Frábær árangur hjá Judo fólkinnu okkar á Norðurlandamótinu sem fór fram um helginna. Til hamingju með árangurinn!!!
Þessi grein er tekin af http://www.judoland.is/.

————————

Íslendingar áttu glæsilegan dag á Norðurlandamótinu í Judo sem fram fór laugadaginn 4 maí. Bæði í karla og kvennalandsliðinu stóðu okkar keppendur sig glæsilega og eru 4 gull verðlaun 2 silfur og 3 brons árangur dagsins. Keppendur sem þjálfarar eru mjög ánægð með daginn og eru sammála um að landsliðin í Judo séu í miklum vexti.

Gullverðlaun unnust í Opnum flokki karla þar sem Vernharð Þorleifsson sigraði Gísla Jón Magnússon í harðri úrslitaglímu, Bjarni Skúlason varð svo í 3 sæti með öruggum sigri á Peltola (-100kg) frá Finnlandi. Röðuðu okkar menn sér þannig í 3 efstu sæti í opna flokknum.

Í +100kg flokki sigraði Gísli Jón Magnússon örugglega en hann er í miklum ham þessa dagana þar sem um síðustu helgi varð hann Danmerkurmeistari í þungavikt, Heimir Haraldsson varð svo í 3 sæti í bráðfjörugri glímu.

Vernharð Þorleifsson tapaði einni glímu á móti Peltola í -100kg flokki og hafnaði því í 3 sæti. Hann glímdi svo aftur við Peltola í opna flokknum og sigraði þá örugglega.

Bjarni Skúlason átti góðan dag og tryggði sér 1 sæti í -90kg flokki en að sögn landsliðsþjálfarans var hann með örugga yfirburði í sínum þyngdarflokki.

Kvennaliðið stóð sig mjög vel og er Anna Soffía Víkingsdóttir sigurvegari í opnum flokki kvenna en hún sigraði Margréti Bjarnadóttur í sérlega spennandi glímu að sögn áhorfenda. Gaf kvennaliðið þannig karlaliðinu lítið eftir í opnaflokknum og höfnuðu í 1 og 2 sæti.

Af öðrum keppendum ber helst að nefna að Margrét Bjarnadóttir og Hjördís Ólafsdóttir kepptu til úrslita um brons verðlaun en höfðu ekki vinning. Gígja Guðbrandsdóttir meiddist og þurfti að gefa eftir sína glímu um bronssæti. Snævar Jónsson varð í 7 sæti og Axel Ingi Jónsson hafnaði í 9 sæti.

Þjálfara voru að vonum hæst ánægðir með árangurinn og líta björtum augum á landsliðin fyrir komandi ár. Hópurinn kemur svo heim annað kvöld.

http://www.judoland.is/article.asp?article_id=39