Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Björn sigrar á Scandinavian Open (2 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Grein fengin frá Taekwondo Ísland www.taekwondo.is: ——- Björn sigrar á Scandinavian Open Björn Þorleifsson vann til gullverðlauna á Scandinavian Open, sem fram fór núna um helgina í Árósum í Danmörku. Björn, sem er í toppformi þessa daga, fór með sigur af hólmi í báðum sínum bardögum. Björn mætti fyrst Allan Pedersen, risanum frá Ballerup, og sigraði hann örugglega með 14 stigum á móti 4. Að sögn Björns þá tók það hann um eina mínútu að komast í gang, því hann var svolítið kaldur, en eftir...

Björn Þorleifsson á Scandinavian Open (3 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Grein frá Taekwondo Ísland - taekwondo.is ———————– Björn Þorleifsson á Scandinavian Open Á morgun laugardaginn 9 nóvember keppir Björn Þorleifur Þorleifsson Taekwondo maður í -78kg flokki karla á Scandinavian Open í Árósum, Danmörku. Um er að ræða opið Norðurlandameistaramót með sterka keppendur víðs vegar að úr heiminum. Meðal andstæðinga Björns í flokkinum er hinn öflugi Jani Hirvonen frá Finnlandi. Á Norðurlandameistaramótinu 2002 mætti Björn einmitt Jani Hirvonen frá Finnlandi í...

Saga Capoeira (5 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég tók mig saman og þýddi smá upplýsingar um Capoeira og ákvað að henni hérna inn. <b>Saga Capoeira í grófum dráttum.</b> Á fimmtánda og sextánda áratugnum, voru margir Afríkubúar teknir frá sínum föðurlöndum og fluttir með skipum aðallega til Ameríku, sem þá var nýfundin af Evrópubúum. Í nýlendunum voru þeir hafðir til fanga sem þrælar. Það var farið illa með marga, þeir brennumerktir, og geymdir á stöðum þar sem munaður og pláss var nánast ekkert. Eftir langa og harða vinnudaga fóru...

Íslandsmeistaramót í kumite 2002 (4 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Grein fengin frá KAÍ: http://www.toto.is/kai/ —————- Íslandsmeist aramót í kumite 2002 Laugardaginn 2. nóvember fór Íslandsmeistaramót í kumite fram í Fylkishöllinni í Árbæ. Mótið var nokkuð fjölmennt og hefur þátttakan aukist ár frá ári. Það setti nokkurn svip á upphaf mótsins að ekki fengust nógu margir dómarar til að hægt væri að keppa á tveimur völlum samtímis. Úr því rættist þó er leið á daginn. Mótið gekk vel fyrir sig og áttu sér stað margir mjög spennandi bardagar. Meistararnir úr...

Björn Þorleifsson æfir með norska landsliðinu (5 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Grein fengin frá Taekwondo Ísland www.taekwondo.is: ————— Björn Þorleifsson æfir með norska landsliðinu Master Michael Jørgensen landsliðsþjálfari Noregs hefur boðið Birni Þorleifssyni að koma til Noregs í boði norska landsliðsins og æfa hjá þeim. Master Michael og Björn hittust á Wonderful Copenhagen Taekwondo Tournament í sumar og lagði Master Michael þetta undir Björn þá. Þetta er einstakt tækifæri fyrir íslenskan íþróttamann að fá að æfa með liði eins og norska landsliðið er í dag, og...

Nýr Landsliðsþjálfari valinn (2 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Grein frá www.taekwondo.is ————————— Á síðasta TKÍ fundi sem haldinn var nú á dögunum, var Sverrir Tryggvason valinn sem landsliðsþjálfari Taekwondo á Íslandi. Sverrir hefur langa reynslu í sparring (bardaga), og hefur sjálfur unnið til margra verðlauna á mótum innanlands og utan. Sverrir hefur æft íþróttina síðan 1989, og hefur í dag 2. dan. Ákvörðun TKÍ um að Sverrir Tryggvason verði landsliðsþjálfari, var samþykkt samhljóða. Sverrir er þessa dagana að vinna í skipulagningu og dagskrá...

Stofnfundur TKÍ (3 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Áhugaverð grein frá taekwondo.is: ——————- Stofnfundur TKÍ Stofnfundur Taekwondosamband Íslands, skammstafað TKÍ, var haldinn þriðjudaginn 17. september kl. 17:15 í ÍSÍ miðstöðinni í Laugardal. Á dagskrá fundarins voru formaður og nefndaraðilar kosnir auk þess sem táknmynd TKÍ var samþykkt. Fundurinn var vel sóttur, fólk frá öllum taekwondofélögunum mættu ásamt fólki frá ÍBR og HSK. TKÍ er 24. sérsamband innan ÍSÍ. Fundurinn hófst með ávarpi Ellerts B. Schram forseta ÍSÍ. Í ávarpinu sagði...

Tvö áhugaverð mót í Taekwondo (3 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég sá á www.taekwondo.is upplýsngar um tvö mót, heimsmeistaramótið 2002 í Japan og Wonderful Copenhagen 2002. Engir keppendur af norðurlöndunum munu taka þátt í heimsmeistaramótinu. Vitið þið afhverju? WCTT mótið er kannski meira spennandi fyrir okkur hér. Fara einhverjir frá Íslandi í ár? Fer Björn á mótið? Ég læt einnig fylgja fréttirnar frá taekwondo.is hér að neðan: —- Heimsmeistaramót Taekwondo 2002 WTF Þann 16.-19. júlí, verður heimsmeistaramótið í Taekwondo 2002 haldið í Tokyo, Japan....

Rætt um að flytja íþróttasvæði Fjölnis (1 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Í dag verður lögð fyrir Íþrótta- og tómstundaráð tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að kanna hug íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi um að selja byggingarrétt á lóðum sem nú eru ætlaðar fyrir æfingasvæði og nýta fjármuni til að byggja strax upp æfingaaðstöðu annars staðar. Á fundi borgarstjórnar í gær sagðist borgarstjóri viljug til að ræða hvort önnur svæði en Gylfaflöt væru hentugri sem íþróttasvæði Fjölnis. Sagði hún að til greina kæmi að gera lóðina að byggingarlóð en íþróttasvæði...

Nýr umræðuvefur fyrir Taekwondofélög Íslands (4 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum
Sennilega mjög þæginlegt fyrir félöginn að fá svona prívat spjallherbergi fyrir sig. Þessi frétt er fengin frá www.taekwondo.is. —————————– Nýr umræðuvefur fyrir Taekwondofélög Íslands Taekwondo Ísland og Eidola býður núna Taekwondodeildunum upp á eigin umræðuvef. Þetta er gert til að fólk geti skipst á upplýsingum, skrifað greinar, auglýst, sett inn tilkynningar eða bara spjallað saman. Félögin fá hver sitt eigið umræðuherbergi, sem ætlað er til félagsmanna, umsjónarmanna og þjálfara...

4 gull á Norðurlandamótinu í Judo (4 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum
Frábær árangur hjá Judo fólkinnu okkar á Norðurlandamótinu sem fór fram um helginna. Til hamingju með árangurinn!!! Þessi grein er tekin af http://www.judoland.is/. ———————— Íslendingar áttu glæsilegan dag á Norðurlandamótinu í Judo sem fram fór laugadaginn 4 maí. Bæði í karla og kvennalandsliðinu stóðu okkar keppendur sig glæsilega og eru 4 gull verðlaun 2 silfur og 3 brons árangur dagsins. Keppendur sem þjálfarar eru mjög ánægð með daginn og eru sammála um að landsliðin í Judo séu í miklum...

Taekwondo í ÍSÍ (5 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum
Loksins, loksins!!! Þessi frétt er fengin frá www.taekwondo.is. Þetta er frábær árangur, og vil ég þakka öllum sem stóðu í að ná þessum frábæra árangri. ————————— Taekwondo í ÍSÍ Á þingi ÍSÍ í dag, 28. apríl 2002 kl. 12 að hádegi, var tillaga um stofnun Taekwondosambands Íslands, skammstafað TKÍ, samþykkt samhljóða. Þetta eru stór tíðindi fyrir iðkendur taekwondo á Íslandi. Með þessu er taekwondo fullgildur aðili innan Íþróttasambands Íslands, og langri baráttu fyrir aðgöngu er lokið. Aukinn...

Tveir sterkustu Taekwondomenn Danmerkur íhuga að h (3 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum
Áhugaverð frétt frá www.Taekwondo.is. Ég man eftir því að það var talað um að á norðurlandamótinu hafi ekki nema helmingur Danska landsliðsins mætt til leiks, en þá var vandamál með þennan þjálfara Dana. Þeir sem fóru á mótið geta kanski sagt meira um málið hérna? —————- Tveir sterkustu Taekwondomenn Danmerkur íhuga að hætta. Tveir sterkustu Taekwondomenn Danmerkur, Muhammed Dahmani og Shirwan Hasan, íhuga að hætta nú á næstu vikum. Báðir tveir hafa verið dæmdir 12 mánaða keppnisbann fyrir...

Nýju reglurnar reyndar á US Open. (3 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég rakst á áhugaverða frétt á Taekwondo Ísland heimasíðunni. En þar var talað um nýju reglurnar í Taekwondo. Hafið þið kynnt ykkur þessar reglur? Og hvar er hægt að lesa nánar um þær? Tekið frá www.taekwondo.is ————————– Nýju reglurnar reyndar á US Open. Keppendur lentu í vandræðum með nýju reglurnar á US Open sem haldið var 20. til 24. febrúar 2002 í Orlando, Flórida. US Open er fyrsta mótið sem notar nýju dómarareglurnar í tilraunaskyni. Nýju reglurnar verða notaðar í fyrsta lagi seinna á...

Nökkvi Þór Matthíasson íþróttamaður Sandgerðis ári (2 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Góður árangur Nökkva skilar sínu. Hann var valinn íþróttamaður Sandgerðis. Til hamingju Nökkvi! Þessi frétt er fengin frá www.taekwondo.is. —————————————— Nökkvi Þór Matthíasson íþróttamaður Sandgerðis árið 2001 Nökkvi Þór Matthíasson taekwondomaður er íþróttamaður Sandgerðis árið 2001. Kjörinu var lýst á hátíðlegri samkomu sem fór fram 5. mars s.l. í Reynisheimilinu í Sandgerði. Nökkvi Þór vakti athygli á árinu sem einn af efnilegri taekwondomönnum landsins. Í apríl varð hann...

The Viking Team fer á Scottish Open (7 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Jæja nú líður að því að okkar stærsti hópur landsmanna fer á Scottish Open. Það verður gaman að fylgjast með þessum stóra hópi sem fer á mótið. Hvernig væri að heyra frá einhverjum keppendum sem fara? Endilega sendið inn greinar, fyrir og eftir mótið. Þessi frétt er tekin af www.taekwondo.is: The Viking Team fer á Scottish Open Óvenju stór hópur taekwondokeppenda heldur til Skotlands 17. febrúar næstkomandi. Liðið hefur verið nefnt The Viking Team og er ávöxtur öflugrar samvinnu milli...

Björn norðurlandameistari 2002 (10 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Eftir áræðanlegum heimildum var Björn Þorleifsson norðurlandameistari í Taekwondo (Sparring eftir WTF reglum, fyrir þá sem eru í vafa) , sem haldið var í Danmörk í gær. Bjössi vann alla þá þrjá bardaga sem hann tók þátt í. Hann vann úrslitabardagan víst 3 – 0 á móti einhverjum Finna. Nú er bara að bíða eftir því að fleirri fréttir birtast á www.taekwondo.is, en ég frétti að það hafi verið tekið margar myndir, og fékk ég sendar 2 myndir, sem ég læt fljóta hérna með. Önnur sendi ég á...

Stórsigur Björn Þorleifssonar í Taekwondo í Danmör (57 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Taekwondokappinn Björn Þorleifsson vinnur stórsigur i Danmörku Björn Þorleifsson sigraði riðil sinn í flokki Senior Male á Taekwondo mótinu Wonderful Copenhagen Taekwondo Tournament (WCTT) í Kaupmannahöfn. Björn var einnig valinn sanngjarnasti íþróttamaður mótsins en sú viðurkenning er talin mikils virði. Björn mætti Mikko Korhonen frá Finnlandi í fyrsta bardaga, og vann með 12 stigum gegn engu. Bardagi númer tvö á móti Jesper Roesen frá Danmörk endaði 10-0, Birni í hag. Úrslitabardagi var...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok