Grein frá Taekwondo Ísland - taekwondo.is
———————–

Björn Þorleifsson á Scandinavian Open

Á morgun laugardaginn 9 nóvember keppir Björn Þorleifur Þorleifsson Taekwondo maður í -78kg flokki karla á Scandinavian Open í Árósum, Danmörku. Um er að ræða opið Norðurlandameistaramót með sterka keppendur víðs vegar að úr heiminum.

Meðal andstæðinga Björns í flokkinum er hinn öflugi Jani Hirvonen frá Finnlandi.

Á Norðurlandameistaramótinu 2002 mætti Björn einmitt Jani Hirvonen frá Finnlandi í úrslitabardaganum, úrslitin urðu þau að Björn vann með 3 stiga mun og hlaut Norðurlandameistaratitil að launum. Björn mætti Jani Hirvonen fáum mánuðum síðar á Scotland Open Taekwondo Championship, þar þurfti Björn að játa sig sigraðan eftir að dómari dæmdi Jani Hivonen sem sigurvegara. Þess má geta að Jani Hirvonen náði 5-8 sæti á Evrópumeistaramótinu í Taekwondo 2002 eftir að hafa unnið nokkra bardaga.

Björn Þorleifsson hefur verið að æfa með Norska landsliðinu í Taekwondo þessa síðustu daga og fer einmitt beint á mótið frá Noregi. Björn kemur síðan aftur til Íslands á mánudaginn 11. nóvember. Þátttaka Björns á mótinu er liður í undirbúningi hans fyrir úrtökumót næsta árs vegna Ólympíuleikanna 2004.

Við hjá Taekwondo Ísland munum mæta á mótið og komum við til með að koma með fréttir og myndir þaðan fljótlega eftir mótið á morgun.

Texti: Jón Ragnar og Erlingur Jónsson