganum hafi kannski verið pínu yfir strikið (sjá mugison.com). Gagnrýnandinn þar virðist gefa henna 100 stjörnur af 5 mögulegum og þetta minnir barasta á dómana um Sigur Rós þar sem þeim var líkt við æðri máttarvöld…þeir eru frábærir en þetta er kannski...

Re: Hryðjuverkaþjóðin Palestína

í Deiglan fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Það er eins og fæstir geri sér grein fyrir því að meirihluti íbúa beggja landa vill að ofbeldinu linni og því ekki hægt að alhæfa með því að segja: Palestínumenn eru hryðjuverkamenn eða Ísraelar eru hryðjuverkamenn….Það er ekki heldur hægt að segja að önnur þjóðin sé góð og hin vond. Heimurinn er ekki hollívúdd bíómynd og það eru alltaf fleiri en ein hlið þar sem ólík sjónarmið takast á. Samtökin Ísland-Palestína hafa aldrei lagt neina blessun yfir hryðjuverk Palestínumanna þó þau biðji um...

Re: Elliott Smith

í Músík almennt fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Tékkaðu endilega á Rivulets, Drekka og Þóri á morgun (þri. 16. nóv) í Hellinum….líka þið öll hin sem dáðuð meistara Elliott. Þessir tónleikar hefjast kl. 20:00 og kostar aðeins 700 krónur. Fyrir þá sem ekki vita er Hellirinn að Hólmaslóð 2 og er strætóleið #2 með endastöð beint fyrir utan.

Re: Rivulets

í Músík almennt fyrir 19 árum, 5 mánuðum
já, bara borga á staðnum. þú ættir samt að slá upp tjaldbúðum strax í kvöld til að fá örugglega miða! nei, nei ekkert stress. þetta verða bara litlir og sætir tónleikar eins og síðast þegar þeir félagar komu…

Re: Rivulets

í Músík almennt fyrir 19 árum, 5 mánuðum
HÉR ER SMÁ TEXTI UM DREKKA OG ÞÓRIR, SEM ERU EKKI SÍÐUR SKEMMTIELGIR: DREKKA Á næsta ári verður liðinn heill áratugur síðan BlueSanct var sett á laggirnar en þess má til gamans geta að ári áður hafði Anderson einmitt komið í fyrsta sinn til Íslands þó áhugi hans á íslenskri tónlist hafi kviknað mun fyrr. Þessi viðkunnalegi maður frá Bloomington í Indiana er nefnilega klassískt dæmi um forfallinn tónlistargrúskara sem er með puttana ofan í ólíklegustu hlutum og segja má að hans eigin tónlist...

Re: Rivulets

í Músík almennt fyrir 19 árum, 5 mánuðum
hlustaðu á Karate á X-inu eftir viku (þ.e.a.s. 7. nóv) þegar ég mun kynna tónleikana. Þátturinn er á dagskrá kl. 22:00.

Re: Elliott Smith

í Músík almennt fyrir 19 árum, 5 mánuðum
domino er dreifingaraðili elliott smith í evrópu. annars hefði hann aldrei getað verið tilnefndur til óskars fyrir önnur lög en miss misery því öll hin lögin hans í myndinni höfðu þegar komið út. ég held að lagið þurfi að vera sérstaklega samið fyrir kvikmynd svo það geti verið tilnefnt…. allavega…Elliott Smith = Snillingur p.s. Rivulets er líka snillingur sem vert er að athuga. Það vill svo skemmtilega til að hann er með tónleika í Hellinum þann 16. nóvember. Allir að mæta því það kostar...

Re: Tónleikar

í Músík almennt fyrir 19 árum, 6 mánuðum
rivulets, drekka og þórir í Hellinum (tónlistar-þróunarmiðstöðinni) þann 16. nóvember. nánar auglýst síðar samt…. annars ætti það næstum að vera bannað að kalla þetta beach boys! enginn brian wilson = engir beach boys.

Re: The Olivia Tremor Control

í Rokk fyrir 19 árum, 7 mánuðum
trúðu mér, þessi plata verður einfaldlega betri og betri og þá skiptir engu máli þó ég sé búinn að hlusta á hana mun oftar en 50 sinnum….ég þarf heldur varla að taka fram að það er nauðsynlegt að hlusta á hana í heyrnatólum - annars nær maður ekki nema brotabroti af því sem er að gerast. og fyrir þá sem eru að fíla Neutral Milk Hotel tékkið þá á bandi sem heitir The Decemberists. fínt dót þar á ferð.

Re: The Olivia Tremor Control

í Rokk fyrir 19 árum, 7 mánuðum
amen… ég skrifaði einu sinni grein um OTC þegar ég hélt úti tónlistarsíðu, sem líkt og þessi magnaða hljómsveit, er fyrir löngu komin undir mold. ég á samt enn þessa grein þannig að…. Olivia Tremor Control, sem ásamt Neutral Milk Hotel og The Apples in Stereo er þekktasta hljómsveitin á vegum Elephant 6, er gott dæmi um þessa nálgun. Undirstaða hennar er, eða öllu heldur var, hreint ómótstæðileg popplög sem gætu þess vegna verið beint úr smiðju Bítlanna eða The Beach Boys en gáskafull...

Re: Hryðjuverkamenn

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
rosalegar einfaldanir eru þetta. tjetsenía tók skólann ekki í gíslingu heldur afmarkaður hópur sjálfstæðissinna í landinu. meirihluti þjóðarinnar er hins vegar enn hlynntur moskvu-valdinu eins og nýliðnar kosningar í tétseníu bera vott um. auðvitað vildum við öll að svona harmleikur ætti sér aldrei stað; hvorki í rússlandi, bandaríkjunum eða annars staðar og staðreyndin að börn hafi verið að ræða gerir þetta enn meira sláandi. en þurftu þessi börn að deyja? þurfti rússneski herinn að ráðast...

Re: sjálfsmorðsárásir...

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
víst eru sjálfsmorðsárásir tilgangslausar en þegar búið er að taka allt af fólki á það oft aðeins eitt eftir; að deyja sem píslarvættir. ég er ekki að leggja stuðning minn við sjálfsmorðsárásir en við verðum líka að átta okkur á því hörmulega ástandi sem t.d. palestínumenn (ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um þá). búa við því það er fyrst og fremst það sem fær þá til að bregðast svona við kúguninni. það er því barnaleg einföldun að stimpla alla sem “glæpamenn” eða “vitleysinga” því...

Re: sjálfsmorðsárásir...

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
víst eru sjálfsmorðsárásir tilgangslausar en þegar búið er að taka allt af fólki á það oft aðeins eitt eftir; að deyja sem píslarvættir. ég er ekki að leggja stuðning minn við sjálfsmorðsárásir en við verðum líka að átta okkur á því hörmulega ástandi sem t.d. palestínumenn (ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um þá). búa við því það er fyrst og fremst það sem fær þá til að bregðast svona við kúguninni.

Re: Isidor platan komin í verslanir!!!

í Rokk fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Langsamlega langskemmtilegasta plata sem ykkur getur mögulega langað til að heyra….þarf ég að segja meira?

Re:

í Raftónlist fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Florian var reyndar lengst til hægri (frá sjónarhorni áhorfenda) og dansaði minnst….Reyndar sýndu meðlimirnir allir lítil svipbrigði enda hluti af þessari róbota-goðsögn þeirra. Það var ekki fyrr en þeir yfirgáfu sviðið að maður sá glitta í bros. Ég tel Kraftwerk varla frumkvöðla danstónlistar, meira svona frumkvöðla raftónlistar. Og þó ekki því löngu áður en þeir komu fram á sjónarsviðið höfðu menn eins og Raymond Scott og Bruce Haack verið að búa til ansi skemmtilega raftónlist. Kraftwerk...

Re: geta allir orðið trommarar??

í Rokk fyrir 20 árum
rokkhljómsveitir verða aldrei betri en trommuleikarinn. ef hann er lélegur er lítil von….gangi þér annars vel!

Re: MAN OR ASTRO-MAN

í Rokk fyrir 20 árum
þeir komu hingað árið 2000 (minnir mig) og tóku upp smá efni sem rataði á síðustu breiðskífu. sú kom út árið 2001 en síðan þá hefur lítið spurst til þeirra. ef einhver nennir að lesa þetta þá er hér smá grein sem ég skrifaði um M.O.A.M. fyrir nokkrum árum: Menn hafa löngum velt fyrir sér hvort líf finnist á öðrum hnöttum og fjöldi fólks telur sig meira að segja hafa séð geimverur einhvern tímann á lífsleiðinni. Meðlimir hljómsveitarinnar Man..Or Astro-Man? sjá aftur á móti geimverur í hver...

Re: Black Forest/Black Sea

í Músík almennt fyrir 20 árum
Þess má svo geta að um upphitun sér bráðefnilegur tónlistarmaður er kallar sig The Boo Coo Movement. Þeir sem hafa hlustað á útvarpsþáttin Karate reglulega ættu að kannast við það nafn þar sem hann hefur hlotið verðskuldaða athygli.

Re: Lesendur

í Rokk fyrir 20 árum, 1 mánuði
ekki meira! ekki meira! plís…. það eru alltaf að koma svona “bestu plötur allra tíma” greinar og þá koma alltaf einhverjir labbakútar og fara að rífast um Nirvana og Metallica. Er þetta ekki orðið gott? Annars er greinilegt að bretar hafa aldrei heyrt Hamfarir hans Gunnars Jökuls….nei, ég segi nú bara svona.

Re: The Locust

í Metall fyrir 20 árum, 1 mánuði
það tekur lengri tíma að þylja upp lagaheitin þeirra en að hlusta á sjálf lögin (allavega þau sem ég hef heyrt) svo má líka til gamans geta að maðurinn á bakvið Album Leaf, Jimmy Lavalle (fyrrverandi GoGoGo Airheart og Tristeza meðlimur og núverandi meðlimur í The Black Heart Procession) var einu sinni í Locust. Skildi nú reyndar aldrei hvað hann var að þvælast þarna, eins og hann er nú melódískur og rólegur blessaður…

Re: Bestu plötur ársins 2003

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
lonely mountain kom reyndar upprunalega út árið 2002 en hún má samt alveg vera þarna því hún er frábær… annars er þetta einhvern veginn svona hjá mér: 1. calexico - feast of wire 2. songs:ohia - magnolia electric co. 3. broadcast - ha ha sound 4. sodastream - a minor revival 5. the sea and cake - one bedroom 6. bonnie prince billy - master & everyone 7. american analog set - promise of love 8. mojave 3 - spoon and rafter 9. yo la tengo - summer sun 10. summer hymns - clemency ég á samt enn...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok