Taekwondokappinn Björn Þorleifsson vinnur stórsigur i Danmörku

Björn Þorleifsson sigraði riðil sinn í flokki Senior Male á Taekwondo mótinu Wonderful Copenhagen Taekwondo Tournament (WCTT) í Kaupmannahöfn. Björn var einnig valinn sanngjarnasti íþróttamaður mótsins en sú viðurkenning er talin mikils virði.

Björn mætti Mikko Korhonen frá Finnlandi í fyrsta bardaga, og vann með 12 stigum gegn engu. Bardagi númer tvö á móti Jesper Roesen frá Danmörk endaði 10-0, Birni í hag. Úrslitabardagi var svo á móti norskum keppanda, Inge Gammeli, en sá bardagi endaði með tæknilegur rothöggi í fyrstu lotu. Inge treysti sér svo ekki til að halda áfram bardaga þar sem Björn var með yfirburði frá upphafi. Björn var komin með 3-0 strax á fyrstu tveimur mínutunum áður en rothöggið var latid reida.
Björn sagðist hafa farið yfirvegaður í þetta mót og í góðu formi, enda búinn að æfa vel fyrir mótið. Björn keppti sidastliðinn vetur á stórmóti í Frakklandi þar sem hann fór einnig með sigur af hólmi.

Á mótið fóru 3 islenskir keppendur fyrir utan Björn, þeir Ragnar Gunnarsson og Ólafur Jónsson. Þjálfari var Jón Ragnar frá Taekwondo deild Ármans.

Ragnar Gunnarsson stóð sig einnig mjög vel, lenti í þriðja sæti og fékk
brons verðlaun. Af 21 liðum sem kepptu þarna höfnuðu ísledingar í 14 sæti, sem er mjög gott miðað við að aðeins þrjá keppendur. Team Norway, undir stjórn Michael Jörgensen lenti í fyrsta sæti og vann bikarinn eftirsótta.
Michael Jörgensen er vel þekktur á Íslandi, þar sem hann stofnaði eitt af fyrstu Taekwondo félögum Íslands og var einnig landsliðsþjálfari Íslands um skeið.
Mót þetta þykir eitt af sterskustu mótum í norður evrópu.

http://www.taekwondo.is