Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

plone
plone Notandi frá fornöld 142 stig

Re: Nirvana Suck

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
afsakið, en það er fáránlegt að svona grein skuli fá jafn mikla athygli og raun ber vitni. hafið þið virkilega ekkert annað betra við tímann að gera en að velta ykkur endalaust upp úr þessu bulli? og önnur spurning: þið ykkar, sem fílið nirvana, breytti þessi grein á nokkurn hátt áliti ykkar á hljómsveitinni? farið frekar út og búið til snjókall eða eitthvað í stað þess að hanga í tölvunni og rífast út af engu…

Re: Piano Magic - Low irth Weight. (EKKI píkupopp)

í Popptónlist fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Snilld að sjá einhvern skrifa um Piano Magic. Ég á nokkrar plötur með þeim en maður veit samt aldrei hverju maður á von. Þetta er nefnilega ekki hljómsveit í eiginilegum skilningi því meðlimirnir koma og fara eins og þeim listir. Aðalmaðurinn heitir annars Glen Johnson en það tæki alltof langan tíma að telja upp aðra meðlimi í gegnum tíðina. Ef einhver hefur áhuga þá er hægt að finna eitthvað af Piano Magic dóti hjá www.rocketgirl.co.uk og reyndar fleiri vefbúðum. Það er allavega nóg til að...

Re: Mineur-Aggressif

í Rokk fyrir 20 árum, 7 mánuðum
vonandi kaupa sem flestir þessa plötu því kimono er hljómsveit sem á allt gott skilið. á meðan margir sitja bara á rassinum og bíða eftir að aðrir gera hlutina fyrir sig þá hafa drengirnir sýnt rosalegan dugnað og komið sér áfram á eigin verðleikum. lögin á plötunni þekkja allir sem hafa fylgst með kimono undanfarin tvö ár en það er samt gaman að heyra allar þessar litlu breytingar sem gera þau frábrugðin en því sem gerist á tónleikum. við megum samt ekki gleyma að þetta er fyrsta platan...

Re: Tónleikar: The Album Leaf

í Rokk fyrir 20 árum, 7 mánuðum
við skulum nú fara okkur hægt í öllum yfirlýsingum því það eru Sigur Rósar strákarnir sem eru að sjá um þetta. Þeir báðu mig bara að láta sem flesta vita þar sem ég er enn þá með þennan gamla póstlista Hljómalindar í tölvunni…. Sá sem á mest hrós skilið er hins vegar Jimmy Lavalle sjálfur. Frábært að hann sé loksins að fara að spila hérna. Það er líka gaman að heyra viðbrögð fólks, sem eru afar jákvæð. Fyllum nú staðinn og höfum mikið fjör. Það er alltaf lítið af góðum tónleikum á landinu...

Re: Hvað er að verða um tónlistina?

í Gullöldin fyrir 20 árum, 8 mánuðum
ef við hefðum ekki svona mikið af vondri tónlist myndum við líklega aldrei kunna að meta það, ekki satt?

Re: Hvað er að verða um tónlistina?

í Gullöldin fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Það er enn til fullt af góðri tónlist en að sama skapi mun meira af þeirri lélegu. Á sínum tíma var rokktónlist nokkuð nýtt fyrirbæri, hljómsveitirnar voru færri og athyglin skiptist þannig betur á milli þeirra. Nánast allt komst í spilun! Nú er hins vegar komið mun meira af froðu sem er einungis búin til upp á vinsældirnar og um leið minnkar athyglin sem “hinar metnaðarfyllri” hljómsveitir fá. Markaðurinn þolir nefnilega bara svo og svo margar hljómsveitir. Þar sem flestum hlustendum líkar...

Re: Sigur Rós.

í Rokk fyrir 20 árum, 8 mánuðum
ég held að þetta sigur rósar og mogwai dæmi hafi bara verið eitthvað plata….allavega hafa hljómsveitinnar aldrei unnið saman og hlusta satt best að segja ekkert á hvora aðra. hins vegar var titanic laginu hennar celine dion skeytt saman við bíum bíum bambaló á bootleg og það er bara merkilegt hvað þetta passar vel saman. maður fékk alveg nýja sýn á celine dion fyrir vikið! Það telst samt ekki til opinberrar útgáfu og er bara sprell einhvers gaurs með alltof mikinn frítíma….

Re: Hvaða hljómsveit mælið þið með?

í Metall fyrir 20 árum, 8 mánuðum
The Fucking Champs taka allar aðrar metal-sveitir í nefið. Instrúmental geðveiki með vænum skammt af húmor…..

Re: kvenfólk rokkar ekki?

í Rokk fyrir 20 árum, 9 mánuðum
það virðist því miður vera staðreyndin að konur þurfi að gera allt helmingi betur til að vera metnar til helmings á við karlmennina….þá kemur sér reyndar vel að þær eru yfirleitt a.m.k. helmingi klárari. Samt vantar einhverja svona alvöru kvennarokkhljómsveit á Íslandi. Ég held að við séum öll sammála um að rokkslæðan sé bara asnaleg….. Sjálfur veit ég um stelpur sem rokka miklu meira en ég….(kannski ekki marktækt þar sem ég er hálfgerður væskill með tebollann minn) en ef einhverjir þurfa...

Re: The Polyphonic Spree

í Rokk fyrir 20 árum, 9 mánuðum
allir sem fíla svona smá sýrupopp undir áhrifum bítlanna, beach boys og byrds ættu líka að tékka á Elephant6 fjölskyldunni: bönd eins og Olivia Tremor Control, Apples in Stereo, The Gerbils, Elf Power og Neutral Milk Hotel. Mikið fjör þar á ferð…..

Re: Karate

í Rokk fyrir 20 árum, 10 mánuðum
tékkið líka á Secret Stars sem Geoff Farina er í. Svo hefur hann líka gefið út nokkrar sólóplötur, m.a. hina yndislegu ‘Reverse Eclipse’ en sjálfur segir hann það vera markmið sitt sem tónlistarmanns að skapa tærasta sánd ever….fer mjög nálægt því á ‘Reverse Eclipse’. Hins vegar virðist Karate vera að fara aftur í aðeins meira rokk eins og heyra má á nokkrum stórskemmtilegum feedbackorgíum a la Neil Young.

Re: mínir 5 uppáhalds Indie-rokk-slowcore söngvarar/söngkonur

í Rokk fyrir 20 árum, 10 mánuðum
1. karl smith (sodastream) 2. alan sparhawk & mimi parker (low) 3. nathan amundson (rivulets) 4. elliott smith 5. andrew kenney (american analog set) kannski ekki mikið rokk en fallegt er það….

Re: Botnleðja - Ég er frjáls

í Rokk fyrir 20 árum, 11 mánuðum
ehhh….U eru lengra til VINSTRI. D eru hins vegar til hægri og guð forði okkur frá því að botnleðja fari að styðja þá.

Re: 5 bestu hljómsveitir allra tíma (að mínu mati)

í Rokk fyrir 21 árum
það er ómögulegt að svara svona spurningum. þetta fer svo mikið eftir því hvernig maður er stemmdur og svo dýrkar maður kannski einhverjar hljómsveitir þó maður viti kannski að þær eru ekkert frábærar. ég hef því aldrei valið bestu hljómsveitir allra tíma en hins vegar get ég valið skemmtilegustu plötur ársins að mínu mati til þessa og hér koma þær í engri sérstakri röð: the sea and cake - one bedroom calexico - feast of wire bonnie prince billy - master & everyone yo la tengo - summer sun...

Re: pæling!

í Rokk fyrir 21 árum
geoff farina er líka í bandi sem heitir Secret Stars og er bara þrælfínt.

Re: pæling!

í Rokk fyrir 21 árum
þess má til gamans geta að rodan byrjaði einmitt sem Slint tribute sveit en þróaðist síðan út í bönd eins og June of 44, Sonora Pine, Rachels, Shipping News og fleiri og fleiri auk þess sem meðlimirnir hafa einnig unnið eitthvað hver í sínu horni. Annars eru hérna nokkur góð bönd (sum hafa örugglega þegar verið talin upp) sem ég man eftir í fljótu bragði: Sodastream, Sea and Cake, Calexico, Songs:Ohia, Low, Ida, American Analog Set, Death Cab for Cutie, Slowdive, Mojave 3, Olivia Tremor...

Re: Isidorplata

í Rokk fyrir 21 árum
og steingrímur á fleiri bræður hérna….það er ekki þverfótað fyrir þessu pakki. en, frábært að platan komi bráðum út. þá er bara að fá Man or Astro-Man? aftur hingað og láta isidor hita upp!

Re: Tónleikar: The Iditarod

í Rokk fyrir 21 árum
leitt að þér hafi fundist bandið svona leiðinlegt en svona er nú smekkur manna misjafn. mér fannst þau bara alveg ágæt…. ég veit ekki hvort fólk hafi farið vegna þess að þau fíluðu ekki bandið. margir voru einfaldlega bara orðnir þreyttir og tónlistin var ansi svæfandi…..kannski ekki alveg rétta tímasetningin og staðurinn fyrir svona ofur-rólegt band.

Re: Nirvana skiptir ekki máli

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
ef þið lesið greinina aðeins betur þá getið þið séð að arnari finnst nirvana vera röng sveit á réttum tíma og það held ég að sé kjarni málsins. þegar nirvana kom fram var hálfgerð ládeyða í gangi í rokkinu og fólk vildi heyra eitthvað nýtt (samt ekki eitthvað nýstárlegt eða ofur-frumlegt) og nirvana var svo heppin eða óheppin að koma fram á þessum tíma. að mínu mati hefði þetta alveg eins getað verið eittthvað annað band og þá væri fólk ef til vill að rífast um hvort það væri ofmetið eður...

Re: Nirvana skiptir ekki máli

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ef ég þekki arnar eggert rétt þá vissi hann nákvæmlega hvað hann var að fara útí þegar hann skrifaði þessa margumtöluðu grein þar sem Nirvana á afar stóran aðdáendahóp, bæði hér heima og erlendis. En af hverju skrifar maðurinn þá svona grein ef hann veit afleiðingarnar? jú, hann er maður með skoðanir sem er í vinnu við að koma þeim á framfæri. Fjölmiðlar væru heldur sorglegir ef allir segðu aðeins það sem fjöldinn kærði sig um að heyra, finnst ykkur ekki? Það er svo undir hverjum og einum...

Re: Blonde Redhead: Diskaferill

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
þess má geta að Skúli nokkur Sverrisson spilaði með Blonde Redhead öðru hvoru í gamla daga og tók nokkur lög með þeim þegar þau komu hingað. Magnaðir endurfundir! Svo er reyndar ekki alveg rétt að BR séu bassalaus því Kazu spilar stundum á bassa…. Annars góð grein um góða hljómsveit…..en það þurfti nú varla að taka það fram.

Re: Náttfari

í Rokk fyrir 21 árum, 3 mánuðum
náttfari hefur enn ekki afrekað að gefa neitt út og er í raun hætt, eins og staðan er í dag. hins vegar held ég að þeir ætli að gefa út eitthvað af því efni sem þeir tóku upp síðasta sumar.

Re: Hljómalind kveður

í Rokk fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég vil bara benda á að þetta hefur ekkert með Skífuna enda litum við aldrei á þá sem samkeppnisaðila. Vissulega gerir einokunarstaða þeirra smærri plötubúðum erfitt fyrir en að segja að það sé ástæðan fyrir lokun hljómalindar er ansi mikil einföldun. Okkur fannst einfaldlega kominn tími til að hætta en erum að sjálfsögðu ánægðir ef fólk lætur sig það varða. það þýðir að Hljómalind hafi skipt fólk jafn miklu máli og okkur. Þetta er því ekki bara útsala heldur líka tækifæri fyrir okkur til að...

Re: Hljómalind kveður

í Rokk fyrir 21 árum, 3 mánuðum
neibb, á laugavegi 21. hvert stefnir þetta þjóðfélag þegar fólk nennir ekki einu sinni að fletta í símaskrá nei, nei bara grín. vonandi finna allir eitthvað því við verðum með fullt af dóti sem hefur legið ofan í kjallara í nokkur ár.

Re: Nýi diskurinn með sigurrós..

í Rokk fyrir 21 árum, 3 mánuðum
mega þeir ekki haga sér eins og þeim sýnist? auðvitað mega þeir það. þetta er þeirra diskur. það er enginn að neyða fólk að kaupa hann…. ég var búinn að bíða svo lengi eftir þessari plötu að væntingarnar voru farnar að snúast upp í andhverfu sínu þannig að ég var hættur að búast við einhverju….þess vegna finnst mér þetta góð plata. Að vissu leyti betri en ‘Ágætis byrjun’ þó hún muni aldrei hafa jafn mikil áhrif og sú plata. hluti af þessu sviga, nafnleysis-dæmi er til að fokka í fólki eins...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok