Sælt veri fólkið, Eins og ég hef áður minnst á mun Phil Elvrum, áður þekktur sem The Microphones en starfar nú undir nafninu Mount Eerie, halda nokkra tónleika hér á landi. Þeir fyrstu eru í Frumleikhúsinu Keflavík, fimmtudaginn 17. mars þar sem hann kemur fram ásamt Woelv og Þóri. Á föstudaginn mun hann svo spila í hljómsplötuverslun Smekkleysuveldisins og á laugardagskvöldið verða svo aðal tónleikarnir í Klink og Bank þar sem áðurnefnd Woelv og Þórir munu einnig spila ásamt Gavin Portland....
Ég vildi bara minna á tónleika Rivulets, Drekka og Þóris í Hellinum á morgun, þriðjudag kl. 20:00. Fyrir þá sem ekki vita er Hellirinn að Hólmaslóð 2 og er strætóleið #2 með endastöð beint fyrir utan. Miðaverð er aðeins 700 krónur og aldurstakmark ekkert. Rivulets og Drekka munu jafnframt spila fáein lög í 12 tónum núna á miðvikudaginn kl. 17:00. Endilega kynnið ykkur þetta á www.rivulets.net og www.bluseanct.com
Þann 16. nóvember n.k. munu bandarísku tónlistarmennirnir Rivulets og Drekka halda tónleika í Hellinum (Tónlistarþróunarmiðstöðinni), nákvæmlega tveimur árum eftir síðustu heimsókn þeirra hingað til lands. Þá spiluðu þeir fyrir fjölda fólks á Grand Rokk ásamt Jessicu Bailiff og Hudson Wayne en að þessu sinni mun undrabarnið Þórir slást með í för. Húsið verður opnað klukkan 20:00 og er aðgangseyrir 700 krónur. Ég vil jafnframt benda á heimasíðurnar www.rivulets.net og www.bluesanct.com. Ég...
Það er mér sönn ánægja að segja ykkur frá tónleikum The Album Leaf í Austurbæ næstkomandi fimmtudag kl. 21:00. Mörg ykkar kannst eflaust við nafnið enda vorum við Hljómalindar-piltar duglegir við að kynna þetta eins manns verkefni Jimmy Lavalle á sínum tíma. Það leiddi síðan óbeint til þes að The Album Leaf fór á tónleikaferðalag með Sigur Rós og nú er hann hingað kominn til að taka upp þriðju breiðskífu sína og spila á þessum einu tónleikum, eins og áður segir. Lavalle hefur nú dvalið hér á...
Eins og margir hafa eflaust heyrt þá er Hljómalind að syngja sitt síðasta og því ætlum að halda eina loka-útsölu áður en við hverfum á vit nýrra ævintýra. Við höfum eytt síðustu dögum í að gramsa í gömlum lagerum og persónulegum munum og hefjum útsöluna síðan á mánudaginn klukkan 12:00. Hún mun standa næstu vikurnar og við vonumst til að sjá sem flesta, svo við getum nú þakkað fyrir samstarfið í gegnum árin. kær kveðja, Árni Viða
Bandaríski rokkkvartettinn The Dismemberment Plan er á leiðinni til Íslands og mun halda tvenna tónleika, annars vegar á Vídalín við Ingólfstorg þann 18.október og hins vegar í Norðurkjallara MH daginn eftir. Á fyrri tónleikunum munu Ensími og Sofandi einnig spila en á hinum síðari verður upphitun í höndum Mínus og Fídel. Miðaverð er aðeins 1200 krónur. Nánari upplýsingar á www.hljomalind.is eða www.dismembermentplan.com
Will Oldham, Trans Am, Low, Dismemberment Plan, Fucking Champs, Wolf Colonel, Par Lindh Project + hellingur af íslenskum hljómsveitum - allt í boði Hljómalindar þetta haustið. Kíkið á hljomalind.is því það er fullt að gerast
Low, Trans Am + The Fucking Champs (=Trans Champs), Dismemberment Plan, The Lapse, Pleasure Forever, Par Lindh Project + nokkrar af bestu hljómsveitum Íslands í dag. Þannig lítur haustdagskrá Hljómalindar út en síðan er aldrei að vita hvað nýja árið ber í skauti sér. Nánari upplýingar á www.hljomalind.is
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..