The Viking Team fer á Scottish Open Jæja nú líður að því að okkar stærsti hópur landsmanna fer á Scottish Open. Það verður gaman að fylgjast með þessum stóra hópi sem fer á mótið. Hvernig væri að heyra frá einhverjum keppendum sem fara? Endilega sendið inn greinar, fyrir og eftir mótið.

Þessi frétt er tekin af www.taekwondo.is:


The Viking Team fer á Scottish Open

Óvenju stór hópur taekwondokeppenda heldur til Skotlands 17. febrúar næstkomandi. Liðið hefur verið nefnt The Viking Team og er ávöxtur öflugrar samvinnu milli félaganna. Keppendurnir koma frá flestum Taekwondo félögunum á Íslandi, og er þetta í fyrsta skipti sem svona stór hópur fer á mót erlendis.
Alls fara 28 keppendur á mótið auk þriggja annara sem munu fylgja hópnum. Það eru þeir Sigursteinn Snorrason, Sverrir Tryggvason og Snorri Hjaltason sem munu hafa yfirumsjón með þjálfun, liðstjórn, fararstjórn og andlegum stuðningi, þannig að hópurinn fái allan þann stuðning sem nauðsynlegur er.
Keppt verður bæði í Sparring og Kyorugi á mótinu. Greinarnar skiptast á milli keppendanna þannig að nokkrir munu keppa í hvoru tveggja, flestir þó aðeins í Sparring og svo enn aðrir aðeins í Kyorugi.

Björn Þorleifsson kemur til með að spreyta sig á mótinu. Á átta manna listanum yfir athyglisverða og sterka keppendur má finna nafn hans og má því búast við að hann fái mikla athygli á mótinu. Það er mikið gleðiefni að við Íslendingar eigum mann sem kemst á þennan lista, og vonandi verður það með til að vekja áhuga annara keppenda á landinu.

Fjöldi þjóða kemur til með að taka þátt á mótinu. Þetta er töluvert stórt mót og talið er að það verði það stærsta í sögu BTCB Scottish Open, sem hefur verið haldið þrisvar sinnum á síðustu sex árum. Keppendur frá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Belgíu, Bretlandi, Grikklandi, Írlandi, Hollandi, Afganistan, Indlandi og Brasilíu munu fjölmenna á mótið, svo að um harða keppni verður að ræða.

The Viking Team samanstendur af:

Arnar Bragason -78 kg 1. dan Senior M
Ásgeir Jóhannesson -78 kg 7. geupSenior M
Ástþór Arnar Bragason -25 kg 4. geup Junior M
Björn Þorleifsson -72 kg 2. dan Senior M
Eggert Gunnarsson –67 kg 3. geup Senior M
Einar Axelsson -67 kg 1. Dan Senior M
Harald Ólafsson -78 kg 1.dan Junior M
Helgi Guðmundsson -63 kg 7. geup Junior M
Helgi Leifsson –63 kg 5. geup Junior M
Helgi Sigurðsson -78 kg 2. geup Junior M
Hergeir Rúnarsson -45 kg 7. geup Junior M
Írunn Ketilsdóttir -59 kg 5. geup Senior F
Magnea Ómarsdóttir -55 kg 3. geup Senior F
Nokkvi Matthiasson -55 kg 7. geup Junior M
Normandy Del Rosario -67 kg 2. geup Senior M
Reynir Guðmundsson +78 7. geup Junior M
Rut Sigurðardóttir +68 kg 5. geup Junior F
Sigrún Karlsdóttir –55 kg 3. geup Senior F
Sigurður Ragnarsson –59 kg 7. geup Junior M
Steinar Steinarsson -55 kg 1. geup Junior M
Svavar Bjarnason +78 kg 2. geup Junior M
Sveinn Kjarval –62 kg 4. geup Senior M
Sverrir Sverrisson -67 kg 1.dan Senior M
Tómas Eyþórsson –73 kg 7. geup Junior M
Þora Kjarval –51 kg 4. geup Senior F
Þórdís Úlfarsdóttir –63 kg 3. geup Junior M
Þorri Þorsteinsson -51kg 1. geup Junior M
Örn Sigurbergsson -58 kg 1. dan Senior M

Texti: Erlingur Örn B. Jónsson
Keppendalisti: Sigursteinn Snorrason