Ég veit að þetta er ekki beint grein og ég vona að stjórnandi gefi mér séns í þetta skiptið =_=

Þannig er mál með vexti að ég er að flytja til Barcelona núna 1-2 júlí.. Ég tek annaðhvort lest eða flugvél frá danmörku eða London eftir að ég kem frá Hróarskeldu.

Það er fullt í gangi í Rafmagni í Barcelona og eftir að hafa búið þar stutta stund síðasta sumar get ég lýst því yfir með nokkurri vissu að Barcelona er “rafmangs höfuðborg” Evrópu(fyrir utan The Hague kannski" á þessum stutta tíma sem ég var þar náði ég Two Lone Swordsmen, Radioactive Man, Plone og Gus Gus, auk þess var R.D.James einhað að spila. Sonar raftónlistarhátíðin verður haldin þar á næstu vikum(sú stærsta í evrópu) og svo verða þessir: http://www.nitsa.com/ með feita dagskrá.. James Lavelle og fleiri.

Það sem ég var svo að pæla, er ekki einhver/jir á leiðinni þangað út í sumar? Ég flyt með bróður mínum en þekki fáa þarna úti svo það væri auðvitað snilld að geta hitt á einhverja rafmagnshausa á einhverjum klúbbnum. Ef þið voruð að pæla í einhverju Interrail eða álíka í sumar endilega hafið samband á: badcircuitry@robot.com