Tvö áhugaverð mót í Taekwondo Ég sá á www.taekwondo.is upplýsngar um tvö mót, heimsmeistaramótið 2002 í Japan og Wonderful Copenhagen 2002. Engir keppendur af norðurlöndunum munu taka þátt í heimsmeistaramótinu. Vitið þið afhverju?

WCTT mótið er kannski meira spennandi fyrir okkur hér. Fara einhverjir frá Íslandi í ár? Fer Björn á mótið?

Ég læt einnig fylgja fréttirnar frá taekwondo.is hér að neðan:

—-
Heimsmeistaramót Taekwondo 2002 WTF

Þann 16.-19. júlí, verður heimsmeistaramótið í Taekwondo 2002 haldið í Tokyo, Japan. Keppt verður eftir World Taekwondo Federation reglum í sparring (bardaga).

Um 384 keppendur munu spreyta sig á mótinu. Engir keppendur frá Skandinavíu munu taka þátt, en þær Evrópuþjóðir sem senda keppendur eru: Þýskaland, Grikkland, Ítalía, Spánn, Tyrkland, Azerbaydzhan, Frakkland, Holland, Króatía, Bretland, Hvíta-Rússland og Rússland.

Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu Japan Taekwondo Federation.



Wonderful Copenhagen 2002

Nú líður senn að ein af stærstu taekwondokeppnum í evrópu og skandinavíu, Wonderful Copenhagen, hefjist. Mótið hefur síðustu níu ár náð að vekja athygli jafnt meðal keppenda og áhorfenda og telst eitt það vinsælasta innan íþróttarinnar. Ástæðan fyrir velgengninni er einföld - margir heimsþekktir keppendur mæta á staðinn og gera sitt besta fyrir framan áhugasama áhorfendurna. Sem smá aukabónus eru allmargir klúbbar sem nota tækifærið og skipuleggja helgarferð til Kaupmannahafnar sem inniheldur sitt lítið af hverju auk sjálfs mótsins, enda er Kaupmannahöfn borg sem engum ætti að leiðast í.

Flestir muna eftir því hversu vel íslensku keppendunum tókst upp í fyrra, en þá fór Björn Þorleifsson með sigur að hólmi í sínum riðli og fékk þar af leiðandi gullið. Ragnar Gunnarsson fékk einnig verðlaun, en hann lenti í þriðja sæti í sínum riðli og fékk þar með bronsverðlaun.

Tekið verður á móti skráningum til 20. júlí, en mótið fer fram þann 17. ágúst.

Nánari upplýsingar um mótið er hægt að finna á heimasíðu WCTT

Einnig er hægt að lesa frétt frá mótinu í fyrra hérna: ”Stórsigur Björn Þorleifssonar í Taekwondo í Danmörk.”

Texti: Erlingur Jónsson

—-