Góðan daginn.
Eitt ætla ég að taka fram áður en ég byrja, þetta er ekki svona “týpísk” Metallica grein, og plís ekki byrja að kvarta, ohh enn önnur Metallica greinin, það kemur svona grein í hverjum mánuði!

Allaveganna, hvað er að verða um þessa goðsagnakenndu metal hljómsveit, hljómsveitina sem hefur sett sitt mark á þungarokkssögunna, sem hefur gefið milljónum ungra tónlistamanna og áhugamanna innblástur? Hljómsveitin sem var alltaf á móti commercial tónlist, en nú eru þeir orðnir að þeim mönnum sem þeir fyrirlitu fyrir einum og hálfum áratug síðan.

Allaveganna, ef við tökum sem dæmi, þegar Metallica voru að semja efnið á Master Of Puppets, þá höfðu þeir lögin svona löng, meðal annars til að ögra “mainstream” tónlist. Þetta kemur fram í bók sem ég las. En núna, síðustu lögin þeirra eru alls ekki meira en 5 mín. Og þau eru grunn og ekkert sem nær að vera sígilt.

Ef ég hlusta á Kill ´Em All, …And Justice For All og diskana þar á milli, þá fæ ég gæsahúð frá toppi til táar, ef ég hins vegar hlusta á nýja efnið þá lýður mér eins og ég sé að hlusta á Radio-X!

Svo allt þetta Napster dæmi, vá! Þeir eru að fara í mál við Napster, þ.e. er fólkið sem notar það, og þar á meðal aðdáendurna sína, “the very people” sem gerði þá að multi-milljónerum! Fyrir utan allt peningadæmið, þá var Napster frábær leið fyrir “minni” hljómsveitir til að koma tónlist sinni á framfæri!

Allaveganna, ég er mikill Metallica aðdáandi, en þetta er nú að verða dáldið mikið, og í lokin ætla ég að telja upp það sem Metallica hafa gert rangt, að mínu mati:


Þeir breyttu tónlistinni sinni á 9. áratugnum, þó að þetta sé ágætis tónlist, þá er þetta ekki Metallica, freka Softrockallica.
Og sumir segja: “Þeir eru nú að á fimmtugsaldri, auðvitað breytist tónlistin mikið”…..ekkert endilega, takið bara Slayer sem dæmi.
Þeir eru nú ennþá þungir þó þeir séu engin unglömb.

Þeir klipptu á sér hárið, þeir sviptu sjálfa sig merki hins eina sanna rokkara.

Þeir fóru að koma fram á allskonar MTV og VH1 giggum, ekki gott, finnst mér.

Þeir fóru í mál við Napster! (sjá umföllun að ofan)

Og síðast en ekki síst…ÞEIR ÆTLA AÐ GERA LAG MEÐ JA-RULE!!!!
ARGGG! Ég er viss um að Cliff Burton heitinn er búinn að snúa sér við í gröfinni!

Allaveganna, ég held bara áfram að hlusta á gamla efnið.
Það sem þið lásuð í greininni eru aðeins mínar skoðanir, plís ekki skemma þessa grein með skítkasti og böggi.

METAL UP YOUR ASS!!!