Ég vil bara benda þeim á sem ekki vita að það er lítil geisladiskabúð á Vitastíg (gata upp af laugarvegi) sem heitir hinu hlýlega nafni “Geisladiskabúð Valda” og selur ótrúlega mikið magn af diskum, kvikmyndum, dvd, tölvuleikjum ofl. á alveg ótrúlegu verði…

Ég var síðast í gær að kaupa mér REM - Automatic for the people alveg glænýjan á 1300 kr. og The Doors - Strange days á 1200 kr. geri aðrir betur!!!

Og fyrir ykkur Nirvana aðdáendur þá á hann geðveikt magn af Nirvana bootleg diskum með fullt af b-sides og live stöffi og nokkrar unofficial spólur, ég á eina og hún er 155 mín. með öllum myndböndunum, viðtölum, live stöffi og Unplugged in New York!!!!!

Ef það er einhver tónlistaraðdáandi sem veit ekki af Geisladiskabúð Valda, fariði á morgun… reyndar ekki á morgun Valdi er held ég að fara í tveggja vikna frí til Danmerkur og ég veit ekki hvort búðin verður opin, en sem fyrst!!!!



Lassie